Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 33
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 857 í þessum flokki er mest notkun í Finnlandi, næst í Svíþjóð og svo á íslandi (tafla V). Notk- un í Danmörku er engin. Ekki eru gefnar upp tölur fyrir Noreg. Kostnaður á hverja einingu skilreinds dagskammts er langhæstur á Islandi en minnstur í Finnlandi. Umræða og ályktun í heildina hefur lyfjanotkun og kostnaður ■ vegna iðraólgulyfja á íslandi lækkað mjög mik- ið á rannsóknartímabilinu. Sjálfsagt hafa að- gerðir stjórnvalda skilað sér í þessum lyfja- flokkum að einhverju leyti (sjá viðauka) þó erfitt sé að segja til um það þar sem almanna- tryggingar taka enn þátt í lyfjakostnaði á þess- um lyfjum, að undanskildum hægðalyfjum. Helsta skýringin á því að kostnaður á dag- skammt mebeveríns hefur lækkað, er sú að 1990 kom á markaðinn ódýrara lyf en fyrir var (8). Erfitt er að geta í tölur rúmmálsaukandi lyfja út frá iðraólgu, þar sem iðraólgusjúkling- ar eru ekki einu notendurnir. Ef til vill hefur stærri hlutur sjúklings við greiðslu lyfjanna leitt til minni heildarnotkun- ar. Á hinn bóginn gæti það haft þau áhrif að sjúklingar með sjúkdóm eins og iðraólgu dragi það að kaupa þau lyf sem æskileg eru. Færri lyfjaávísanir og minni kostnaður gætu einnig stafað af ávísun á minni skammtastærðir í einu á hvern lyfseðil og ávísun á samheitalyf (R- og S-merkingar) þar sem ódýrara lyfið er valið ef læknir hefur sett S við lyfjaheiti, en ef sérlyf er merkt með R þá er það lyf valið án tillits til kostnaðar. Einnig gæti lyfjanotkunin hafa minnkað með breyttu mataræði, þar sem neysla á grænmeti og trefjum hjá fólki með iðraólgu virðist skipa æ ríkari sess í meðferð. Alltaf er erfitt að túlka notkun á einstaka lyfjum við sjúkdómi, þar sem meðferðarmögu- leikarnir eru oft fleiri en einn. Val á lyfjum endurspeglar oft mismunandi hefðir, þar sem verð lyfjanna og markaðssetning þeirra í hverju einstöku landi skiptir máli. Áberandi er hversu mikil notkunin er á Is- landi miðað við hin Norðurlöndin, undantekn- ing er þó flokkur A03C, krampalosandi lyf með geðlyfjum. Notkunin á krampalosandi lyfjum (A03) er sú sama á Islandi árin 1990 og 1992, en 1991 minnkar hún nokkuð en hækkar síðan aftur 1992. Er það vegna svokallaðrar núll greiðslu og 60 daga reglu sem var í gildi seinni hluta árs 1991 en breyttist aftur fyrri hluta 1992. Notkun breytist vegna kostnaðar- breytinga. Ef heildsölukostnaður á hverja ein- ingu skilgreinds dagskammts er skoðaður þá er Noregur langefstur á lista og ísland í öðru sæti. Svíþjóð, Danmörk og Finnland eru með svip- aðan kostnað. Þó er erfitt að bera þennan kostnað saman því að í raun þarf að bera sam- an einstaka lyf til að samanburðurinn sé réttur. Ástæður þess að íslendingar nota þessi lyf meira en hinar þjóðirnar eru sennilega marg- þættar. Ein gæti verið sú að á íslandi er al- mennt auðveldara fyrir fólk að komast til lækn- is þar með talið til sérfræðinga í meltingar- sjúkdómum og því eru komur til lækna vegna iðraólgu algengari hér en á hinum Norðurlönd- um. Þetta má aftur túlka sem góða læknisþjón- ustu við iðraólgusjúklinga og ef til vill betri en á hinum Norðurlöndunum. Það að tíðni iðraólgu á íslandi virðist vera há getur vissulega skipt máli. Við höfðum ekki ákveðnar tölur um tíðni iðraólgu á hinum Norðurlöndunum, en sé miðað við tíðnitölur annarra þjóða (13-20%) virðist ungt fólk á ís- landi hafa mjög háa tíðni (tæplega 38% (1)) og gæti það einnig skýrt þessa miklu notkun á lyfjunum. Aldursskipting á Norðurlöndunum er ekki alveg sú sama og þar sem tíðni iðraólgu virðist vera breytileg eftir aldri er líklegt að það hafi áhrif á notkun iðraólgulyfja. Talið er að iðra- ólga sé algengust hjá ungu fólki, en minnki síðan með hækkandi aldri. Því má álykta að notkun og kostnaður iðra- ólgulyfja sé mjög mikill á Islandi, en hvort tveggja hefur farið minnkandi síðustu árin. Lyfjameðferð við iðraólgu er hlutfallslega mun algengari hér en á hinum Norðurlöndunum. Nauðsynlegt er að kanna betur ástæður þess. Að okkar mati er þörf á að kanna betur far- aldsfræðilega dreifingu og algengi iðraólgu á öllum Norðurlöndunum. Að fengnum þeim uppýsingum verður betra að bera saman lyfja- notkun og kostnað og draga af þeim rökréttar ályktanir. Viðauki Breytingar á greiðslufyrirkomulagi lyfja á ár- unum 1989-1993: Það fimm ára tímabil sem hér var valið (1989-1993) er að mörgu leyti mjög sérstakt, vegna þess að á því voru gerðar mikl- ar breytingar á greiðslufyrirkomulagi lyfja. Bestukaupalistinn var fyrst gefinn út í febrúar 1990. Tilgangurinn með honum var sá að vísa á ódýrara lyf, væri um sambærilegt lyf að ræða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.