Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1995, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 15.11.1995, Blaðsíða 26
788 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 efnisins, en afhenti Claessen það til lækninga- nota. Síðar varð radíumið hluti þeirra gagna og gæða er féllu Landspítalanum í skaut við opn- un hans 1930. Enda þótt orkugjafi rafalsins í Pósthússtræti 7 væri mun virkari og öruggari en gufuketillinn í Völundi, var afkastagetan takmörkuð og ekki alltaf hægt að ná þeirri orku sem til þurfti. Það var því allri starfseminni mikil lyftistöng, er nýja Elliðaárstöðin var tekin í gagnið árið 1921. Með þessari nýju orkulind urðu talsverð þáttaskil, meðal annars varð mögulegt fyrir Claessen að hefja ljósalækningar, bæði með kvarts- og kolbogaljósum, sem á þeim tíma var álitin mjög ntikilvæg í meðferð ýmissa sjúk- dóma þar með talinna berkla. Gagnsemi ljósa- lækninga er nú talin nokkuð vafasöm, en rétt er að hafa í huga þær hörntulegu aðstæður sem ríktu á þessum áratugum vegna berklafarald- urs og leiddu til þess að allar hugsanlegar lækn- ingaaðferðir til líknar eða bata voru reyndar til hlítar. Claessen trúði mjög á ljósalækningarn- ar, sem meðal annars má sjá af því, hve mikið rými þeim var ætlað er ný röntgendeild á Landspítalanum var undirbúin, en ljósalækn- ingar voru stundaðar þar fram unt 1950. Röntgendeild á Landspítalanum 1930 Umsvif Röntgenstofunnar jukust ár frá ári á þeint rúma áratug, sem leið frá stofnun hennar þar til Landspítalinn reis og röntgendeild tók til starfa þar, fyrst deilda í desember 1930. Umræður um byggingu Landspítala höfðu staðið áratugum saman, og var haldið vakandi af eldhugum í læknastétt, en ákvarðanir og efndir þar að lútandi urðu lengi vel engar. Þess má geta, að Gunnlaugur Claessen var nteðal þeirra sem framarlega stóðu í baráttunni fyrir Landspítala og má telja, að hann hafi átt veru- legan þátt í að endurvekja umræðuna og þrýst- inginn með grein er hann skrifaði í Læknablað- ið 1916. Enn vantaði þó lokaátakið, en það kom er kvenfélagasambönd landsins tóku höndum saman með allsherjar fjársöfnun um 1925, sem aftur leiddi til þess að Alþingi tók loks ákvörðun um bygginguna. Það kemur ekki á óvart, að Claessen var meðal þeirra er sæti tóku í bygginganefnd, og nú opnuðust honum tækifæri til að hanna og koma upp nýrri, nútímalegri röntgendeild frá grunni. í þeim undirbúningi kappkostaði hann sem endranær, að til deildarinnar fengist besti bún- aður síns tíma og hún skyldi standa jafnfætis filPiTOfA HWKMH. hlAFl lcKhhhRHihf F/iTAKA. e/fiir. rwn. 3 ( RÓHT/iClfSMOÞUN \ci.dhvo. ft. YJtLHK Röntgendeild Landspítalans. Þessari yfirlitsmynd Gösta Forssell frá 1925 var fylgt að mestu við hönnun og innréttingu deildarinnar 1930.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.