Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.1995, Side 22

Læknablaðið - 15.11.1995, Side 22
784 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 Gunnlaugur Claessen (1881-1948). við hér á landi á fyrsta áratugi aldarinnar og um leið baksvið þeirra þáttaskila á sviði læknis- fræðinnar sem tilkoma röntgenfræðanna hafði í för með sér, en þau má vissulega tengja við ævistarf eins manns. Gunnlaugur Claessen Gunnlaugur Claessen fæddist á Sauðárkróki 3. desember 1881. Foreldrar hans voru Valgard Claessen kaupmaður og kona hans Kristín Eggertsdóttir Briem, sýslumanns Skagfirð- inga. Um aldamótin fluttist fjölskyldan til Reykjavíkur þar sem Valgard tók við starfi landsféhirðis. Gunnlaugur útskrifaðist stúdent frá Lærða- skólanum í Reykjavík 1901 og sigldi sama haust til Kaupmannahafnar til náms í læknisfræði. Eins og allt of algengt var á þeim árum sýktist hann af lungnaberklum og tafðist þannig nokk- uð frá námi, en útskrifaðist frá læknadeild Kaupmannahafnarháskóla 1910. Áratugirnir kringum aldamótin voru miklir umbrota- og umbótatímar í dönsku menning- ar- og félagslífi. Margvísleg viðleitni til að renna stoðum undir alþýðumenntun, fræðslu í félags- og heilbrigðismálum, auk breyttra áherslna í verslun og samgöngum verkuðu sem hvatar á allt menningarlíf landsins. Þegar litið er til ævistarfs Gunnnlaugs Claes- sen getur engum blandast hugur um, að náms- ár hans í Danmörku hafi haft varanleg áhrif á allan hans feril. Að loknu læknisprófi hóf Claessen þegar nám og störf í þeirri grein, sem átti eftir að verða aðalævistarf hans, geislalækningum. Eins og fyrr getur var um það leyti búið að koma upp geislalækninga- og greiningarbúnaði í Kaupmannahöfn. Talsverðar endurbætur og nýjungar höfðu vitanlega orðið á þeim áratugi sem liðinn var frá uppgötvun Röntgen, en Cla- essen hóf nám sitt það snemma, að kennarar hans og handleiðarar voru frumherjarnir sem höfðu unnið að geislalækningunum frá byrjun. Claessen hóf fyrst störf hjá dr. J.F. Fischer í Kaupmannahöfn og var í námsstöðu hjá hon- um og á Rigshospitalet frá 1910 til 1913. Á síðari hluta þess tímabils ferðaðist hann nokkuð um til að kynnast fleiri deildum. Hann dvaldi um sinn á Serafimer sjúkrahúsinu í Stokkhólmi, þar sem honum gafst tækifæri til að nema og vinna. Sú dvöl olli á vissan hátt þáttaskilum en þar kynntist hann dr. Gösta Forssell, sem þá þegar og um áratuga skeið var helsti frömuður geislalækninga, einkum geislagreininga, ekki aðeins í Svíþjóð heldur mun víðar. Kunnings- skapur þeirra varð að ævilangri og sannri vin- áttu, og þegar skoðuð eru bréf og önnur gögn er varðveist hafa á Landspítalanum er ljóst, að Forssell var Claessen hollur ráðgjafi og haukur í horni meðan báðir lifðu. Vinátta þeirra og samstarf leiddi meðal annars af sér þýðingar- mikil og löng samskipti Gunnlaugs Claessen við sænskan röntgen- og raftækjaiðnað sem stóð með mestum blóma á þriðja, fjórða og fimmta áratugnum. Af samskiptum þeirra leiddi einnig hin bjargfasta skoðun og trú hans á mikilvægi geislalæknisfræðinnar sem læknis- fræðilegri og akademískri sérgrein. Á framhaldsnámsárum sínum í Kaupmanna- höfn var Gunnlaugur Claessen í sambandi við frammámenn innan læknadeildar hins nýstofn- aða Háskóla íslands einkum með það fyrir augum að vekja áhuga og skilning á möguleik- um og framtíð hinnar nýju greiningaraðferðar. Honum tókst það vel upp í þessu trúboðsstarfi sínu að háskólinn beitti sér fyrir fjárveitingu til kaupa á tækjabúnaði til geislalækninga og stofnsetningar slíkrar stofu. Markmiðið var að komið væri á fót geisla- lækningastofnun undir stjórn háskólans, en forstöðumaður stofnunarinnar skyldi gegna

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.