Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1996, Síða 16

Læknablaðið - 15.12.1996, Síða 16
842 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 Áfengisneysla: Skráð áfengisneysla á íslandi á rannsóknartímabilinu er mjög lítil, eða frá 2,1-4,9 lítrar af hreinum vínanda á íbúa 15 ára og eldri. Hlutfallslegt verð á áfengi var mjög hátt (31), áfengisauglýsingar bannaðar og inn- flutningur og dreifing var í höndum Afengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Áætluð óskráð neysla á árinu 1975 var metin um 30% af skráðri neyslu (31). Ástœður lágrar tíðni áfengisskorpulifrar á ís- landi: Ástæðurnar fyrir lágri tíðni áfengis- skorpulifrar á íslandi eru sennilega margar. Island fellur mjög vel inn í þá gamalkunnu mynd sem þekkt er frá öðrum þjóðum um fylgni áfengisneyslu og áfengisskorpulifrar þar sem ísland hefur lægstu áfengisneyslu og lægstu tíðni áfengisskorpulifrar sem þekkt er. Þrátt fyrir þetta eru sterkar vísbendingar um að aðrir þættir geti einnig komið við sögu. I krufningum á 370 íslenskum karlmönnum með staðfesta sögu um áfengissýki fundust aðeins sex tilfelli (1,6%) af skorpulifur (32). Til sam- anburðar sýndu 11 stórar krufningarrannsóknir á áfengissjúklingum í öðrum löndum tíðni á bilinu 2,4-28% með meðaltal í kringum 15% (33). Þetta vekur spurninpar um erfðafræðileg og/eða umhverfisáhrif. Áhugaverð rannsókn var gerð á Grænlandi þar sem borin var saman tíðni skorpulifrar hjá Inúítum og Dönum. Þrátt fyrir umtalsvert meiri áfengisneyslu á Græn- landi og mjög útbreidda lifrarbólgu B sýkingu, þá reyndist tíðni skorpulifrar sú sama hjá báð- um þjóðum (34). Inúítar og Islendingar eiga eitt sameiginlegt en það er fæðið, sem í báðum löndum er ríkt af eggjahvítu og fitu. Faralds- fræðileg rannsókn í 28 löndum á sambandi dánartíðni vegna skorpulifrar og næringar- ástands sýndi að eggjahvíturíkt fæði hafði verndandi áhrif og sérstaklega dýraeggjahvíta (35). Neysla Islendinga á dýraeggjahvítu er sú mesta í heimi eða 94 grömm á íbúa á dag en meðalneysla vestrænna þjóða er í kringum 60 grömm á íbúa á dag (36). Líffræðilegt gildi dýraeggjahvítu er mikið en það leiðir til þess að lifrin fær mikið magn af efnum sem verka verndandi gegn sindurefnum sem myndast við umbrot alkóhóls. Lækkun á dánartíðni vegna áfengisskorpu- lifrar er sérlega áhugaverð í ljósi þess að á rannsóknartímabilinu jókst áfengisneysla um 130%. Þetta samrýmist ekki fyrrnefndri fylgni milli áfengisneyslu og skorpulifrar (2-9). Nið- urstöður okkar rannsóknar eru í betra sam- ræmi við nýlega rannsókn frá Kanada (14) og vekur spurningar um hvort forvarnaraðgerðir á íslandi hafi rofið þessi gamalkunnu tengsl áfengisneyslu og skorpulifrar. AA-samtökin voru stofnuð á íslandi 1954, fyrstu meðferðar- stöðvar við áfengissýki hófu starfsemi 1953 og 1955 og sjúkrarýmum hefur fjölgað jafnt og þétt síðan. SÁA var stofnað árið 1976 og sam- fara því var mikil vakning og áróður fyrir að líta á og meðhöndla áfengissýki sem sjúkdóm. Nákvæm skráning er á innlögnum til meðferð- ar á áfengissýki og lyfjamisnotkun á tímabilinu 1975-1985 (37). í lok árs 1985 höfðu 3,6% ís- lendinga 15 ára og eldri verið lagðir inn til meðferðar við áfengissýki og hver sjúklingur að meðaltali fjórum sinnum. Fjöldi sjúkrarúma fyrir áfengissjúka var 165 á 100.000 íbúa árið 1985 sem er tvisvar til þrisvar sinnum meiri en í hinum norrænu löndunum (37). Tíðni fyrstu innlagna var sú sama og tíðni áfengissýki, met- in í póstkönnunum í kringum 1980 (38). Árið 1990 var félagafjöldi AA áætlaður um 4000 manns (2,2% fullorðinna íslendinga) og þar af höfðu 3000 haldið bindindi lengur en í ár (Hildigunnur Ólafsdóttir 1993 ICSAA (Int- ernational Collaborative Study of Alcoholics Anonymus) óútgefið). Flest bendir til að með- ferð við áfengissýki á íslandi sé mjög virk. Sú rannsókn sem hér er kynnt bendir eindregið til að meðferð við áfengissýki geti lækkað dánar- tíðni vegna skorpulifrar óháð heildarneyslu áfengis. Niðurlag: Skorpulifur er lítið heilbrigðis- vandamál á íslandi og skráð sem orsök dauða í aðeins 0,2% tilfella almennt og 1,6% hjá áfengissjúkum. Tíðnin er lág bæði fyrir áfengis- skorpulifur og skorpulifur af öðrum orsökum og ástæður þess sennilega margar. Lág tíðni áfengisskorpulifrar er áreiðanlega að hluta til vegna þeirrar áfengistefnu að halda heildar- neyslu áfengis í skefjum. Henni er framfylgt með því að hafa verð hátt, banna áfengisaug- lýsingar og takmarka dreifingu (39). íslending- ar hafa lengst af sætt sig við þessa stefnu, þótt breytingar hafi orðið á seinustu árum. Tíðni áfengisskorpulifrar hefur sennilega lækkað vegna mjög virkrar meðferðar við áfengissýki og virkrar AA-hreyfingar. Þessi þáttur er mjög mikilvægur þar sem hann beinist sérstaklega að aðaláhættuhópnum og virðist ná til velflestra sem eiga við áfengisvandamál að stríða. Hugs- anlegt er að hið eggjahvíturíka fæði íslendinga verndi ofdrykkjumenn fyrir lifraráverka en

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.