Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1995, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 15.11.1995, Blaðsíða 19
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 781 rannsóknin leiddi af sér ör beggja vegna á háls- inum. Fyrst var natríumjoðíð notað sem skuggaefni, en reyndist bæði eitrað og slæmt. Síðan tók við thóríum díoxíð sem var ekki ertandi fyrir æðaveggi. Því miður gerði Moniz sér ekki grein fyrir síðkomnum áhrifum thór- íums sem safnaðist upp í lifur, milta og eitlum og skildist ekki út. Thóríum hefur mjög langan helmingunartíma og líffærin sem það er í verða stöðugt fyrir alfageislun sem getur valdið ill- kynja æxlisvexti 20-30 árum eftir að efnið sest að. Þess vegna var notkun thóríums hætt nokkrum árum síðar. Skuggaefnin urðu sífellt betri, einnig fleygði tækninni fram með tilkomu Seldinger aðferð- arinnar árið 1953. í fyrstu höfðu menn reynt að þræða æðalegg í gegnum nálar sem stungið var í slagæð en leggirnir urðu að vera mjög fíngerð- ir, og gátu þá ekki tekið á móti því skuggaefnis- magni sem þurfti að sprauta inn á stuttum tíma. Sænskur röntgenlæknir, Sven-Ivar Seld- inger að nafni, fann upp aðferð sem fólst í því að stinga nál í náraslagæðina og þræða inn leiðara í gegnum nálina og þegar leiðarinn er kominn dálítinn spöl inn í æðina þá er nálin fjariægð og æðaleggur síðan þræddur yfir leið- arann. Þannig var æðaleggurinn með sama grófleika og nálin og hindraði það blæðingu meðfram leggnum. Æðaleggnum er síðan stýrt í skyggningu á þann stað sem rannsaka á. Að- ferðin er eins einföld og hún er snjöll. Röntgentækin urðu einnig fullkomnari og á markaðinn komu tæki sem leyfðu töku mynd- runa og loks „digital subtraction" æðamynda- tökutækni. Röntgenlamparnir urðu sífellt betri. Mikil þróun varð í mögnunarþynnum sem skipti sköpurn í myndgæðum og síur voru þróaðar. Sama er að segja unt filmurnar, fyrst voru notaðar glerplötur og síðan pappírsmynd- ir. Fyrsti pappírinn sem var útbúinn sérstak- lega fyrir röntgenmyndir var settur á markað- inn af Kodak árið 1901. Pappírinn var meðfæri- legri en glerið en ekki eins næmur. Filmur fóru að ryðja sér til rúms en það var ekki fyrr en 1918 sem Kodak setti á markaðinn filmur, sem tóku öllum fyrri filmum fram og einnig glerplötun- um. Þeirra tíma röntgenlæknar voru íhalds- samir og vildu ekki sleppa glerplötunum, og því tók breytingin yfir í filmur sinn tíma. Sjálf- virkar framköllunarvélar tóku við af hand- framkölluninni og loks kom dagsljósframköll- un, sem minnkaði þörfina á myrkvunarher- bergjum og jók afköst röntgendeildanna. Tölvusneiðmyndatækin Fyrsta tölvusneiðmyndatækið var kynnt 1972 af Godfrey Hounsfield hjá EMI Limited í London. Hann fékk nóbelsverðlaunin fyrir þessa uppgötvun árið 1979. Þá opnuðust mögu- leikar á því að skoða sneiðmyndir og greina á milli mismunandi mjúkvefja og meta röntgen- þéttni þeirra, þéttnieiningin í þessari tækni er einmitt kennd við hann, kölluð Hounsfield ein- ing. Með þessari tækni var úr sögunni að eitt líffæri skyggði á annað, og hægt var í fyrsta skipti að skoða lifur, bris, nýru og fleiri mjúk- vefjalíffæri með röntgengeislum án skuggaefn- isgjafar. Það var austurrískur stærðfræðingur sem ár- ið 1917 sýndi fram á að þrívíddarmynd af hlut væri hægt að skapa úr fjölmörgum tvívíðum myndum af hlutnum. En það er einmitt lög- málið á bak við tölvusneiðmyndatæknina, þó menn hafi ekki gert sér grein fyrir því á þeim tíma að nýta mætti þennan möguleika í læknis- fræðilegum rannsóknum. Fyrsta tölvusneiðmyndatækið, EMI Mark I tækið, var sett upp snemma árs 1972 á Atkin- son Morley’s sjúkrahúsinu í London. Það tæki var eingöngu fyrir höfuðrannsóknir. Fljótlega voru þróuð tæki fyrir aðra líkamshluta. í fyrstu tók hver sneið langan tíma, fjórar til fimm mínútur, en á tækjunum sem á eftir komu minnkaði tökutíminn sífellt. í nýjustu tækjun- um nú er hægt að rannsaka allt brjóstholið, og sjúklingur stöðvar öndun aðeins einu sinni í stað þess að halda niðri í sér andanum fyrir hverja sneið sem tekin er. Með tilkomu tölvu- sneiðmyndarannsókna á höfði varð bylting í greiningu höfuðáverka og margra sjúkdóma í heila, og leystu þessar rannsóknir í mörgum tilfellum slagæðamyndatökuna af hólmi. Nýjar myndgreiningaraðferðir Að lokum má nefna tvær aðrar myndgrein- ingaraðferðir, ómskoðun og segulómunar- rannsókn. Hvorug þessara aðferða nýtir sér röntgengeislun og eiga að því leyti til ekki sam- leið með aðferðunum hér að framan. Þessi greiningartækni er nú notuð á röntgendeildum flestra stærri sjúkrahúsa samhliða röntgen- rannsóknum. Ómsjáin Fyrsta vel heppnaða notkunin á ómsjá í greiningarskyni var gerð af austurrískum lækni Karl Dussik og bróður hans Friedrick sem var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.