Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 6

Læknablaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 6
834 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82: 834-5 Ritstjórnargrein Um þemahefti læknablaða Erlend læknablöð hafa í vaxandi mæli farið inn á þá braut að gefa út ákveðin þemahefti. I slíkum tilvikum helgar blaðið eitt hefti ákveðnu málefni og fjalla þá allar greinarnar eða flestar um efnið frá ýmsum hliðurn. Megin- markmiðið er að vekja sérstaka athygli lesenda og annarra, sem ekki venjulega taka eftir lækn- isfræðilegri umræðu, á einstökum málum sem að jafnaði hafa almenna þýðingu fyrir heil- brigði eða heilsufar þjóða eða stórra hópa manna. Sumir hafa litið á þetta sem enn eina aðferðina til þess að ná til lesenda, heilbrigðis- yfirvalda og almennings í vaxandi samkeppni fjölmiðla um athygli fólks. Það er vissulega mikið til í þessu og aðferðin virðist virka, það er tekið eftir þemaheftum læknablaða. Blað bandaríska læknafélagsins (JAMA) hefur ef til vill gengið lengst í þessu efni með góðum ár- angri. Þar á bæ hafa menn oft tengt myndefni forsíðunnar því þema sem er til umfjöllunar hverju sinni og beitt smekkvísi og hugkvæmni. Til dæmis var þemahefti þeirra um alnæmi án forsíðumyndar og hafði það aldrei gerst áður og hafði mikil áhrif og vakti athygli urn öll Bandaríkin. í janúar síðastliðnum tók Læknablaðið þátt í alþjóðlegu átaki læknablaða um að vekja at- hygli á hættunni á smitsjúkdómum, sem er eitt mikilvægasta heilbrigðisvandamálið sem lækn- isfræðin á við að glíma í dag. Læknablaðið var þar í hópi 36 blaða frá 21 landi sem gáfu út þemahefti um nýjar og gamlar hættur af völd- um sýkla. Alls birtust um efnið 243 greinar þar af 10 í Læknablaðinu. Af þessu tilefni var hald- inn alþjóðlegur fréttamannafundur og þannig tókst að vekja sérstaka athygli heimsins á þem- anu, bæði fagfólks, yfirvalda heilbrigðismála víða um lönd og almennings. Agrip allra greina á ensku, sem birtust undir þemanu, voru lögð fram á fundinum og þau markverðustu kynnt sérstaklega. Efni sem um var fjallað í Lækna- blaðinu náði athygli heimspressunar og jók það enn á hróður þess höfundar, sem átti hlut að máli, og var um leið hvatning til annarra sem skrifuðu í Læknablaðið í það skipti. Þessi sam- vinna læknablaða þótti takast svo vel að ákveð- ið hefur verið að hafa framhald á þessu. Að frumkvæði nokkurra ritstjóra úr svoköll- uðum Vancouver-hópi ritstjóra hefur enn á ný verið kallað til samstarfs um þema sem vert væri að varpa kastljósi á og reyna að ná athygli heimsins. I þetta skipti hefur verið leitað til ritstjóra læknablaða um allan heim og þeir spurðir álits á verðugu viðfangsefni. Haft var í huga að valið stæði um efni þar sem gróska væri í rannsóknum og að líklegt væri að þær bæru ávöxt innan tiltölulega stutts tíma, að efnið ætti við í öllum heimsálfum og varðaði alla menn, hefði almenna læknisfræðilega þýð- ingu og væri framarlega í forgangsröð heil- brigðismála. Meira en hundrað ritstjórar komu með uppástungur um efni og voru þeir beðnir að velja þema úr tillögunum. Öldrun varð fyrir valinu að þessu sinni. Jafnframt hefur verið ákveðið að halda aftur alþjóðlegan frétta- mannafund til að vekja athygli á þemanu á sama tíma og læknablöðin birta efni þemans og hefur dagurinn 21. október 1997 verið valinn til þess. Á síðasta ritstjórnarfundi var ákveðið að Læknablaðið taki aftur þátt og verði með í þessu alþjóðlega átaki um að vekja athygli á læknisfræði öldrunar. Því er stefnt að þema- hefti í október á næsta ári og hér með lýst eftir greinum og rannsóknum sem fjalla um hvers konar hliðar öldrunar. Margt kemur til greina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.