Læknablaðið - 15.11.1995, Blaðsíða 14
778
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81
Stúlkan fékk alvarlegan húðbruna á stórt svæði
á bakinu upp úr þessu, og læknaðist hann seint.
Freund var að vonum brugðið við þessu miklu
áhrif geislunarinnar á litlu stúlkuna. Vildi hann
að menn væru varkárari með geislana, sem
þýddi meðferð í fleiri skipti en með minni
geislaskammti.
Rannsóknir á meltingarvegi
Fljótlega eftir uppgötvun Röntgens og með
tilkomu skyggniskjásins fóru menn að reyna að
rannsaka meltingarveginn. Tækninni var veru-
lega ábótavant og meltingarfærarannsóknirnar
voru erfiðar, hættulegar fyrir rannsakandann
vegna geislunar og sjúklingarnir voru oft veru-
lega mótfallnir ýmsum uppátækjum misfrum-
legra röntgenlækna. E. Lineman í Hamburg sá
í fyrsta skipti magann með því að setja niður
málmvír í gegnum magaslöngu, sem lagðist
meðfram langhlið magans, en síðan var settur
peningur á nafla sjúklings til að meta staðsetn-
ingu magans, því á þessum tíma var mikilvægt
að greina „gastroptosis“ eða of lágstæðan
maga þó umdeilt væri hvort álíta ætti það sjúk-
legt. Menn reyndu áð þenja út poka úr gúmmíi
með blýkenndu efni, en pokarnir voru settir
niður í maga með hjálp magaslöngu. Þannig
var hægt að sjá allan magann. Efninu varð
síðan að dæla upp úr sjúklingunum aftur.
Mönnum urðu síðan ljós ætandi áhrif efnisins á
pokann og leituðu annarra leiða til að gera
meltingarveginn sýnilegan.
T. Rumpel notaði fyrstur bismút lausn sem
skuggaefni í vélinda í aprfl 1897, en það hafði
verið notað sem meðferð við magasári og
margir röntgenlæknar sáu það af tilviljun í
maga sjúklinga í skyggningunni. Hermann
Rieder lagði mikið upp úr stórum skömmtum
af bismút fyrst blandað mat, til dæmis brauði,
en síðan sem þykku efni og hann var meðal
þeirra fyrstu sem tóku myndir af mjógirni.
Síðan rann upp öld baríums. Það fóru að
birtast fréttir af eitrunum af bismút og það var
einnig dýrt. Carl Bachem og Hans Gunther
hófu leit að skuggaefni árið 1910. Efnið átti að
vera ódýrt, hættulaust, auðvelt í blöndun og
gefa skýrar myndir. Þeir blönduðu baríumsúl-
fati í drykk með súkkulaðibragði. Þeirra álit
var að „baríum súlfat sem vœri bragðlaust og
lyktarlaust og vœri það blandað í drykk vceri
það vel ásœttanlegt til inntöku En baríum er
það efni sem enn er notað sem skuggaefni í
meltingarveginn.
Þróun skyggnimagnara
Framleiðendur skyggniskjáa voru stöðugt að
bæta framleiðslu sína. Það efni sem notað var í
skyggniskjá varð að gefa frá sér ljós af þeirri
bylgjulengd sem augað er næmt fyrir. Fram til
1914 voru flestir gerðir úr baríum platínucýan-
íð. Þessi gerð var mjög öflug á meðan hún var
ný en varð fljótt léleg af mikilli geislun. A því
ári uppgötvaði Carl V.S. Patterson alveg nýtt
ljómunarefnasamband sem aðallega var úr
kadmíumwolfram. Þessir skermar rýrnuðu
ekki við notkun og voru teknir fljótlega upp
alls staðar í stað hinna gömlu.
Menn höfðu einnig á þessum tíma unnið
talsvert við úrbætur í skyggniherberginu og
fundið út að það bætti árangurinn að láta aug-
un aðlagast myrkri áður þeir byrjuðu að
skyggna. Wilhelm Trendelenburg fann upp
rauð gleraugu til notkunar í ákveðinn tíma
áður en skyggning hófst. Áður höfðu menn
setið í algjöru myrkri við myrkuraðlögunina,
og oft setið skemur en ætlast var til. Þessi
rauðu gleraugu finnast enn þann dag í dag í
skrifborðsskúffum eldri röntgendeilda en ung-
ir röntgenlæknar halda gjarnan að þeir eldri
hafi gleymt gömlu skíðagleraugunum sínum.
Smám saman hélt þróunin áfram en það erf-
iða við skyggninguna var að mannsaugað nýtir
aðeins lítinn hluta af upplýsingunum á skján-
um. Til að ráða bót á þessu hófu vísindamenn
tilraunir með skyggnimagnara og sá fyrsti á
markaðnum var kynntur af Westinghouse
1953. í honurn var skoðunarsvæðið mjög lítið
eða 7,5 cm í þvermál. Annað vandamál, sem
kom upp ef auka átti skoðunarþvermálið, var
að þá urðu þeir ákaflega þungir. Árið 1962
voru skyggnimagnararnir orðnir þægilegri og
nothæfari og skoðunarsvæðið stærra og á
markaðinn komu skyggniborð sem hægt var að
reisa og fella. Þessi þróun gjörbreytti notkun
skyggningar í klínískri greiningu, og nú var
myndin það góð að hvorki þurfti að hafa
myrkvað herbergi né heldur fyrirfram aðlögun
augna. Annað sem skiptir miklu máli er að
geislunin minnkaði verulega bæði á sjúkling og
lækni með tilkomu skyggnimagnara.
Slagæðamyndatökur hefjast
Rétt fyrir 1930 þróuðust fyrstu æðamynda-
tökurnar, fyrst af útlimum en síðan af stærri
slagæðum líkamans. Portúgalar voru braut-
ryðjendur í æðarannsóknum og gerði Dos San-
tos í Lissabon fyrstu ósæðarannsóknina með