Læknablaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 10
838
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
og 7, 571,0 úr ICD 8 og 571,0, 571,1, 571,2 og
571,3 úr ICD 9.
Klínísk tíöni: Klínísk tíðni var metin með
tveimur nátengdum aðferðum:
Aðferð 1: Greiningarskrár þriggja stærstu
sjúkrahúsanna í Reykjavík og Fjórðungs-
sjúkrahússins á Akureyri voru kannaðar fyrir
tímabilið 1971-1990. Ef þar var skráð skorpulif-
ur, hækkaður portæðarþrýstingur, vökvi í
kviðarholi eða blæðing frá æðagúlum í vélinda,
annað hvort sem aðal- eða meðfylgjandi sjúk-
dómsgreining var leitað að lifrarsýnum og þau
endurskoðuð. Ef vefjagreiningin stóðst skil-
merki (25) voru sjúkraskýrslur kannaðar og
sjúklingar flokkaðir eftir orsakavaldi sjúk-
dómsins. Þess var vandlega gætt að telja hvert
tilfelli aðeins einu sinni og greiningardagur var
talinn sá er lifrarsýnið var tekið.
Aðferð 2: í greiningarskrá Rannsóknarstofu
Háskóla íslands í meinafræði var leitað að öll-
um lifrarsýnum teknum á tímabilinu. Öll sýni
sem greind höfðu verið sem skorpulifur voru
endurmetin af Bjarka Magnússyni. Lifrarsýna-
skráin var síðan borin saman við greiningar-
skrár sjúkrahúsanna.
Horfur sjúklinga í klínísku rannsókninni
voru rnetnar með tveimur aðferðum:
Aðferð 1: Nöfn látinna íslendinga eru tekin
úr þjóðskrá ári eftir dauðsfall. Fimm ára lifun
var því metin fyrir tímabilið 1970-1985 með því
að kanna þjóðskrá sex árum eftir greiningu. Ef
nöfnin voru ekki í þjóðskrá var sjúklingur tal-
inn látinn.
Aðferð 2: Fjöldi dauðsfalla í dánartíðnirann-
sókninni var borinn saman við fjölda greindra
tilfella í klínísku rannsókninni. Með því fæst
óbeint mat á lifun en takmörk þeirrar aðferðar
er að ekki er mögulegt að staðhæfa að skorpu-
lifur hafi verið dánarorsökin. Þessi aðferð var
því aðallega notuð til að sannreyna gildi þeirra
upplýsinga sem fengust úr dánarvottorðum.
Krufningarrannsókn: Allar krufningar-
skýrslur fyrir árin 1971-1990 voru kannaðar og
leitað að skorpulifur. í öllum þeim tilvikum
þar sem skorpulifur hafði greinst í krufningu
voru lifrarsýni endurmetin.
Upplýsingar um áfengisneyslu: Upplýsingar
um sölu áfengra drykkja voru fengnar frá
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. Neyslutöl-
ur voru reiknaðar sem lítrar af hreinum vín-
anda á hvern íbúa, 15 ára og eldri.
Mannfjöldi: íslendingum fjölgaði úr 150.000
árið 1951 í 250.000 árið 1990. Flutningur úr
landi var innan við 1% á ári. Vegna fámennis
þjóðarinnar er ekki mögulegt að gera ná-
kvæma aldurs- og kynjaskiptingu. Meðal-
mannfjöldi á hverju fimm ára tímabili var
reiknaður út svo og meðaltíðni fyrir hverja
milljón íbúa á ári í aldursflokkunum 20-49,
50-69 og eldri en sjötugt. Þessi flokkun aldurs
var valin til að fá vísbendingar um breytingar
hjá ungu, miðaldra og gömlu fólki. Ekki er
mögulegt að gera sérstaka kynjaskiptingu. Þar
sem aðeins fundust þrír sjúklingar innan við
tvítugt (allir með meðfæddan galla í gallvegum
og/eða enga gallvegi) þá nær rannsóknin ekki
til allrar þjóðarinnar, heldur er hún takmörkuð
við 20 ára og eldri.
Staðtölulegar aðferðir: Gert var ráð fyrir að
sá fjöldi tilfella sem fyndist á hverju tímabili
eða í hverjum aldurshópi fylgdi Poisson dreif-
ingu og samkvæmt þeirri forsendu voru 95%
öryggismörk reiknuð og síðan fjöldi tilfella á
milljón íbúa. Tíma- og aldursleitni var prófuð
með kí-kvaðratsprófi og marktækni sett við
p<0,05. Forsendur prófsins voru að tölugildi
næðu fimm í hverju hólfi töflunnar. Ef þessar
forsendur voru brotnar var sett spurningar-
merki við p-gildi. Kí-kvaðratsprófið fyrir tvö
óháð sýni var einnig notað til að meta mismun
milli kynja.
Niðurstöður
Dánartíðni: Alls lést 121 sjúklingur af völdum
skorpulifrar á tímabilinu (tafla I). Tuttugu og
níu (24%) létust af völdum áfengisskorpulifr-
ar. Hlutfall karla og kvenna er 3,8 fyrir áfengis-
skorpulifur og 1,1 fyrir skorpulifur af öðrum
orsökum (X2 = 5,6, p<0,025). í töflu II ersýnd
tíðni í aldursflokkum og í töflu III tíma- og
aldursleitni fyrir áfengisskorpulifur og skorpu-
lifur af öðrum orsökum. Tíðni fer marktækt
lækkandi með tíma fyrir áfengisskorpulifur í
aldursflokknunt 20-49 ára og hjá þeim sem eru
eldri en tvítugir, en engin tímaleitni var fyrir
Table I. Number of deaths from alcoholic and non-alcoholic
cirrhosis in Iceland 1951-1990.
1951- 1970 1971- 1990
Males Females Males Females Total (%)
Alcoholic cirrhosis 16 3 7 3 29 (24)
Non-alcoholic cirrhosis 26 22 22 22 92 (76)
Total 42 25 29 25 121 (100)