Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1995, Blaðsíða 48

Læknablaðið - 15.11.1995, Blaðsíða 48
804 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Myndgreining og framtíðin Pétur H. Hannesson Hannesson PH Medical imaging and thc future Læknablaðið 1995; 81: 804-7 This article addresses the topic of medical imaging and the future, the effect of organisation and new technology. Examples of new and future technology such as computed radiology, three dimensional imaging, new intervention techniques and mixture of imaging modalities are discussed. Inngangur Að spá í framtíð læknisfræðinnar er jafn erf- itt og að spá í framtíðina að öðru leyti. Rétt eins og menn 18. aldar voru óafvitandi um rafsegulbylgjur og notagildi þeirra er ómögu- legt að gera sér grein fyrir hvaða orkusvið eru okkur hulin og ef slík eru til hvort þau nýtist í þágu læknisfræðinnar. Hver veit nema að í framtíðinni verði sjúkdómar greindir með of- urnæmum segulsviðsskynjurum sem skynji ár- ur mannanna og skjóti þannig sjáendum ref fyrir rass. í raun eru þegar til slík tæki er skynja væg segulsvið í greiningarskyni. Þessi tæki má kalla segulsjár en þau eru fyrst og fremst ætluð til að mæla segulsvið í heila og leiðslukerfi hjarta (mynd 1) (1). Önnur framtíðarsýn er að röntgenlæknar verði óþarfir vegna tölvutækn- innar þar sem mynsturgreinandi tölvur lesi úr myndum og gefi upp öryggi greiningar með staðalfrávikum. Það er þó jafn líklegt og að lipur hönd skurðlæknisins eða nærvera læknis við sjúkrabeðinn víki fyrir vélmenni. Framtíð myndgreiningar fer aðallega eftir tvennu; hvernig skipulagi greinarinnar verður Frá röntgen- og myndgreiningardeild Landspítalans, 101 Reykjavík. háttað og tæknilegum framförum innan henn- ar. Ef við víkjum fyrst að fyrri þættinum má sjá fyrir meiri þörf á sérhæfingu en nú er. Þetta helst í hendur við aukna sérhæfingu innan læknisfræðinnar almennt en einnig nýjar myndgreiningaraðferðir sem gera starf mynd- greingarlæknisins erfiðara og flóknara jafn- framt því sem þær gera sjúkdómsgreiningu ör- uggari og sértækari. Sérhæfing myndgreining- arlækna er nauðsynleg því þannig geta þeir betur starfað með öðrum læknum innan stöð- ugt þrengri sérsviða. Þótt læknar verði að við- halda breiðri kunnáttu er sá tími liðinn að þeir geti haft tök á öllum þeim viðfangsefnum sem bjóðast á nútíma myndgreiningardeild. Til að þessari sérhæfingu verði við komið er óhjá- kvæmilegt að myndgreiningardeildir verði stórar og þar með færri en ella. Á litlum deild- um eru rannsóknir sem falla undir hvert sér- svið of fáar til að læknar geti viðhaldið sér- kunnáttu sinni og læknarnir of fáir til að þeir geti helgað sig afmörkuðu sviði. Fáar greinar læknisfræðinnar mótast jafn- mikið af tækninýjungum og myndgreining. Það niá reyna að sjá fyrir sér hvaða aðferðir verða í notkun og hvernig umverfið á dæmigerðri röntgendeild muni líta út í framtíðinni með því að skoða tækninýjungar á þingum eða hlera hvaða rannsóknir fara fram á stórum háskóla- stofnunum. Þar sem tækninni í myndgreiningu fleygir hratt fram úreldist tækjabúnaður fljótt. Tækin eru í auknum mæli byggð á tölvutækn- inni en á undanförnum árum hafa tölvur tvö- faldast að afli en helmingast að verði á hverju árs eða tveggja ára tímabili. Því er nauðsynlegt að nýta tækin vel og afskrifa þau á tiltölulega skömmum tíma. Óhagkvæmt er að fjárfesta í dýrum tækjum og ætla að nota þau sparlega og lengi, því fyrr en varir eru þau orðin úrelt og standast ekki kröfur tímans. Þetta er einnig ástæða fyrir samþjöppun myndgreiningar á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.