Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1995, Síða 54

Læknablaðið - 15.11.1995, Síða 54
810 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Umræða og fréttir Aðalfundur Læknafélags íslands Aðalfundur félagsins var haldinn 29.- 30. september síð- astliðinn. Ingibjörg Pálmadóttir heil- brigðis- og tryggingamálaráð- herra ávarpaði fundinn og skýrði frá helstu málum sem eru á döfinni hjá ráðuneytinu. Ályktanir fundarins eru birtar hér með. Ludvig Á. Guð- mundsson og Páll Torfi Önund- arson gengu úr stjórn og í þeirra stað voru kjörnir Sigurbjörn Sveinsson og Finnbogi Jakobs- son. Á aðalfundinum var Ólafur Sigurðsson fyrrverandi yfir- læknir á Akureyri kjörinn heið- ursfélagi Læknafélags íslands. Verður þess nánar getið í næsta blaði. Seinni fundardaginn var haldið málþing um stöðu lækn- isins og var það sérstaklega aug- lýst. Framsöguerindi birtast í þessu og næsta tölublaði Læknablaðsins. PÞ Ályktanir aðalfundar Aðalfundur Læknafélags ís- lands haldinn dagana 29. og 30. september 1995 að Hlíðasmára 8 í Kópavogi skorar á Heilbrigð- is- og tryggingamálaráðherra að forgangsraða framkvæmdum og verkefnum í heilbrigðiskerfinu með markvissari hætti en verið hefur fram til þessa. Jafnframt kanni heilbrigðisyfirvöld ræki- lega hvaða rekstur sé hagkvæm- astur í læknis- og annarri heil- brigðisþjónustu, skilgreini starfssvið heilbrigðisstofnana og geri nauðsynlegar skipulags- breytingar með tilliti til þessa. Nauðsynlegt er að ná breiðri samstöðu í þjóðfélaginu um það hversu miklu fjármagni skuli varið til heilbrigðismála og þá jafnframt hvernig þessu fjár- magni skuli dreift til fram- kvæmda og verkefna. Aðal- fundurinn áréttar ábyrgð allra stjórnmálamanna í þessu efni og skorar á þá að sýna það þor sem þarf til raunhæfra ákvarðana. Læknafélag íslands lýsir sig reiðubúið til samstarfs við stjórnvöld urn þessi atriði. II Aðalfundur Læknafélags ís- lands haldinn dagana 29. og 30. september 1995 að Hlíðasmára 8 í Kópavogi felur stjórn LI að taka til urnræðu innan lækna- samtakanna forgangsröðun heilbrigðismála og taka þátt í mótun stefnu í þessum málum ásamt þeim öðrum aðilum, sem um málið fjalla. m Aðalfundur Læknafélags ís- lands haldinn dagana 29. og 30. september 1995 að Hlíðasmára 8 í Kópavogi leggur til við stjórnir LÍ og LR að Námssjóð- ur lækna verði áfram til. Stjórn- ir félaganna skipi starfshóp til að gera tillögur um breytingar á reglugerð og tilgangi sjóðsins til samræmis við breyttar aðstæður lækna, enda verði megin mark- miðum sjóðsins haldið. IV Aðalfundur Læknafélags Is- lands haldinn dagana 29. og 30. september 1995 að Hlíðasmára 8 í Kópavogi skorar á heilbrigð- isráðherra að útbúa reglugerð um ferðakostnað sjúklinga inn- anlands vegna síendurtekinna vandamála við túlkun á núver- andi reglugerð og ósamræmis milli sjúkdóma. Taka þarf mið af því í reglugerðinni að sjúk-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.