Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.11.1995, Page 54

Læknablaðið - 15.11.1995, Page 54
810 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Umræða og fréttir Aðalfundur Læknafélags íslands Aðalfundur félagsins var haldinn 29.- 30. september síð- astliðinn. Ingibjörg Pálmadóttir heil- brigðis- og tryggingamálaráð- herra ávarpaði fundinn og skýrði frá helstu málum sem eru á döfinni hjá ráðuneytinu. Ályktanir fundarins eru birtar hér með. Ludvig Á. Guð- mundsson og Páll Torfi Önund- arson gengu úr stjórn og í þeirra stað voru kjörnir Sigurbjörn Sveinsson og Finnbogi Jakobs- son. Á aðalfundinum var Ólafur Sigurðsson fyrrverandi yfir- læknir á Akureyri kjörinn heið- ursfélagi Læknafélags íslands. Verður þess nánar getið í næsta blaði. Seinni fundardaginn var haldið málþing um stöðu lækn- isins og var það sérstaklega aug- lýst. Framsöguerindi birtast í þessu og næsta tölublaði Læknablaðsins. PÞ Ályktanir aðalfundar Aðalfundur Læknafélags ís- lands haldinn dagana 29. og 30. september 1995 að Hlíðasmára 8 í Kópavogi skorar á Heilbrigð- is- og tryggingamálaráðherra að forgangsraða framkvæmdum og verkefnum í heilbrigðiskerfinu með markvissari hætti en verið hefur fram til þessa. Jafnframt kanni heilbrigðisyfirvöld ræki- lega hvaða rekstur sé hagkvæm- astur í læknis- og annarri heil- brigðisþjónustu, skilgreini starfssvið heilbrigðisstofnana og geri nauðsynlegar skipulags- breytingar með tilliti til þessa. Nauðsynlegt er að ná breiðri samstöðu í þjóðfélaginu um það hversu miklu fjármagni skuli varið til heilbrigðismála og þá jafnframt hvernig þessu fjár- magni skuli dreift til fram- kvæmda og verkefna. Aðal- fundurinn áréttar ábyrgð allra stjórnmálamanna í þessu efni og skorar á þá að sýna það þor sem þarf til raunhæfra ákvarðana. Læknafélag íslands lýsir sig reiðubúið til samstarfs við stjórnvöld urn þessi atriði. II Aðalfundur Læknafélags ís- lands haldinn dagana 29. og 30. september 1995 að Hlíðasmára 8 í Kópavogi felur stjórn LI að taka til urnræðu innan lækna- samtakanna forgangsröðun heilbrigðismála og taka þátt í mótun stefnu í þessum málum ásamt þeim öðrum aðilum, sem um málið fjalla. m Aðalfundur Læknafélags ís- lands haldinn dagana 29. og 30. september 1995 að Hlíðasmára 8 í Kópavogi leggur til við stjórnir LÍ og LR að Námssjóð- ur lækna verði áfram til. Stjórn- ir félaganna skipi starfshóp til að gera tillögur um breytingar á reglugerð og tilgangi sjóðsins til samræmis við breyttar aðstæður lækna, enda verði megin mark- miðum sjóðsins haldið. IV Aðalfundur Læknafélags Is- lands haldinn dagana 29. og 30. september 1995 að Hlíðasmára 8 í Kópavogi skorar á heilbrigð- isráðherra að útbúa reglugerð um ferðakostnað sjúklinga inn- anlands vegna síendurtekinna vandamála við túlkun á núver- andi reglugerð og ósamræmis milli sjúkdóma. Taka þarf mið af því í reglugerðinni að sjúk-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.