Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1995, Blaðsíða 60

Læknablaðið - 15.11.1995, Blaðsíða 60
814 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Mótmæli vegna kjarasamnings Tryggingastofnunar ríkisins og Læknafélags Reykjavíkur frá 15. ágúst 1995 Frá Félagi ungra lækna Félagsfundur FUL, haldinn að Hlíðasmára 8, Kópavogi 19. september 1995, mótmælir harðlega nýgerðum samningi Tryggingastofnunar ríkisins og Læknafélags Reykjavíkur um sérfræðiþjónustu lækna, þar sem með honum er komið í veg fyrir eðlilega nýliðun sérfræði- lækna. Læknisþjónusta hérlendis hefur verið í fremstu röð og öll- um þegnum landsins verið tryggð besta læknisþjónusta, sem völ er á hverju sinni. Er óskiljanlegt hvers vegna nýlið- un er takmörkuð með þessum hætti, sérstaklega í ljósi þess að nýsamþykkt greiðsluþak til sér- fræðinga mun koma í veg fyrir aukinn kostnað ríkisins. Frá Félagi íslenskra lækna í Svíþjóð og Félagi íslenskra lækna í Noregi Félagsfundur í Félagi ís- lenskra lækna í Svíþjóð (FÍLÍS) 11. september 1995 og félags- fundur í Félapi íslenskra lækna í Noregi (FÍLIN) 17. september 1995 álykta eftirfarandi vegna nýgerðs kjarasamnings um sér- fræðihjálp milli TR og LR: 1. Við mótmælum harðlega ný- gerðum kjarasamningi sem skerðir verulega starfsmögu- leika nýrra sérfræðinga á Is- landi. 2. Óeðlilegt verður að teljast að sparnaður sem næst að hálfu TR með þessum samningi bitni nær eingöngu á nýjum sérfræðing- um. 3.1. gr. þar sem segir „Nýirsér- frœðingar geta því aðeins starfað samkvœmt samningi þessum að þeir hafi verið samþykktir afTR að fengnum meðmœlum sam- ráðsnefndar TR og LR“ verður að teljast óviðunandi. Eftir hverju ætla menn að fara þegar meta skal umsóknir nýrra sér- fræðinga? Óviðunandi er að í samráðsnefnd sitji sérfræðingar sem hafa persónulegra hags- muna að gæta í þessu tilviki og hafi fjárhagslegan hag af því að sem fæstir sérfræðingar fái samning við TR. Trygginga- stofnun hefur fjárhagslegra hagsmuna að gæta og getur ekki talist óháður aðili við mat á þörf á sérfræðiþjónustu. 4. íslenskir læknar hafa hlotið fjölbreytta menntun erlendis og tileinkað sér nýjungar sem þeir hafa flutt með sér heim. Hvergi er með samningi þessum tryggt að ný tækni og kunnátta haldi áfram að berast til landsins ef möguleikar þess að opna stofu eins og hingað til verður aðeins á fárra höndum. 5. Fagleg einangrun er óumflýj- anleg ef eðlileg nýliðun í sér- fræðingastétt verður stöðvuð. Frá læknanemum Aðalfundur Félags lækna- nema, haldinn 14. október 1995, samþykkti eftirfarandi ályktun einróma: Aðalfundur Félags lækna- nema 14. október 1995 mótmæl- ir harðlega breytingum á að- gengi nýrra sérfræðinga að samningi Tryggingastofnunar ríkisins (TR) og Læknafélags Reykjavíkur (LR), sem felast í nýgerðum samningi þessara að- ila frá 15. ágúst 1995. Þar segir í fyrstu grein breytingartillagna: „Samningurinn nær til þeirra sérfræðinga, sem starfað hafa samkvæmt honum fyrir undir- skriftardag samnings þessa. Ný- ir sérfræðingar geta því aðeins starfað samkvæmt samningi þessum að þeir hafi verið sam- þykktir af TR að fengnum með- mælum samráðsnefndar TR og LR.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.