Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1995, Blaðsíða 69

Læknablaðið - 15.11.1995, Blaðsíða 69
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 821 í fyrsta lagi er um að ræða forgangsröðun í meðferð tiltek- inna einstaklinga (microallocat- ion of resources). Hér er verið að fjalla um það hvernig maður eigi að velja milli einstakra sjúklinga þegar ekki er nóg handa öllum sem þurfa. Pað sem skortur er á getur verið hæft starfsfólk, tími, lyf, að- staða eða annað. Skorturinn getur verið tímabundinn eða varanlegur. Þetta er það ástand sem skapast þegar einn læknir þarf að sinna tveimur eða fleiri sjúklingum á sama tíma. Pessi tegund forgangsröðunar hefur alltaf verið til og mun verða til svo lengi sem við erum háð mannlegu atgervi og kunnáttu. Þetta er aðstaða sem flestir læknar lenda í á hverjum degi og reyna að leysa sem best þeir geta*. Forgangsröðun innan land- svæða eða stofnana (mesoal- location of resources) er ef til vill minnst þekkt og liggur nokkurn veginn mitt á milli hinna tveggja. Hér er um að ræða þær ákvarðanir sem eru til dæmis teknar af sveitarstjórn- um, sjúkrahússtjórnum eða * Algengast er aö leysa þetta vanda- mál þannig aö veikasti sjúklingurinn gangi fyrir. Ef menn eru álíka veikir án þess að vera bráðveikir er oftar fariö eftir því hver kom fyrstur á staöinn. Þess má þó geta aö viö stríðsaðstæður eða alvarlegar nátt- úruhamfarir getur komið upp sú staða að reynt sé að bjarga eins mörgum mannslífum og unnt er. Þá ganga þeir fyrir sem geta lifað án mikillar aðstoðar. ** Pað virðist vera einhver tilhneiging til að ýta fleiri verkefnum yfir á þetta stig heldur en eiga heima þar. Hér vísa ég meðal annars til nýlegra frétta um að sjúkrahús geti ráðið því hvort þau hafi innlagnargjald fyrir sjúk- linga. Mér virðist að þetta sé slík grundvallarbreyting á allri heilbrigð- isþjónustunni að hún ætti líklega að tilheyra næsta þrepi sem fjallað verð- ur um. heilsugæslustjórnum um það hvaða verkefnum þær ætli að sinna og hvernig. Einnig eru þarna ákvarðanir um hvernig þær ætli að eyða fjármagni sínu í tæki, mannafla, lyf, aðstöðu eða annað**. Forgangsröðun í heilbrigðis- málum þjóðarinnar (macroal- location of resources) er að mínum dómi mun umfangs- meira verkefni en skilja má í ýmsum greinum sem birst hafa í fjölmiðlum um þetta mál. Um- ræðan um þetta þrep hefur einkennst nokkuð af því að hér sé ákveðið hvaða sjúklingahóp- ur eigi að hafa forgang fram yfir annan sjúklingahóp eða hvaða meðferð eigi að veita á kostnað annarrar meðferðar. Þetta hef- ur vakið ótta sumra sjúklinga sem telja að þeim muni ekki verða sinnt af því þeir hafi ákveðinn sjúkdóm eða vegna þess að þeir séu orðnir of gamlir til að fá meðferð. Því er ekki að neita að umræða um forgangs- röðun sjúklingahópa er hluti af forgangsröðun á þessu þrepi. En ég er stórlega efins um að þetta sé heppileg nálgun að við- fangsefninu því mikilvæg atriði gleymast í svona takmarkaðri umræðu auk þess sem hræðsla almennings er ekki æskileg því hún eyðileggur málefnalega umræðu. Þegar að er gáð kemur í ljós að á þessu þrepi (forgangsröðun í heilbrigðismálum þjóðarinn- ar) á að taka margar mikilvægar ákvarðanir um heilbrigðiskerfi þjóðarinnar. Hér á að fjalla um ákvarðanir sem snerta markmið og verkefni heilbrigðsþjónust- unnar í landinu. Hér á að ákveða hve miklu fjármagni er eytt í heilbrigðisþjónustuna og hvernig fjármagnið á að dreifast til hinna ýmsu verkefna. Hér á að ákveða hvernig verkaskipt- ingin á að vera. hver á að gera hvað, hvar á að gera hvað, hvernig á að vinna verkið. Því má heldur ekki gleyma að hér þarf að ræða um og hafa í huga mikilvæg siðferðileg verðmæti sem liggja að baki heilbrigðis- þjónustunni svo sem velferð, réttlæti og sjálfsákvörðunarrétt- ur sjúklinga. Það er að segja hér á að fara fram stefnumörkun í heilbrigðiskerfinu. Því miður get ég ekki betur séð en það sé sorglega mikill skortur á stefnu í heilbrigðis- málum íslensku þjóðarinnar. Stjórnmálamenn hafa haft til- hneigingu til að móta fremur skamma hentistefnu fremur en að hafa langtímahagsmuni þjóðarinnar í huga við ákvarð- anir***. Stundum virðist mér að gagngert sé alið á ótta fólks með forgangsröðunartali sem beinist að ákveðnum sjúklinga- hópum. Dettur mér helst í hug að markmiðið sé að beina at- hygli landsmanna frá hinum raunverulegu vandamálum sem eru annars vegar skortur á stefnu í heilbrigðismálum þjóð- arinnar og hins vegar viljaleysi eða getuleysi stjórnmálamanna til að móta slíka stefnu. Eins og áður er sagt hafa læknar skyldur gagnvart samfé- laginu og ég held að þeim skyld- um eigi meðal annars að sinna með virkri þátttöku í umræðu um stefnumörkun í heilbrigðis- málum. Þá á ég ekki við að við vinnum eingöngu samkvæmt ósk einstakra ráðherra. Meira máli skiptir að læknar hafi stöð- uga og virka umræðu innan Læknafélags íslands um heil- brigðisþjónustuna í landinu og hvernig hún geti orðið sem best fyrir samfélagið og einstakling- ana innan þess. Læknar þurfa *** Pessi hentistefna er frekar miðuð við að viðkomandi stjómmálamaður tapi ekki þingsæti. Langtíma hags- munir þjóðarinnar em að hafa gott, réttlátt og skilvirkt heilbrigðiskerfi sem sinnir vel þörfum þjóðarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.