Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1995, Blaðsíða 62

Læknablaðið - 15.11.1995, Blaðsíða 62
816 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Páll Torfí Önundarson Hver er staða læknisins í íslensku heilbrigðiskerfí? Fyrir hvern vinna Iæknar? Það er vel viðeigandi að fjall- að sé um stöðu læknisins á aðal- fundi Læknafélags íslands eftir þær erjur sem urðu á síðastliðn- um vetri vegna reglugerðar um tilvísanir. Að lokinni deilunni birti sá sem þetta erindi flytur hugleiðingar í Læknablaðinu (1) og er sá greinarstúfur væntan- lega tilefni þess að óskað var eftir framsögu rninni hér. í þessu erindi verður fjallað um eftirfarandi grundvallarspurn- ingar: Fyrir hvern vinna lækn- ar? Vinna þeir fyrir sjúkrahús- stjórnir? Vinna þeir fyrir heilsu- gæslustöðvar? Vinna þeir fyrir tryggingastofnunina? Vinna þeir fyrir ríkissjóð? Eða, vinna þeir fyrir sjúklingana? Fer það saman við læknisstörf að vinna samtímis fyrir alla eða einhverja þessara aðila? Er ríkisrekið heilbrigðis- kerfí á íslandi? Læknar tala stundum í hálf- kæringi sín á milli um að „þeir séu að vinna fyrir trygginga- Hugleiðing flutt á málþingi í tengslum við aðalfund Læknafélags fslands 30. september 1995. Fyrirspurnir og bréfa- skipti: Páll Torfi Önundarson. rann- sóknastofu í blóðmeinafræði. Land- spítalanum, 101 Reykjavík. stofnunina“ þegar þeir starfi á eigin stofum. Sú skoðun virðist vera algeng, að á Islandi sé rík- isrekið heilbrigðiskerfi eða í mesta lagi ríkisrekinn einka- rekstur í skjóli greiðsla frá Tryggingastofnunríkisins (2,3). Fáir virðast hins vegar hafa veitt eftirtekt gífurlega þýðingar- miklum úrskurði Samkeppnis- ráðs 1993 (2) þess efnis að lækn- ishjálp heyri undir samkeppnis- lög því störf lækna á eigin stofum séu sjálfstæð verktaka- starfsemi unnin fyrir sjúkling- inn. Samkeppnisráð hafnaði í úrskurði sínum þeirri skoðun heilbrigðisráðuneytisins, að „heilbrigðisþjónustan í landinu væri þjónusta sem opinberir að- ilar veita því allur kostnaður væri greiddur ýmist beint úr rík- issjóði eða af sjúkratryggingum almannatrygginga". Þess vegna liggur það nú fyrir að sumir læknar að minnsta kosti eru ennþá sjálfstæðir í starfi sínu. En er það mikilvægt að lækn- ar séu sjálfstæðir í starfi sínu? Stöðugt er veist að sjálfstæði stéttarinnar af embættismönn- um og af ákveðnum pólitískum öflum með það fyrir augum að gera lækna að launamönnum og hagsmunagæslumönnum ríkis- ins. Læknar hafa látið undan þessum þrýstingi hægt og bít- andi og virðast hafa gleymt að spyrja sig grundvallarspurninga eins og til dæmis: Hverjar eru skyldur okkar? Samrýmist það Eftirfarandi erindi Páls Torfa Önundarsonar og Maríu Sigurjónsdóttur voru flutt á málþingi LÍ um stööu læknisins, sem efnt var til 30. september síðastliöinn í tengslum við aðalfund félagsins. Aðrir framsögumenn á málþinginu voru Sigurður Líndal lagaprófessor og læknarnir Árni Björnsson og Guðmundur Sigurðsson. Erindi þeirra birtast í desemberhefti Læknablaðsins. skyldum okkar að starfa ósjálf- stætt? Missum við ekki heiður okkar og því ætti að treysta okk- ur fyrir lækningaleyfi ef við bregðumst skyldum okkar? Hliðvörður Því miður virðast íslenskir læknar og samtök þeirra hafa vanrækt að skoða stöðu sína á undanförnum árum á tímum sí- vaxandi kostnaðar af lækning- um. Það er ef til vill að hluta til skýring innanstéttarerja síðast- liðins vetrar. Lækningarbyggðu fyrr á tímum á sambandi tveggja aðila, sjúklings og læknis. Vegna þess að tryggingafélög eða aðrir þriðju greiðsluaðilar greiða nú á tímum stóran hluta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.