Læknablaðið - 15.11.1995, Blaðsíða 20
782
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81
eðlisfræðingur. Það var á árunum 1947-48 sem
þeir kynntu bergmálsmynd af heilahólfum. A
sjötta áratugnum varð hröð þróun í greiningu á
líffærum og sjúkdómum í kviðarholi. Einnig
varð mönnum ljóst notagildi ómskoðana í fóst-
urrannsóknum og hjartaómun byrjaði. Full-
komnari ómtæki komu á markaðinn, tæki sem
námu breytingar mun hraðar en áður, þannig
að myndin var síbreytileg eftir staðsetningu og
stefnu ómkannans, tækni sem kölluð er „real
time“ ómskoðun, nokkurs konar lifandi mynd.
Einnig komu tæki sem veita möguleika á rann-
sóknum á æðakerfi, sem sýna stefnu blóðflæðis
í lit og til dæmis er nú hægt að framkvæma
hraðamælingar á blóðstreymi til greiningar á
slagæðaþrengingum.
Segulómunartækið
Fyrstu rannsókninni með nuclear magnetic
resonance tækni, sem nefnt hefur verið segul-
ómun á íslensku, var lýst árið 1946 í Physical
Review tímaritinu. Það voru Felix Bloch í
Stanford annars vegar og Edward Purcell í
Harward hins vegar. Þeir fengu nóbelsverð-
launin í eðlisfræði vegna þessarar uppgötvunar
árið 1952. Fljótlega eftir uppgötvun segulóm-
unar hófust menn handa við rannsóknir og
Bloch í Stanford notaði einn fingur sinn í til-
raunaskyni en Purcell setti höfuð sitt í tækið.
Árið 1973 sýndi Paul Lauterbur fyrstu segul-
ómunarmyndina myndina sem var af tveimur
þunnveggja tilraunaglösum úr gleri sem í var
vatn og voru þau í öðru stærra tilraunaglasi
sem innihélt D20, en myndin sýndi þéttnimun-
inn milli vökvanna. Milli 1970 og 1980 var orðið
„nuclear" tekið út úr heitinu nuclear magnetic
resonance vegna þess hversu illa það hljómaði í
eyrurn fólks, og nafninu var breytt í magnetic
resonance imaging.
Notkun segulómunartækninnar í æxlisleit
var fyrst kynnt af Raymond Damadian, sem
1971 sýndi fram á mun á æxlisvef og heilbrigð-
um vef í rottu. Hann áleit að segulómunar-
tæknin gæti jafnvel átt heima inni á skurðstof-
um til að greina illkynja breytingar í líffærum
sem fjarlægð eru. Þessi upphafsvinna Laut-
eburs og Damadians leiddu til meiri efasemda
en áhuga hjá vísindamönnum í myndgreining-
artækni. Segulskinið var mjög veikt og miklar
truflanir voru í myndunum. Rannsóknirnar
tóku einnig mjög langan tíma, sem er óhentugt
í sjúkdómsgreiningu. Mönnum varð ljóst að ef
þróa átti segulómunartæknina, til notkunar í
myndgreiningu, þurfti sterkara segulsvið og
betri tæki.
Fyrsta myndin af dýri sem fékkst fram var
gerð í Aberdeen og var af mús. Líffæri músar-
innar voru sýnileg en dekksta svæðið á rnynd-
inni var bjúgur í kringum hálsbrot. Fyrsta
myndin af manni var sýnd 1977 og var gerð af
Damadian og samverkamönnum hans. Sneiðin
var í gegnum brjóstholið í hæð við brjóst-
hryggjarlið númer átta. Þó að þessar myndir
væru grófar, og ekki alltaf auðvelt að greina
það sem þær sýndu, var augljóst að hægt var að
framkvæma segulómunarrannsóknir á fólki og
þess virði að halda áfram þróun á þeirri braut.
Þessi þróun varð mjög hröð og á níunda ára-
tugnum er segulómun álitin kjörrannsókn á
sjúkdómum í miðtaugakerfi, í raun fáeinum
árum eftir að fyrsta rannsóknin sem gaf mynd
var framkvæmd.
Lokaorð
Hér hefur aðeins verið drepið á örfá brot úr
sögu myndgreiningarinnar. Mörgum áhuga-
verðum þáttum hefur verið sleppt til dæmis
hefur ekkert verið fjallað um ísótóparannsókn-
ir og margt er ónefnt í sambandi við þróun
rannsóknartækja og rannsókna á hinum ýmsu
líffærakerfum. Þegar litið er til baka í sögunni
þessi hundrað ár, þá hefur þróun rannsókn-
anna í raun verið mjög hröð frá því að rönt-
gengeislinn uppgötvaðist þangað til að nánast
enginn sjúklingur leggst inn á sjúkrahús án við-
komu á myndgreiningardeild.
HEIMILDIR
1. Eisenberg RL. Radiology, an illustrated history. St.
Louis, Missouri: Mosby-Year Book Inc, 1992.
2. Nitske WR. The life of Wilhelm Conrad Röntgen. Tuc-
son, Arizona: Univ. of Arizona Press, 1971.
3. Diagnostisk radiologi. Andersen T, Boijsen E. Brunner
S, Olsson O. Stockholm: Almquist och Weksell förlag
AB, 1983.
4. Radiology in Europe, a century in review. European
Congress of Radiology 1995. Vienna, Austria.