Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 47

Læknablaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 47
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 871 langt fram eftir aldri eru nokkuð styttri á full- orðinsárum en heilbrigðir jafnaldrar þeirra. Einnig getur kynþroski þeirra verið seinkaður (11). Er þetta talið geta haft áhrif á almennt heilsufar síðar á ævinni. Meirihluti foreldra leitar ráða ef ástandið er enn til staðar við upphaf skólagöngu, í okkar rannsókn 58% foreldra. Meðal barna með áunninn kvillann höfðu 75% verið rannsökuð en aðeins 19,5% barna sem höfðu alltaf misst þvag. Kunnum við ekki að skýra þann mun á annan hátt en að foreldrar fyrrnefnda hópsins virðast hafa meiri áhyggjur af ástandinu en foreldrar þess síðarnefnda. Meðferðarmöguleikar við ósjálfráðum þvag- látum eru margs konar en þeir hafa reynst misvel. Ef um líffæragalla er að ræða er hugs- anlegt að aðgerð hjálpi. í okkar rannsókn fóru fjögur börn í aðgerð en ekkert þeirra hlaut fullan bata við það. Lyfjameðferð felst aðal- lega í desmópressin nefúða, sem er náskylt ADH-hormóninu. Erlyfið gefið á kvöldin, 20- 40 míkrógrömm í nös og minnkar það þvagút- skilnað nýrna (5,6,7,12). Það er einnig til í töfluformi en skammtar eru þá mun stærri (11). Aukaverkanir eru fáar, helst höfuð- og kvið- verkir. Lyfið er talið virka í 60-80% tilvika en áhrifin eru oftast tímabundin og um 80% fá kvillann aftur að meðferð lokinni (3,5,6). Það er því oft notað ef barnið þarf að halda sér þurru í stuttan tíma, svo sem á ferðalögum. Imipramín, þrfhringlaga geðdeyfðarlyf, hefur einnig verið notað. Það hefur aðeins áhrif meðan á meðferð stendur og aukaverkanir þess eru slæmar. Notkunin hefur því minnkað verulega. Ýlutæki virðast gefa bestan árangur við næturþvaglátum. Er það tengt við rúmföt barnsins og nemur bleytu vegna þvagláta. Ar- angur er talinn vera 60-70% en í 20-40% til- vika er hann þó aðeins tímabundinn (3,5,7). Er þá oft reynt að bæta við lyfjagjöf. Annars kon- ar meðferð felst meðal annars í að takmarka drykkju á kvöldin, vekja börn á nóttu til að hafa þvaglát, blöðruþjálfun og atferlismótun, þar sem barnið er verðlaunað ef vel gengur (3,5). I okkar rannsókn reyndist árangur meðferð- ar lítill, sé til lengri tíma litið. Tvö börn löguð- ust alveg og höfðu þau notað bæði lyf og ýlu- tæki. Tímabundinn árangur varð hjá 53% þeirra sem fengu lyf og 62,5% þeirra sem not- uðu ýlutæki. Sum barnanna höfðu þó notað hvort tveggja. Þetta er ekki mjög ólíkt öðrum niðurstöðum en tíðni þeirra sem fengu kvillann aftur að lokinni meðferð virðist þó frekar há. Flest barna með kvillann læknast sjálfkrafa, 15-17% árlega eftir sjö ára aldur (3,8). Þegar rannsókn okkar var gerð, áttu að minnsta kosti 50% barna enn við þvaglátavanda að stríða. Hugsanlega er sú tala stærri, þar sem 15% svör- uðu ekki spurningunni hvenær barnið hefði hætt að missa þvag og má því ætla að hluti þeirra hafi enn þennan kvilla. Lokaorð Osjálfráð þvaglát eru nokkuð algeng meðal barna sem eru að hefja skólagöngu. Orsakir eru margvíslegar en erfðir eiga þar stóran þátt. Kvillinn hefur áhrif á sálarlíf barna og því þarf að hughreysta og styðja vel við þau. í sumum tilfellum er frekari meðferð nauðsynleg, oftast í formi lyfja eða ýlutækis. Árangur virðist þó aðeins tímabundinn. Flestir læknast sjálfkrafa, en kvillinn getur þó fylgt sumum fram á full- orðinsár og jafnvel haft áhrif á andlegt og lík- amlegt heilsufar. HEIMILDIR 1. Foreman J. Nephrology. In: Polin R, Ditmar M, eds. Pediatric secrets. lst ed. Philadelphia: Hanley and Bel- fus inc, 1989: 315-6. 2. Schulpen TWJ, Hirasing RA, de Jong TPVM, van der Heyden AJ, Dijkstra RH, Sukhai RN, et al. Going Dutch in nocturnal enuresis. Acta Pædiatr 1996; 85: 199-203. 3. Wille S. Primary nocturnal enuresis in children. Back- ground and treatment. Scand J Urol Nephrol 1994; 156/ Suppl: 1—48. 4. Barkin R. Enuresis. In: Barkin R, ed. Problem-orien- tated pediatric diagnosis. lst ed. Boston: Little, Brown & Co, 1990: 39-40. 5. DeMaso D, Rappaport L. Behaviour. In: Graef J. ed. Manual of pediatric therapeutics. 5th ed. Boston: Little Brown & Co, 1994: 555-7. 6. Danton R. Psychologic disorders. Gonzalez R. Urologic disorders in infants and children. In: Behrman R, Klieg- man R, Arvin A, eds. Nelson textbook of pediatrics. 15th ed. Philadelphia: WB Saunders, 1996: 79-80, 1544-5. 7. Alon U. Nocturnal enuresis. Pediatr Nephrol 1995; 9: 94-103. 8. Stenberg A, Lackgren G. Desmopressin tablets in the treatment of severe nocturnal enuresis in adolescents. Pediatrics 1994; 94: 841-6. 9. Eggert P, Kuhn B. Antidiuretic hormone regulation in patients with primary noctumal enuresis. Arch Dis Child 1995; 73: 508-11. 10. Wille S, Anveden L. Social and behavioural perspec- tives in enuretics, former enuretics and nonenuretic con- trols. Acta Pædiatr 1995; 84: 37-40. 11. Power C, Manor O. Asthma, enuresis and chronic ill- ness: long term impact on height. Arch Dis Child 1995; 73: 298-304. 12. Sérlyfjaskrá. Reykjavík: Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið, 1996.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.