Læknablaðið - 15.11.1995, Blaðsíða 8
772
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81
inni. Þar dragast rafeindir frá bakskautinu,
falla niður rafsviðið og ná miklum hraða áður
en þær skella á forskautinu þar sem hraðaork-
an breytist að lokum í röntgengeisla.
í röntgentæki himingeimsins, Cygnus X-l, er
þyngdarsvið þar sem rafsvið er í tæki mann-
heima (mesocosmos), lofttegundir koma í stað
rafeinda, bláa risastjarnan samsvarar bak-
skautinu og svartholið forskautinu.
Það var hinn magnlausi andans jöfur, höf-
undur metsölubókarinnar Sögu tímans, Step-
hen W. Hawking og félagi hans stærðfræði-
snillingurinn Roger Penrose, sem færðu fræði-
leg rök fyrir því að Mikli hvellur hlyti að vera
afsprengi sérstæðu, sé afstæðiskenningin rétt.
Upphaf alheimsins væri því eins og Hruna-
dansinn um svartholin, en sporin stigin aftur á
bak. Þau ferli, sem síðan gerðust á næstu
augnablikum í alheiminum kunna svo að vera
þau sömu og kjarneðlisfræðingar eru nú að
reyna að kanna með gríðarlegum hröðlum í
regindjúpum örheims.
Það er eins og allir heimar, stórir og smáir,
nær og fjær í tíma og rúmi taki undir og leiki
sömu hljómkviðuna, en tónninn háður stærð
hljóðpípunnar, hvort sem hún er nano-,
micro-, meso- eða macrocosmos.
Orð Snorra hljóma því sem fótatak frá
nokkrum þrepum þessa tónstiga. Á tölvuöld
hljóma þessi orð þó kannski frekar eins og
hugtök óreiðufræðanna*: Hnígandi svipbirting
og brotar. Þar birtist enn þessi hrynjandi eins
og öldulengdir í lífsins ólgusjó. Þar finnast líka
ginnungagöp og þar verður sköpun. Með
hvössum eggjum óreiðunnar tálga hagleiksöfl
heljarslóðar lífsmynstur.
Jafndægur á haust 1995
Sigurður V. Sigurjónsson
Óreiðufrœði: Chaos theories
Hnígandi svipbirting: Down-scale
selfsimilarity
Brotar: Fractals
Sköpun: Autopoesis
Hvassar eggjar óreiðunnar: Edge of chaos