Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1995, Blaðsíða 63

Læknablaðið - 15.11.1995, Blaðsíða 63
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 817 kostnaðar læknismeðferðar fyrir hönd sjúklinganna er sú staða komin upp að þriðju aðil- arnir reyna að hafa áhrif á greiðslur vegna læknisverka og hvar og hvernig læknisverk eru unnin. Pessir aðilar bera ekki hag einstakra sjúklinga fyrir brjósti, þótt upphaflega hafi verið til sjúkratrygginga stofnað með það fyrir augum að skapa réttindi fyrir lítilmagnann og deila kostnaði vegna alvarlegra veikinda. Hugmyndin um notkun „hliðvarða“ (gatekeepers) byggir umfram allt á hagsmun- um þriðja aðila, ekki á hags- munum sjúklinga. Hliðvarða- hugmyndafræðin er hluti af svo kallaðri „managed care“ hug- myndafræði (stýrðum lækning- um), sem hefur náð fótfestu í Bandaríkjunum þrátt fyrir and- mæli forystumanna lækna, sið- fræðinga og lögfræðinga (4,5). Hugmyndin er umfram allt sú að takmarka möguleika sjúk- linga og takmarka sjálfstæði læknanna (6). Ástæður þess að slíkt kerfi hefur náð fótfestu í Bandaríkjunum eru fyrst og fremst hagsmunir tryggingafé- laganna og greiðenda trygg- ingaiðgjalda, það er atvinnu- rekenda. Nú er svo komið að stjórnendur og hluthafar þess- ara fyrirtækja, kaupsýslumenn- irnir, hagnast á starfi læknanna og á minnkuðum rétti sjúkling- anna (7,8). Hluti bandarískra frummeðferðarlækna (primary care physicians) hefur einnig með hliðvarðarhlutverki fengið yfirburðastöðu á kostnað ann- arra sérfræðinga og hagnast á því að spara rekstrarfélaginu út- gjöld, ýmist á beinan eða óbein- an hátt (9). Eg endurtek að í stýrðum lækningum eru læknar starfs- menn (undirmenn) í fyrirtækj- um sem selja greiðendum lækn- ishjálp. Það gefur auga leið að hagsmunir greiðendanna, sem oft eru jafnframt eigendur sjúkrastofnana, fara ekki ætíð saman við hagsmuni sjúkling- anna. Frummeðferðarlæknar sem starfa við stýrðar lækningar eru hliðverðir sjúkrastofnunar- innar; þeir eru starfsmenn tryggingafyrirtækja eða annarra greiðsluaðila sem reka þjón- ustufyrirtækin. Hlutverk hlið- varða er skýrt: Það er að tak- niarka greiðslur úr trygginga- sjóðum. Hliðvörðurinn er hagsmunagæslumaður fyrir tryggingasjóðinn/greiðsluaðila. En er slíkt hlutverk hliðvarða einstakt fyrir Bandaríkin? Sá sem þetta ritar er á þeirri skoð- un að enginn eðlismunur sé á hliðvarðarhlutverki lækna fyrir einka- eða ríkisreknar sjúkra- tryggingar. Það stafar af því að hagsmunir ríkisvaldsins og stjórnmálamanna geta rekist illa á hagsmuni sjúklinga því stjórnmálamenn og embættis- menn hafa tilhneigingu til þess að ráðskast með almannafé á þann hátt sem ekki þjónar endi- lega hagsmunum heildarinnar eins og dæmin sanna. Læknir sem tekur að sér hlutverk hlið- varðar lendir í óásættanlegum hagsmunaárekstri sem rýrir samband hans við sjúklinga þrátt fyrir góðan ásetning lækn- isins. Þar með er ekki sagt að læknum beri að sóa fé úr trygg- ingasjóðum heldur eingöngu að tryggingaaðilar verði að beita öðrum úrræðum en hliðvörðum til þess að ná fjárhagslegum markmiðum sínum. Reglugerð nr. 82/1995 um til- vísanaskyldu (10) byggði á þeirri hugmyndafræði, að heim- ilislæknar, sem flestir starfa á ríkisreknum stöðvum, skyldu fá hlutverk hliðvarða, sem sé að stýra ferli sjúklinga um heil- brigðiskerfið með peningaleg- um þvingunum. Ljóst var að þeir gætu persónulega haft fjár- hagslegan ábata af kerfinu í formi fleiri heimsókna. Þótt ráðuneyti heilbrigðismála hafi staðið fyrir reglugerðinni kom fram það álit einstakra heimilis- lækna, að sjúklingar ættu ekki að hafa óheftan aðgang að nein- um læknum (innan trygginga- kerfisins) nema að heimilis- læknum. Heimilislæknar ættu að hafa það hlutverk að sinna flestum nýjum vandamálum og stjórna því hvort trygginga- stofnunin myndi greiða fyrir læknishjálp annarra lækna. Því var haldið fram, að mikilvægt hlutverk heimilislækna væri að takmarka útgjöld ríkissjóðs með því að hindra ofnotkun sérfræðiþjónustu eða með öðr- um orðum að fækka samskipt- um við aðra lækna en þá sjálfa (11,12). í yfirlýsingu WONCA, alþjóðasamtaka heimilislækna, er umbjóðandahlutverk heimil- islækna skilgreint þannig að „heimilislæknirinn sé talsmaður sjúklingsins gagnvart heilbrigð- iskerfinu á hvaða stigi þjónustu sem er ... sem beri að taka fullt (leturbreyting mín) tillit til hag- kvæmnisjónarmiða ... en um- bjóðandahlutverkið taki einnig til samvinnu við stjórnvöld og aðra ráðamenn ...“ Síðar segir að “.... heimilislæknir gegni lykilhlutverki í nýtingu heil- brigðisþjónustunnar, sem sé takmörkunum háð“ (13). Þessi yfirlýsing er beinlínis ákall til stjórnvalda að fela heimilis- læknum stjórnsýslulegt vald; vald til þess að eyrnamerkja sér sjúklinga og ráða för þeirra til annarra lækna. En jafnframt felst meiriháttar hagsmuna- árekstur í þessu ákalli í tvennum skilningi: 1. Læknirinn hefur sjálfur ábata af því að sjúklingar gangi til hans. 2. Læknirinn leikur tveimur skjöldum gagnvart sjúklingnum sem skapar trúnaðarbrest. Ef læknir leikur tveimur skjöldum skapast ástand sem enginn læknir ætti að kæra sig um og á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.