Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 837 orðum. Tíðni áfengisskorpulifrar minnkaði marktækt á tímabilinu en ekki var breyting á tíðni skorpulifrar af öðrum orsökum. Tíðni skorpulifrar af öðrum orsökum jókst með hækkandi aldri en ekki var breyting á tíðni áfengisskorpulifrar. Rannsókn á krufningar- skýrslum benti til að um 40% sjúklinga með skorpulifur væru einkennalausir. Ályktun: Tíðni skorpulifrar á íslandi er mjög lág og sú lægsta í vestrænum löndum og gildir einu hver orsökin er. Ástæður eru óþekktar. Dánartíðni vegna áfengisskorpulifrar hefur lækkað marktækt þrátt fyrir 130% aukningu á áfengisneyslu. Ástæða er sennilega mjög virk meðferð við áfengissýki. Inngangur Skorpulifur er víða um heim algeng orsök dauðsfalla og sjúkleika. Faraldsfræði skorpu- lifrar hefur verið rækilega rannsökuð, ekki ein- vörðungu vegna sjúkdómsins sjálfs, heldur einnig vegna þess að hann er talinn geta gefið vísbendingu um algengi áfengissýki og áfengistengdra vandamála (1). Fjölmargar faraldsfræðilegar rannsóknir hafa sýnt fylgni milli dánartíðni vegna óflokkaðrar skorpulifr- ar og heildarneyslu áfengis og gildir það jafnt um löng tímabil og samanburð á milli landa á sama tíma (2-9). Nokkurt undrunarefni er hve þessi fylgni er sterk þegar haft er í huga að þó nokkur hluti óflokkaðrar skorpulifrar orsakast af sjúkdómum sem ekki tengjast áfengisneyslu. Hins vegar er vitað að áfengisskorpulifur er vanskráð á dánarvottorðum (10—12) og að áfengi er meðvirkandi þáttur í sumum tilfellum af skorpulifur af öðrum orsökum en áfengi (13). Vegna þessa hefur verið lagt til að nota skuli alla lifrarsjúkdóma sem eru skráðir krón- ískir í ICD kerfinu til að fá notadrýgsta mæli- kvarðann á áfengistengda skorpulifur (13). Nýlegar rannsóknir frá Kanada (14) og Banda- ríkjunum (15) hafa sýnt misræmi milli fylgni heildarneyslu áfengis og tíðni skorpulifrar og því haldið fram að nútíma lyflæknismeðferð (15.16) , þátttaka í starfi AA-samtakanna (15.17) eða hvort tveggja geti vegið á móti skaðvænlegum áhrifum mikillar áfengisneyslu. Rannsóknir á faraldsfræði skorpulifrar hafa verið notaðar til að móta forvarnar- og með- ferðaráætlanir og þess vegna er það mikill galli að örugg aðgreining á áfengisskorpulifur og skorpulifur af öðrum orsökum hefur ekki verið möguleg. Miklu skiptir hver orsök skorpulifr- arinnar er þegar meta á mögulegan árangur fyrirbyggjandi aðgerða þar sem áfengisskorpu- lifur er sjúkdómur sem hægt er að fyrirbyggja. Sömu sögu er ekki hægt að segja um skorpulif- ur af öðrum orsökum, en þó eru undantekn- ingar frá því í örfáum undirflokkum sjúkdóms- ins. I faraldsfræðilegum rannsóknum hafa marg- ar aðferðir verið reyndar til að greina á milli áfengisskorpulifrar og skorpulifrar af öðrum orsökum í dánartíðni vegna skorpulifrar. í því skyni hefur verið beitt óbeinum aðferðum sem byggja á svæðisbundnum (18) og kynjabundn- um mismun (19) og áætluð föst dánartíðni vegna skorpulifrar af öðrum orsökum notuð til að reikna út hlutfall vanskráningar þessa sjúk- dóms (12). Miðað við þann fjölda rannsókna á faraldsfræði skorpulifrar sem hafa byggt á dán- arvottorðum hafa tiltölulega fáar rannsóknir byggt á klínískum efniviði. Til eru þó rann- sóknir fráFinnlandi (20), Bandaríkjunum (16), Ítalíu (21) og Skotlandi (22) sem hafa bæði notað klínískan efnivið og dánarvottorð til þess að bæta hvort annað upp. í þeirri rannsókn sem hér er kynnt voru not- uð dánarvottorð til þess að rannsaka faralds- fræði skorpulifrar á tímabilinu 1951-1990 og jafnframt klínískur efniviður sem byggist á greiningarskrám, krufningarskrám og skrám yfir lifrarsýni fyrir sama tímabil. Á íslandi er dánartíðni vegna skorpulifrar mjög lág, um 15 tilfelli á milljón íbúa á ári, sú lægsta sem skráð var í 29 löndum (23). Tilgangur rannsóknarinnar var að sann- reyna dánartíðni vegna skorpulifrar eins og hún er skráð í Heilbrigðisskýrslum með því að bera hana saman við klínískan efnivið og krufningarskýrslur. Ennfremur að athuga breytingu á dánartíðni vegna skorpulifrar frá því fyrri grein var birt um sama efni (24). Efniviður og aðferðir Ranitsóktt á dánartíðni: Rannsóknin byggir á óútgefnum heimildum um dánarvottorð á tímabilinu 1951-1990 sem látnar voru í té af Guðna Baldurssyni á Hagstofu íslands. Sjúk- dómsgreiningar voru flokkaðar eftir sjöttu til níundu útgáfu á ICD kerfinu. Við greiningu á skorpulifur af öðrum orsökum en áfengi voru notuð númerin 581,0 úr ICD 6 og 7, nr. 571,8 og 571,9 úr ICD 8 og nr. 571,4, 571,5, 571,8 og 571,9 úr ICD 9. Greining á áfengisskorpulifur fékkst með því að nota númerin 581,1 úr ICD 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.