Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 63

Læknablaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 63
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 885 Dómgreind lærist ekki af bókum! Um „kæru fóstureyðingarnefndar“ Eins og áður hefur komið fram í Læknablaðinu (Olafur Olafsson. Kæra fóstureyðingar- nefndar. Læknablaðið 1995; 81: 887 og Fréttatilkynning. Meint lögbrot landlœknis. Læknablað- ið 1996; 82: 83) var landlæknir kærður til ríkissaksóknara fyrir „hlutdeild í ólöglegri fóstureyð- ingu", en sekt getur varðað allt að fjögurra ára fangelsi. Land- læknir mótmælti þeirri kæru með eftirfarandi athugasemd- um: „Samkvæmt gildandi lögum í landinu bera læknar ábyrgð á læknisverkum sínum. Peir geta einnig orðið ábyrgir fyrir að synja beiðni um læknisverk. Svo er að sjá sem fyrrgreind nefnd telji að þessu sé ekki svona hátt- að um fóstureyðingu, sem kona óskar eftir við starfandi lækni, ef nefndin hefur áður staðfest synjun annars læknis til slíkrar aðgerðar. Þá verði með öllu óheimilt að framkvæma aðgerð- ina. í lögum um fóstureyðingar er þetta frávik frá almennum reglum um ábyrgð lækna á læknisverkum sínum hvergi nefnt. Þvert á móti er málinu svo háttað, að í frumvarpi að lögum á sínum tíma (Alþingi 1974) var svofellt ákvæði: „Hafi konu verið synjað um aðgerð á einu sjúkrahúsi, er ekki heimilt að framkvæma aðgerðina á öðru sjúkrahúsi nema leyfi nefndarinnar komi til.“ Við meðferð frumvarpsins á Alþingi var ákvæði þetta fellt út. Löggjafinn hafnaði þannig beinlínis bannreglu þeirri sem nefndin telur nú felast í lögun- um.“ Þrátt fyrir þessi skýru laga- ákvæði og ummæli tveggja laga- prófessora var kærunni ekki mótmælt af þáverandi lögmanni Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytisins. Ríkissaksóknari rannsakaði málið, taldi ekki ástæðu til að- gerða og vísaði málinu frá. Ólafur Ólafsson landlæknir Kæru læknar! í ár hefur verið ákveðið að senda ykkur ekki jólakort en láta heldur andvirði þess renna til Barnaspítala Hringsins. Gleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum það liðna með ósk um áframhaldandi gott samstarf Ciba, Dumex, Hoechst Marion Roussel, Janssen-Cilag, Roche, Sanofi Win- throp, Schering, Searle, Servier, SmithKline Beecham, Synthelabo, Thorar- ensen Lyf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.