Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1995, Blaðsíða 65

Læknablaðið - 15.11.1995, Blaðsíða 65
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 819 María Sigurjónsdóttir Staða lækna í þjóðfélaginu, nokkur siðferðileg atriði Inngangur Hér mun ég fjalla um stöðu lækna í þjóðfélaginu, skyldur og réttindi út frá siðferðilegum ákvæðum. Petta er umfangs- mikið efni og því verður ekki unnt að gera meira en stikla á nokkrum atriðum á þeim tíma sem mér er ætlaður. Einhver mikilvæg atriði verða örugglega út undan í umfjölluninni en von- andi koma þau þá upp í umræð- um á eftir. Breytingar á stöðu Síðustu áratugi hafa orðið miklar breytingar á afstöðu al- mennings til lækna. Samkvæmt lýsingum á sambandi lækna og sjúklinga fyrir 30 til 40 árum virðist þorri almennings hafa talið lækna virðulegar og gáfað- ar verur sem sjaldan skjátlaðist. Ef læknum skjátlaðist, þá var það helst um pólitík en ekki um það sem tengdist starfinu sjálfu. Flestir sjúklingar höfðu því til- hneigingu til að fylgja fyrirmæl- um og ráðleggingum lækna, í blindu trausti á réttmæti þeirra læknisaðgerða sem nauðsynleg- ar voru taldar af lækninum. Læknirinn var þá álitinn ráð- leggja það sem væri sjúklingn- Erindi haldiö 30. september 1995 á málþingi í tengslum við aðalfund Læknafélags fslands. Fyrirspurnir og bréfaskipti: María Sigurjónsdóttir, geðdeild Landspítalans, 101 Reykjavík. um fyrir bestu, það er markmið- ið var velferð sjúklingsins. Þetta viðhorf hefur breyst nokkuð á síðustu 10 til 15 árum. Ber þar margt til, svo sem að almenningur er nú betur upp- lýstur um starfsemi líkamans, sjúkdóma og meðferðarmögu- leika. Meðferðarmöguleikar eru oft fleiri en áður voru. Mönnum hefur orðið ljóst að enginn er óskeikull í sínu fagi, þó svo hann eigi að heita sér- fræðingur í því. Fólk hefur gert sér grein fyrir því að það sem læknir telur gott fyrir sjúkling- inn þarf ekki endilega að vera gott að mati sjúklingsins sjálfs, það er að segja menn hafa oft mismunandi gildismat sem byggir á mismunandi trú, siðum og viðhorfum til lífsins og þeirra verðmæta sem í húfi eru hverju sinni. Þó svo margir sjúklingar treysti lækni sínum í blindni og fari vandlega eftir ráðlegg- ingum hans, hafa læknar samt orðið varir við breytt viðhorf. Það er vaxandi tilhneiging hjá sjúklingum að leita eftir sem ná- kvæmustum upplýsingum hjá læknum um hvað er að og hvað er hægt að gera í því. Fólk er gagnrýnna á þær upplýsingar og ráðleggingar sem það fær og margir sjúklingar spyrja vand- lega um valmöguleika og afleið- ingar hvers möguleika fyrir sig. Stundum velja sjúklingar aðra meðferðarmöguleika en þá sem læknirinn hefði talið besta. Það má því segja að sjúklingarnir séu orðnir virkari í umræðunni um sjúkdóminn og meðferðar- valið. Staða læknisins íþjóðfélaginu hefur breyst undanfarin ár frá því að vera landsföðurleg, nán- ast alvitur vera í að vera ráðgef- andi aðili með sérmenntun á sviði mannlegra sjúkdóma, lækninga og meðferðar. Þessi skilningur kemur líka glögglega fram þegar Codex Ethicus lækna er skoðaður. En þar segir í 28. grein: „. . . læknir ráðlegg- ur en skipar ekki“(l). Skyldur Siðferðilegar skyldur lækna eru mýmargar og nægir að skoða upphaf Codex Ethicus til að sjá það: „Með Codex Ethicus, sem ætlaður er öllum læknum til leiðbeiningar og stuðnings í daglegu starfi, staðfesta læknar, * að hlutverk þeirra er verndun heilbrigði og barátta gegn sjúkdómum, * að starfi þeirra fylgir ábyrgð gagnvart einstaklingum og samfélagi, * að þeir geta því aðeins vænst trausts, að þeir geri sér far um að uppfylla þær siðferðilegu kröfur, sem læknisstarfinu fylgja. Meginreglur fyrir alla lækna eru þessar: I. Hafið að leiðarljósi velferð sjúklings og samfélags.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.