Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 15
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 841 því sem búast má við í þessum sjúkdómi. Hlut- fall karla og kvenna er 0,3 fyrir skorpulifur af öðrum orsökum en áfengi og 2,5 fyrir áfengis- skorpulifur. Gögnin sem byggt er á í þessum hluta rannsóknarinnar verða að teljast mjög örugg og eru því sá mælikvarði sem gögnin um dánartíðni verða borin saman við. Dánartíöni: Vitað er að í þau 40 ár sem rann- sóknin nær til hefur skráning verið vel sam- hæfð og krufningar voru tíðar á tímabilinu. Þetta hvort tveggja ætti að gefa dánarvottorð- um nokkurt gildi og sennilega er skráning á heildardánartíðni vegna skorpulifrar nokkuð nákvæm. Hins vegar má sjá greinileg merki um ósamræmi milli flokkunar á áfengisskorpulifur og skorpulifur af öðrum orsökum þegar gögnin eru borin saman við klínísku rannsóknina. Hlutfall karla og kvenna fyrir skorpulifur af öðrum orsökum en áfengi er 1 sem er í miklu ósamræmi við hlutfallið 0,3 í klínísku rann- sókninni. Enn fremur kom fram misræmi þegar aðferð 2 var beitt á lífshorfur karla með skorpulifur af öðrum orsökum en áfengi. Þá reynast fleiri karlar deyja úr skorpulifur á tíma- bilinu en greindir eru með þann sjúkdóm. Á þessu hvoru tveggja er aðeins ein skýring, sem er sú að karlar sem deyja úr áfengisskorpulifur eru ranglega skráðir deyja úr skorpulifur af öðrum orsökum. Þessi rangflokkun var áætluð í kringum 30% fyrir karlmenn, en leiðrétting með þeirri hundraðstölu gerði karla/kvenna hlutfallið fyrir dánartíðni vegna skorpulifrar af öðrum orsökum en áfengi trúverðugt og tölur um lífshorfur sömuleiðis. Þessa misflokkun má vafalítið rekja til almenningsálitsins sem á þessu tímabili viðurkenndi ekki áfengissýki sem sjúkdóm þrátt fyrir áróður fyrir þeirri hug- mynd (27). I augum Islendinga virðist tölu- verður álitshnekkir fylgja greiningu áfengis- tengdra sjúkdóma og karlmenn hafa ef til vill átt auðveldara með það en konur að forðast slíka greiningu með því að fela drykkju sína. Þess utan má hafa í huga að á því tímabili sem rannsóknin nær til voru flest dánarvottorð gef- in út af karllæknum. Bindindishreyfingin á ís- landi hefur lengi verið öflug og almenningur hefur sætt sig við mjög ströng áfengislög miðað við aðrar þjóðir sem meðal annars sést á því að bjór var ekki löglegur á íslandi fyrr en árið 1988 (28). Tímaleitni: Marktæk lækkun er á dánartíðni vegna áfengisskorpulifrar með tíma og klínísk tíðni lækkar einnig, þó ekki sé það marktækt. Þessi tímaleitni er sennilega vanmetin vegna þess að ætla má að rangflokkun karla frá áfengisskorpulifur yfir í skorpulifur af öðrum orsökum hafi minnkað með tímanum (12). Engin tímaleitni er hins vegar fyrir skorpulifur af öðrum orsökum en áfengi, hvorki í dánar- eða klínískri tíðni. Upplýsingarnar í töflu VI gefa vísbendingu um klíníska tíðni nokkurra undirflokka skorpulifrar af öðrum orsökum en áfengi og er þar engin breyting með tíma, nema varðandi skorpulifur af völdum sjálfsof- næmis gallvegabólgu sem jókst á tímabilinu 1985-1990. Sennilegasta ástæða þess er ná- kvæmari sjúkdómsgreining. I annarri rann- sókn (26) var algengi langvarandi lifrarbólgu á íslandi metið í kringum 80 tilfelli á milljón íbúa á ári og nýgengi átta tilfelli. Ónæmisbælandi meðferð við langvarandi lifrarbólgu var inn- leidd á íslandi um 1970. í öðrum löndum hefur hún reynst hafa lítil áhrif á dánartíðni vegna skorpulifrar af öðrum orsökum en áfengi, eða innan við 5% (12,27,28). Eina meðferðin sem hefur haft einhver merkjanleg áhrif á horfur sjúklinga með skorpulifur af öðrum orsökum en áfengi er lifrarígræðsla. Einn sjúklingur lifir eftir lifrarígræðslu sem var gerð árið 1988, en þá var sjúklingur átta ára gamall. Krufningar: Tíðni skorpulifrar við krufningu gefur góðar vísbendingar um algengi ein- kennalausrar skorpulifrar. Á tímabilinu 1971- 1990 var skorpulifur greind klínískt hjá 142 sjúklingum. Á sama tímabili voru 98 sjúklingar greindir óvænt með skorpulifur við krufningu. Tíðni einkennalausrar skorpulifrar er því um 40%. Hjá þessum sjúklingum var skorpulifur ekki skráð sem aðalgreining á dánarvottorð- um, enda dóu þeir úr öðrum sjúkdómum. Tíðni skorpulifrar af öðrunt orsökum en áfengi: Tíðni skorpulifrar af öðrum orsökum en áfengi er mjög stöðug, um það bil 26 dauðs- föll á milljón íbúa 20 ára og eldri á ári, sem er um fimm til sjö sinnum lægri tíðni en skráð er í Svíþjóð og Danmörku (12). Þeir þættir sem geta stuðlað að lifraráverkum, annað hvort einir sér eða í samspili við áfengi eru fjölmarg- ir. Tíðni lifrarbólgu B og C á Islandi er mjög lág. Tíðni smitbera lifrarbólgu B er 0,07 (29) og tíðni lifrarbólgu C samkvæmt mótefnamæl- ingu í sermi í úrtakssýni er 0,2% (30). Eitranir af völdum iðnaðarefna eru tiltölulega fátíðar. Allir þessir þættir stuðla sennilega að því að tíðni skorpulifrar á Islandi af öðrum orsökum en áfengi er mjög lág.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.