Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1995, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 15.11.1995, Blaðsíða 22
784 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Gunnlaugur Claessen (1881-1948). við hér á landi á fyrsta áratugi aldarinnar og um leið baksvið þeirra þáttaskila á sviði læknis- fræðinnar sem tilkoma röntgenfræðanna hafði í för með sér, en þau má vissulega tengja við ævistarf eins manns. Gunnlaugur Claessen Gunnlaugur Claessen fæddist á Sauðárkróki 3. desember 1881. Foreldrar hans voru Valgard Claessen kaupmaður og kona hans Kristín Eggertsdóttir Briem, sýslumanns Skagfirð- inga. Um aldamótin fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur þar sem Valgard tók við starfi landsféhirðis. Gunnlaugur útskrifaðist stúdent frá Lærða- skólanum í Reykjavík 1901 og sigldi sama haust til Kaupmannahafnar til náms í læknisfræði. Eins og allt of algengt var á þeim árum sýktist hann af lungnaberklum og tafðist þannig nokk- uð frá námi, en útskrifaðist frá læknadeild Kaupmannahafnarháskóla 1910. Áratugirnir kringum aldamótin voru miklir umbrota- og umbótatímar í dönsku menning- ar- og félagslífi. Margvísleg viðleitni til að renna stoðum undir alþýðumenntun, fræðslu í félags- og heilbrigðismálum, auk breyttra áherslna í verslun og samgöngum verkuðu sem hvatar á allt menningarlíf landsins. Þegar litið er til ævistarfs Gunnnlaugs Claes- sen getur engum blandast hugur um, að náms- ár hans í Danmörku hafi haft varanleg áhrif á allan hans feril. Að loknu læknisprófi hóf Claessen þegar nám og störf í þeirri grein, sem átti eftir að verða aðalævistarf hans, geislalækningum. Eins og fyrr getur var um það leyti búið að koma upp geislalækninga- og greiningarbúnaði í Kaupmannahöfn. Talsverðar endurbætur og nýjungar höfðu vitanlega orðið á þeim áratugi sem liðinn var frá uppgötvun Röntgen, en Cla- essen hóf nám sitt það snemma, að kennarar hans og handleiðarar voru frumherjarnir sem höfðu unnið að geislalækningunum frá byrjun. Claessen hóf fyrst störf hjá dr. J.F. Fischer í Kaupmannahöfn og var í námsstöðu hjá hon- um og á Rigshospitalet frá 1910 til 1913. Á síðari hluta þess tímabils ferðaðist hann nokkuð um til að kynnast fleiri deildum. Hann dvaldi um sinn á Serafimer sjúkrahúsinu í Stokkhólmi, þar sem honum gafst tækifæri til að nema og vinna. Sú dvöl olli á vissan hátt þáttaskilum en þar kynntist hann dr. Gösta Forssell, sem þá þegar og um áratuga skeið var helsti frömuður geislalækninga, einkum geislagreininga, ekki aðeins í Svíþjóð heldur mun víðar. Kunnings- skapur þeirra varð að ævilangri og sannri vin- áttu, og þegar skoðuð eru bréf og önnur gögn er varðveist hafa á Landspítalanum er ljóst, að Forssell var Claessen hollur ráðgjafi og haukur í horni meðan báðir lifðu. Vinátta þeirra og samstarf leiddi meðal annars af sér þýðingar- mikil og löng samskipti Gunnlaugs Claessen við sænskan röntgen- og raftækjaiðnað sem stóð með mestum blóma á þriðja, fjórða og fimmta áratugnum. Af samskiptum þeirra leiddi einnig hin bjargfasta skoðun og trú hans á mikilvægi geislalæknisfræðinnar sem læknis- fræðilegri og akademískri sérgrein. Á framhaldsnámsárum sínum í Kaupmanna- höfn var Gunnlaugur Claessen í sambandi við frammámenn innan læknadeildar hins nýstofn- aða Háskóla íslands einkum með það fyrir augum að vekja áhuga og skilning á möguleik- um og framtíð hinnar nýju greiningaraðferðar. Honum tókst það vel upp í þessu trúboðsstarfi sínu að háskólinn beitti sér fyrir fjárveitingu til kaupa á tækjabúnaði til geislalækninga og stofnsetningar slíkrar stofu. Markmiðið var að komið væri á fót geisla- lækningastofnun undir stjórn háskólans, en forstöðumaður stofnunarinnar skyldi gegna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.