Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1995, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 15.11.1995, Blaðsíða 25
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 787 Geislameðferð Gunnlaugs Claessen á geitum og útrýming þessa kvilla var mikið afrek. Þessi mynd erfrá 1920 og sýnir sjúkling fyrir og eftir geislameðferð. af Gösta Forssell og verkfræðifyrirtæki Jahrns, sem síðar varð heimsþekkt undir nafninu El- ema og sameinaðist enn síðar Siemens fyrir- tækjunum. Þessi tæki voru svonefndur Forssell standur til skyggninga og myndatöku stand- andi sjúklinga og „Trochoscope" til samskonar rannsókna á liggjandi sjúklingum. Þessi tæki voru afgreidd og sett upp á árun- um 1918-1919, en á þeim árum ferðaðist Claes- sen víða um Norðurlönd, Frakkland og Bret- land til að kynna sér nýjungar í faginu og bestu notkun tækjabúnaðarins. Það virðist nokkuð ljóst, að enda þótt Gunn- laugur Claessen væri alla tíð ákaflega áhuga- samur um sjúkdómsgreiningarþátt röntgen- fræðanna og óþreytandi að dreifa þekkingu og vitneskju meðal starfsbræða um það svið, þá voru honum geislalækningarnar ekki síður hugleiknar. Þær stundaði hann frá fyrstu tíð. Honum voru vel ljósar takmarkanir þess bún- aðar sem hann hafði og beindist meðferð hans aðallega gegn góðkynja en illvígum húðkvill- um, mjúkparta- og eitlaberklum auk einstök- um húðkrabbameinum. Barátta Claessen og sigur á sjúkdómnum geitum (favus capitis) var mikið afrek og stóð hann sérstaklega vel að öllum undirbúningi og framkvæmd þess. Geitur voru meira eða minna landlægar hérlendis, en árið 1915 beitti Claessen sér fyrir því að hafin var nákvæm leit og skráning sjúkdómsins á öllu landinu og mun allur fjöldi skráðra sjúklinga hafa komist til meðferðar og lækninga. Sjúkraskrár hans og myndefni um 152 sjúklinga, sem meðhöndlaðir voru á árunum 1916-1935, eru talandi vitnis- burður um nákvæmni og vísindalega aðferð. Um sama leyti og nýja röntgenstofnunin í Nathan & Olsen húsinu var komin á laggirnar hóf Gunnlaugur Claessen baráttu fyrir því að auka not geislalækninganna og það við krabba- meinum, með því að nota radíum til háorku- geislunar, einkanlega við krabbameini í legi og kynfærum kvenna. Radíum var þá þegar vel þekkt til þeirra hluta, en mjög dýrt auk þess sem erfitt var að geyma það. Enn einu sinni tókst Claessen að virkja og vekja áhuga sam- borgara sinna og átti frumkvæði að landssöfn- un til kaupa á radíumi, en Oddfellow reglan á íslandi tók að sér að sjá um söfnunina. A skömmum tíma söfnuðust um 145.000 krónur, og nægði það til kaupa á allstórum skammti radíums, auk rekstrarfjár til að stunda með- ferðina, en til þess var stofnaður Radíumsjóð- ur íslands. Sá sjóður var formlegur eigandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.