Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1995, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 15.11.1995, Blaðsíða 29
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 789 bestu sambærilegum deildum í öðrum löndum. Hann ferðaðist víða um Evrópu í kynningar- skyni, og ekki síst til Stokkhólms, þar sem hann naut enn ráðgjafar og fylgis Forssell vinar síns auk annarra röntgenfræðinga, þar á meðal B.F. Jáhrn verkfræðings, sem áður var nefnd- ur, og samstarfsmanna hans. Dr. Forssell gerði tillögur um útlínur og fyrirkomulag hinnar nýju röntgendeildar og er riss hans sýnt hér á mynd. Þessum tillögum var fylgt all nákvæmlega við endanlega hönnun og byggingu. Húsrýmið var geysimikið, ef borið er saman við Röntgenstofuna: Þarna var gert ráð fyrir tveimur rannsóknarstofum til greiningar, myndskoðunaraðstöðu, stórri stofu fyrir geislalækningatæki, bæði djúp- og yfirborðs- geislun, og loks sérstakri stofu fyrir ljósalækn- ingar eins og áður var getið. Röntgenbúnaður- inn, bæði til myndgreiningar og geislalækn- inga, var að mestu fenginn frá Svíþjóð. Til dæmis var geislalækningatækið fyrir hávolta- meðferð af nýrri gerð, „Scandic Intensive". Ekki er alVeg ljóst hvaða búnaður var settur í minni rannsóknarstofuna, en í hina stærri var búnaður frá Jahrn-Elema, annars vegar stjórn- borð og spennir, hins vegar vinnuborð, sem voru nýsmíði á áðurnefndum Forssell standi og Trochoscope. Mikill hluti þessara tækja var í notkun langt fram á fimmta áratuginn, þó er vitað að um 1940 var sett upp nýtt rannsóknar- tæki frá General Electric og skömmu síðar annað, að því er virðist frá sama framleiðanda. Þessi tæki reyndust að sögn fremur illa, og nýr búnaður frá Elema var keyptur og settur upp um 1950. Dr. Gunnlaugur Claessen var fremur heilsu- veill af astma síðustu æviár sín og lést úr lungnabólgu 31. júlí 1948. Hann varði starfs- orku sinni og mikilli málafylgju í að gera veg sérgreinar sinnar sem mestan og tókst vel upp. Arið 1928 varði hann doktorsritgerð sína, The Roentgen Diagnosis of Ecchinococcus Tu- mours, við Karolinska Institutet í Stokkhólmi. Hann var, auk röntgenlæknisstarfa sinna, virk- ur fræðari og rithöfundur og á þeim árum er hann sat í bæjarstjórn Reykjavíkur átti hann frumkvæði að mörgum framförum, einkum á sviði heilbrigðismála. Hann hóf kennslu og fyrirlestra í röntgen- fræðum nokkrum vikum eftir að hin nýja rönt- gendeild Landspítalans tók til starfa. Nokkrir fyrirlestra hans, handskrifaðir og mjög vel und- irbúnir, hafa varðveist í gögnum röntgendeild- ar Landspítalans og bera vandvirkni hans og áhuga gott vitni. Annar samskonar vitnisburð- ur er kennslubók Claessen, sem virt var og notuð um öll Norðurlönd og víðar, Röntgen- diagnostik, fyrst birt á dönsku 1940 og síðan í enskri útgáfu 1945. Þegar 75 ár voru liðin frá stofnun fyrstu rönt- genstofunnar ritaði Ólafur Sigurðsson læknir í Morgunblaðið (31.12.1988) merka og yfirgrips- mikla grein um Gunnlaug Claessen og æviferil hans. Ólafur segir þar: „Dr. Gunnlaugur Claessen var alla tíð trúr hlutverki sínu. Hann byggði röntgenfræði hér upp frá grunni með þeim brag, að eftirtekt vakti á erlendum vettvangi. Þegar hann hneig í valinn var röntgendeild Landspítalans fyllilega sambærileg bestu röntgenstofnunum erlendis. Fjölþætt þekking hans, skipulag og málafylgja höfðu komið þar að góðum notum. En í raun voru röntgenstörf hans liður í stærri baráttu fyrir eflingu á heilbrigði í landinu, þeim grunni, sem heilsan er fyrir líf og líðan hvers og eins og allra. Það var markmið hans, ástundun og ævistarf að stuðla að velfarnaði almennings með bættum lifnaðarháttum og bættri meðferð á sjúkdómum í þjóðfélaginu. Því ætlunarverki helgaði hann sína miklu starfskrafta og hæfi- leika, gekk heils hugar og óskiptur upp í því og fékk þar miklu áorkað og þokað áleiðis miðað við tíma sinn og aðstæður.'1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.