Læknablaðið - 15.11.1995, Blaðsíða 71
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81
823
Barna- og unglingageðlækningar í
Evrópusamtökum sérfræðinga
í læknisfræði
Evrópusamtök sérfræðinga í
læknisfræði (UEMS) voru
stofnuð í Brussel árið 1958 með-
al annars til að styrkja stöðu sér-
fræðinga í læknisfræði í Evrópu
og til að samræma menntunar-
kröfur þeirra og kennsluáætlan-
ir milli Evrópulanda og til ann-
arra upplýsinga og samvinnu.
Árið 1993 voru barna- og
unglingageðlækningar viður-
kenndar sem sjálfstæð sérgrein
innan UEMS en geðlækningar
fullorðinna eru enn ekki sjálf-
stæð sérgrein innan samtak-
anna, en verið er að vinna að
því. Á vegum barna- og ung-
lingageðlækningasviðs í UEMS
hafa verið haldnir árlegir fundir
frá 1991. Fulltrúar frá eftirfar-
andi löndum hafa setið fundina:
Þýskalandi, Belgíu. Danmörk,
Spáni, Frakklandi. Grikklandi,
írlandi, Ítalíu, Lúxemborg,
Hollandi, Portúgal, Bretlandi,
Finnlandi, Svíþjóð, Noregi,
Austurríki, Swiss, Liechten-
stein og Islandi. Undirrituð hef-
ur setið tvo síðustu fundi UEMS
í Vín og Utrecht. Á þessum
fundum hefur komið fram að ís-
land er eina landið í Evrópu sem
hefur ekki kennsluaðstöðu inn-
an læknadeildar í sérgreininni
og telst það furðulegt og óskilj-
anlegt þar sem umtalsverð
rannsóknarvinna hefur verið
unnin hér á landi innan sér-
greinarinnar. I nánum tengslum
við barna- og unglingageðlækn-
ingar eru ungbarnageðlækning-
ar og fjölskyldugeðlækningar en
þessar undirsérgreinar hafa nú
þegar kennslustöður innan
læknadeilda í mörgum Evrópu-
löndum. Á næsta ári verður
haldið í Finnlandi sjötta al-
heimsþing í ungbarnageðlækn-
ingum, en næsti fundur UEMS
verður haldinn í tengslum við
alheimsþingið. Á vegum
UEMS er nú verið að vinna að
samræmingu á sérnámi í barna-
og unglingageðlækningum í
Evrópu. Sérnámið mun vænt-
anlega samanstanda af fjórum
árum í barna- og unglingageð-
lækningum, einu ári í almenn-
um geðlækningum og einu ári í
barnalækningum með sérstakri
áherslu á barna- og taugalækn-
isfræði. Samtökin ráðgera að
senda spurningalista á næstunni
til allra sérfræðinga í barna- og
unglingageðlæknisfræði í Ev-
rópu til að grennslast fyrir um
rannsóknarvinnu þeirra og nán-
ari sérhæfingu innan sérgreinar-
innar.
Helga Hannesdóttir
Stjórn Norræna læknaráðsins í Reykjavík
Norræna læknaráðið er sam-
starfsvettvangur norrænu
læknafélaganna. Stjórn þess
fundar tvisvar á ári, nú undir
forystu formanns finnska
læknafélagsins. Stjórn ráðsins
fundaði í húsnæði læknafélag-
anna í Hlíðasmára, 6. október
og voru mættir fulltrúar frá öll-
um félögunum, auk þess kom
ritstjóri Nordisk Medicin, Eva
Oldinger, á fundinn.
Ýmis mál voru rædd, löng
umræða varð í byrjun um stöðu
Nordisk Medicin og kynnti rit-
stjórinn nýtt útlit og brot. Var
lögð áhersla á að auka auglýs-
ingatekjur, þótt eini kostnaður
félaganna við blaðið sé dreifing-
arkostnaður.
Rætt var um samstarf nor-
rænu félaganna á alþjóðavett-
vangi, bæði í Evrópusamtökun-
um (CP) og alþjóðasamtökun-
um (WMA). Sum hinna
landanna starfa mjög virkt á al-
þjóðavettvangi. Þá var rætt um
Nordisk Federation för
Medicinsk Undervisning
(NFMU), þau samtök lækna-
deilda og læknafélaga á Norður-
löndum eru í nokkurri upp-
stokkun.
Fulltrúar frá hverju landi
lýstu því helsta, sem er að gerast
innanlands, margt er sláandi
líkt í þrengingum heilbrigðis-
mála landanna, sparnaður, nið-
urskurður og fleira. Atvinnu-
ástand er best í Noregi og Dan-
mörku.
Þá var rætt um næsta fund
Norræna læknaráðsins, en hann
verður haldinn í Helsinki í júní
1996.
Fundurinn var hinn fróðleg-
asti og gagnlegasti, félögin hafa
margt að miðla hvert öðru, bæði
af reynslu, ýmsum athugunum
eða samantektum og er þetta
samstarf tvímælalaust til veru-
legs styrks fyrir læknafélögin og
meðlimi þeirra.
SM