Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1995, Blaðsíða 50

Læknablaðið - 15.11.1995, Blaðsíða 50
806 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 skjá og er líklegt að röntgenfilman hverfi al- gjörlega eða að mestu úr starfseminni. Mögu- legt er að meðhöndla myndir á skjánum til að draga fram sérstaka þætti í viðfangsefninu. Til dæmis er hægt að vinna sérstaklega með mis- munandi vefjagerðir, þunnar eða þéttar, og bæta greiningu fíngerðra vefja með aukinni kantskerpu, en það hefur verið kallað að brýna myndirnar (7). Öll geymsla myndefnis, sem nú er töluvert vandamál vegna fyrirferðar, verður einföld og handhæg. Þegar myndir eru geymd- ar á tölvutæku formi má á svipstundu kalla fram rannsóknir á skjá til sýningar, saman- burðar eða frekari úrvinnslu. Þó svo að nú þegar séu til dæmis segulómanir og tölvusneið- myndir stafrænar rannsóknir er þetta aðeins raunhæfur kostur sem heildarlausn á meðferð og geymslu rannsókna ef nær allar rannsóknir á viðkomandi deild eru á stafrænu formi. Tæknin gerir kleift að senda myndir á örskots- stundu hvort heldur innan stofnunar, milli landshluta eða landa. Stjórnun og túlkun rann- sókna gæti þannig verið í höndum læknis sem staddur er víðs fjarri rannsóknarstað, svo fremi að hann þurfi ekki að hafa sjálfur hönd í bagga. Líklega verður einnig algengt að umbeiðendur rannsókna fái myndir og umsagnir um þær sendar beint á skjá á lækningastofu eða sjúkra- deild. Þetta gæti að einhverju leyti átt eftir að koma í stað röntgenfunda og er hættan hér sem annarstaðar að tölvutæknin dragi frekar úr en auki samskipti manna á meðal. Án efa á eftir að sjá við þessu með tvíhliða samskiptakerfi þar sem upplýsingar og fyrirspurnir ganga báð- ar leiðir. Blöndun myndgerða Enn ein nýjung sem þegar hafa verið gerðar tilraunir með er blöndun rannsóknaraðferða í eina myndgerð (8). Hver myndgerð hefur sína ákveðnu eiginleika sem kemur fram í útliti myndarinnar. Til dæmis er segulómun fremur léleg aðferð til að meta þétt bein, þar sem það gefur lítið merki (er svart) samanborið við tölvusneiðmynd þar sem bein sést vel (er hvítt). Tölvugerður samruni fleiri myndgerða gæti gefið mynd sem er gerólík upprunalegu aðferðunum. Hér mætti til dæmis blanda sam- an tölvusneiðmyndum, segulómun og háþróaðri ísótópamyndgerð (mynd 4). Slík myndblöndun gæti gefið læknum nýja innsýn í vandamál sjúklings og leitt til skjótari greining- ar. Mynd 3. Segulómunarmynd sýnir virkni í heilaberki við hreyfingu. (Siemens AG, Med Eng Group) Mynd 4. Blönduð myndgerð segulómunar og jáeindar útgeisl- unar sneiðmyndar (PET) í þrívidd (8). Þrívíddarmyndgerð Þrívíddarmyndgerð er nú þegar staðalbún- aður á dýrari tölvusneiðmyndatækjum og seg- ulómunartækjum (9) (myndir 5,6). Vinnsla þrívíddarmynda krefst öflugs tölvubúnaðar og að auki er tæknin tímafrek. Hver veit þó nema skoðendur rannsókna í framtíðinni svífi um í sýndarveruleika (verulíki) og geti ekki aðeins sveiflað sér í kringum líffæri heldur stungið sér inn í hollíffæri og skoðað þau innanfrá. Hér væri því hægt að fá nákvæmt mat á ósæðargúl fyrir ísetningu „ræsis“ (stent) eða skoða mag- ann eða berkjur innanfrá í leit að æxlum. Þró- un þrívíddarmynda í ómun er skemmra á veg komin en þó er tæknin þegar notuð við mat á æðaþrengslum við innanæðaómanir þar sem um það bil 1 mm sverir ómkannar eru þræddir inn í kransæðar (10,11). Innanæðaómun gefur svo nákvæma mynd að unnt er að mæla breyt- ingar sem eru vel undir 1 mm að stærð (12) (mynd 7).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.