Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1995, Blaðsíða 40

Læknablaðið - 15.11.1995, Blaðsíða 40
800 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Mynd 2a) og 2b). Tölvusneiðmynd í febrúar 1984. Greinileg Mynd 3a) og 3b). Segulómun í desember 1993. Greinileg beineyðing hœgra megin í höfuðkúpubotni. fyrirferð í höfuðkúpubotni sem þrýstir á heilastofn. un var mun ófullkomnara en þau sem síðar komu. Við endurskoðun má ætla að meinsemd hafi verið byrjuð á þessum tíma. I ársbyrjun 1984 fór sjúklingurinn að fá ógleði og uppköst ásamt lömun á sjöttu heila- taug (n.abducens). Tölvusneiðmyndaskoðun í febrúar 1984 (mynd 2) leiddi í ljós allstóra bein- eyðingu hægra megin í höfuðkúpubotni, sem náði inn í gólf tyrkjasöðuls (sella turcica). Mjúkpartafyrirferð bungaði inn í fleygbeins- holuna (sinus sphenoidalis) og niður í nefkok- ið. Heilaæðarannsókn hægra megin var túlkuð á þann veg að um æðaríkan æxlisvef væri að ræða. Sjúklingi voru gefin steralyf sem drógu verulega úr einkennum. Þrívegis (í febrúar, mars og nóvember) á árinu 1984 voru tekin sýni í gegnum nefkok án þess að sjúkdómsgreining fengist staðfest. Heilaæðarannsókn var gerð hægra megin í ágúst 1986 og var hún talin sýna eðlilegt ástand. í ársbyrjun 1988 versnaði höfuðverkur viðkom- andi og einnig fór hann að fá smánefblæðingar. Tölvusneiðmyndaskoðun í febrúar 1988 sýndi aukna beineyðingu í höfuðkúpubotni. Heila- æðarannsókn sem gerð var báðum megin í apr- íl 1988 var eðlileg. í apríl 1988 var framkvæmd aðgerð gegnum fleygbeinsholuna og kom í ljós stórt æxli úr bandvef með mörgum holrúmum sem inni- héldu mismunandi gamalt blóð. Æxlið var numið brott svo sem kostur var. Heilahimnan (dura mater) sem var ósködduð var opnuð við aðgerðina og staðfest að heiladingullinn væri eðlilegur. Meinafræðingar töldu fyrst í stað að hér væri um hvernuæðaæxli (cavernous hem- angioma) að ræða en staðfestu síðar að sjúk- dómsgreining væri óviss. Eftir aðgerðina gekk allt vel í fyrstu en í ágúst sótti í sama far. Tölvusneiðmyndarannsókn í ágúst 1988 sýndi endurvöxt á aðgerðarsvæði. Önnur skurðað- gerð var framkvæmd í október og æxlið numið brott eins og áður. Vefjasýni voru nú send til þriggja stofnana erlendis, í Washington DC, Gautaborg og Ed- inborg. Niðurstaða sýndi æðaríkan bandvef og talið var að þessar vefjabreytingar gætu hafa komið eftir áverka. Næstu fimm ár hélst ástand sjúklings að mestu óbreytt.Tölvusneiðmynda-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.