Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1995, Síða 71

Læknablaðið - 15.11.1995, Síða 71
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 823 Barna- og unglingageðlækningar í Evrópusamtökum sérfræðinga í læknisfræði Evrópusamtök sérfræðinga í læknisfræði (UEMS) voru stofnuð í Brussel árið 1958 með- al annars til að styrkja stöðu sér- fræðinga í læknisfræði í Evrópu og til að samræma menntunar- kröfur þeirra og kennsluáætlan- ir milli Evrópulanda og til ann- arra upplýsinga og samvinnu. Árið 1993 voru barna- og unglingageðlækningar viður- kenndar sem sjálfstæð sérgrein innan UEMS en geðlækningar fullorðinna eru enn ekki sjálf- stæð sérgrein innan samtak- anna, en verið er að vinna að því. Á vegum barna- og ung- lingageðlækningasviðs í UEMS hafa verið haldnir árlegir fundir frá 1991. Fulltrúar frá eftirfar- andi löndum hafa setið fundina: Þýskalandi, Belgíu. Danmörk, Spáni, Frakklandi. Grikklandi, írlandi, Ítalíu, Lúxemborg, Hollandi, Portúgal, Bretlandi, Finnlandi, Svíþjóð, Noregi, Austurríki, Swiss, Liechten- stein og Islandi. Undirrituð hef- ur setið tvo síðustu fundi UEMS í Vín og Utrecht. Á þessum fundum hefur komið fram að ís- land er eina landið í Evrópu sem hefur ekki kennsluaðstöðu inn- an læknadeildar í sérgreininni og telst það furðulegt og óskilj- anlegt þar sem umtalsverð rannsóknarvinna hefur verið unnin hér á landi innan sér- greinarinnar. I nánum tengslum við barna- og unglingageðlækn- ingar eru ungbarnageðlækning- ar og fjölskyldugeðlækningar en þessar undirsérgreinar hafa nú þegar kennslustöður innan læknadeilda í mörgum Evrópu- löndum. Á næsta ári verður haldið í Finnlandi sjötta al- heimsþing í ungbarnageðlækn- ingum, en næsti fundur UEMS verður haldinn í tengslum við alheimsþingið. Á vegum UEMS er nú verið að vinna að samræmingu á sérnámi í barna- og unglingageðlækningum í Evrópu. Sérnámið mun vænt- anlega samanstanda af fjórum árum í barna- og unglingageð- lækningum, einu ári í almenn- um geðlækningum og einu ári í barnalækningum með sérstakri áherslu á barna- og taugalækn- isfræði. Samtökin ráðgera að senda spurningalista á næstunni til allra sérfræðinga í barna- og unglingageðlæknisfræði í Ev- rópu til að grennslast fyrir um rannsóknarvinnu þeirra og nán- ari sérhæfingu innan sérgreinar- innar. Helga Hannesdóttir Stjórn Norræna læknaráðsins í Reykjavík Norræna læknaráðið er sam- starfsvettvangur norrænu læknafélaganna. Stjórn þess fundar tvisvar á ári, nú undir forystu formanns finnska læknafélagsins. Stjórn ráðsins fundaði í húsnæði læknafélag- anna í Hlíðasmára, 6. október og voru mættir fulltrúar frá öll- um félögunum, auk þess kom ritstjóri Nordisk Medicin, Eva Oldinger, á fundinn. Ýmis mál voru rædd, löng umræða varð í byrjun um stöðu Nordisk Medicin og kynnti rit- stjórinn nýtt útlit og brot. Var lögð áhersla á að auka auglýs- ingatekjur, þótt eini kostnaður félaganna við blaðið sé dreifing- arkostnaður. Rætt var um samstarf nor- rænu félaganna á alþjóðavett- vangi, bæði í Evrópusamtökun- um (CP) og alþjóðasamtökun- um (WMA). Sum hinna landanna starfa mjög virkt á al- þjóðavettvangi. Þá var rætt um Nordisk Federation för Medicinsk Undervisning (NFMU), þau samtök lækna- deilda og læknafélaga á Norður- löndum eru í nokkurri upp- stokkun. Fulltrúar frá hverju landi lýstu því helsta, sem er að gerast innanlands, margt er sláandi líkt í þrengingum heilbrigðis- mála landanna, sparnaður, nið- urskurður og fleira. Atvinnu- ástand er best í Noregi og Dan- mörku. Þá var rætt um næsta fund Norræna læknaráðsins, en hann verður haldinn í Helsinki í júní 1996. Fundurinn var hinn fróðleg- asti og gagnlegasti, félögin hafa margt að miðla hvert öðru, bæði af reynslu, ýmsum athugunum eða samantektum og er þetta samstarf tvímælalaust til veru- legs styrks fyrir læknafélögin og meðlimi þeirra. SM
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.