Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.11.1995, Qupperneq 56

Læknablaðið - 15.11.1995, Qupperneq 56
812 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 áherslu á að sérfræðiþjónusta verði þar skilgreind, viður- kennd og skráð. XH Aðalfundur Læknafélags Is- lands haldinn dagana 29. og 30. september 1995 að Hlíðasmára 8 í Kópavogi hvetur stjórnvöld til þess að virða ólík rekstrar- form í heimilislæknaþjónustu og leggur áherslu á að þeim sé ekki mismunað. Læknafélag Is- lands telur að ólík rekstrarform í heimilislækningum þar á með- al sjálfstæður stofurekstur tryggi fjölbreytni í þjónustu og æskilegt sé að læknar á heilsu- gæslustöðvum sjái um rekstur þeirra í ríkari mæli. Ekki getur talist eðlilegt, að binda starfs- leyfi heimilislækna við störf á heilsugæslustöð. Læknafélag Is- lands leggur áherslu á að mis- munandi kerfi heimilislækninga fái áfram að vera við lýði á höf- uðborgarsvæðinu og að fremur sé stuðlað að samstarfi ólíkra kerfa en að eitt kerfi útrými öðru. XIII Aðalfundur Læknafélags ís- lands haldinn dagana 29. og 30. september 1995 að Hlíðasmára 8 í Kópavogi vísar þeim tilmæl- um til stjórnar LÍ að hún hlutist til um að á næsta aðalfundi Líf- eyrissjóðs lækna verði athugað- ir möguleikar á því að bæta líf- eyrisréttindi þeirra lækna, sem lokið hafa störfum svo og þeirra sem eru að ljúka og munu ljúka störfum á næstu árum, án þess að réttindi sjóðfélaga skerðist. XIV Aðalfundur Læknafélags ís- lands haldinn dagana 29. og 30. september 1995 að Hlíðasmára 8 í Kópavogi, lýsir yfir óánægju með nýgerðan samning Trygg- ingastofnunar ríkisins og Læknafélags Reykjavíkur um sérfræðilæknishjálp hvað varð- ar aðgengi nýrra sérfræðinga. Leggur fundurinn til að samn- ingurinn verði ekki endurnýjað- ur óbreyttur. XV Aðalfundur Læknafélags ís- lands haldinn dagana 29. og 30. september 1995 að Hlíðasmára 8 í Kópavogi leggur áherslu á að við ákvarðanatöku í heilbrigðis- málum þjóðarinnar séu fagleg vinnubrögð höfð í fyrirrúmi. Læknar eiga að vera leiðandi í slíku starfi, því að þeir, vegna þekkingar sinnar og menntun- ar, hafa þá yfirsýn, sem nauð- synleg er. Þegar Páll Sigurðsson, læknir, lætur af störfum sem ráðu- neytisstjóri eftir áratuga farsælt starf í þágu heilbrigðismála á ís- landi er skarð fyrir skildi. Aðalfundurinn telur mikilvægt að traust og trúnaður ríki í sam- skiptum heilbrigðisyfirvalda og læknastéttarinnar hér eftir sem hingað til. Þáttur í því er að læknar skipi lykilstöður í ráðu- neyti heilbrigðismála og séu sú kjölfesta sem þarf í íslenskri heilbrigðisþjónustu. XVI Aðalfundur Læknafélags Is- lands haldinn dagana 29. og 30. september 1995 að Hlíðasmára 8 í Kópavogi telur að sjónmæl- ingar eigi eingöngu að vera á vegum augnlækna. Stefna heilbrigðisyfirvalda á undanförnum árum hefur verið að aðgreina fjárhagslega hags- muni frá ráðgjöf, meðal annars læknir ávísar á lyf en selur þau ekki. Læknafélagið ályktar að til sam- ræmis við þessa stefnu verði sala á gleraugum og sjónmælingar aðgreint áfram sem hingað til. Núverandi fyrirkomulag hefur meðal annars tryggt að þrátt fyrir háa glákutíðni á íslandi hefur tekist að halda þeim vá- gesti í skefjum. Glákublinda var algeng fyrir 30 árum en er nú hverfandi. Ályktunartillögum vísað til stjórnar Ályktunartillögum um óauglýst- ar stöður, tryggingarétt sjúk- linga og áskorun til Sérfræð- ingafélags íslenskra lækna var vísað til stjórnar LI. Stjórn LÍ 1995 -1996 Að loknum aðalfundi LÍ1995 er stjórn félagsins þannig skipuð: Sverrir Bergmann formaður, endurkjörinn 1993 og 1995 Sveinn Magnússon varaformaður, endurkjörinn 1994 Jón V. Högnason ritari, kjörinn 1994 Sigurbjörn Sveinsson gjaldkeri, kjörinn 1995 Drífa Freysdóttir endurkjörin 1995 Finnbogi Jakobsson kjörinn 1995 Guðmundur Björnsson endurkjörinn 1994 og 1995 Guðmundur J. Elíasson endurkjörinn 1995
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.