Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 45

Læknablaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 45
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 869 Voru börnin þá á öllum aldri, flest þó fyrir skólagöngu. Spurt var hvort þvaglátin hefðu verið að nóttu eða degi og höfðu 56% einnig og sum eingöngu misst þvag að degi til. Mörg voru hætt því en 59% áttu enn við einhvern vanda að stríða við upphaf skólagöngu. Þá var athugað hvort ósjálfráð þvaglát lægju í ættum og spurt um nána ættingja með þekkt- an kvillann. Meðal barna sem aldrei höfðu hætt þvaglátum áttu 58% ættingja með sögu um næturþvaglát og 11% áttu ættingja, með sögu um bæði nætur- og dagþvaglát. Þau börn sem höfðu hætt þvaglátum um tíma áttu í 69% tilfella ættingja með sögu um næturþvaglát og ættingjar 6% höfðu haft nætur- og dagþvag- látavanda. Meðal barna úr viðmiðunarhópi áttu 29% ættingja með sögu um næturþvaglát og 4% ættingja með nætur- og dagþvaglát. Athyglisvert er að 44% sjúklinga áttu for- eldri með sögu um þennan kvilla en aðeins 10% barna úr viðmiðunarhópi. Munurinn reyndist marktækur (p=0,003). Alls 21% sjúklinga áttu eitt eða fleiri systkini, sem höfðu haft kvillann en 14% barna í viðmiðunarhópi. Reyndust 48% sjúklinga en 20% barna úr viðmiðunarhópi eiga aðra ættingja með sögu um þvaglátavanda og er þar líka marktækur munur (p=0,007). Algengast var að það væru systkini foreldra eða börn þeirra. Spurt var hversu mikil áhrif kvillinn hefði haft á börnin og foreldra þeirra. Sögðu 88% foreldra að börn þeirra hefðu verið farin að finna fyrir kvillanum við sex ára aldur og fund- ist þetta leiðinlegt. Voru það 89% barna sem höfðu alltaf haft vandann en 87% þeirra sem hætt höfðu um tíma. Aðeins tveimur börnum var strítt vegna þessa svo vitað sé en um 29% skömmuðust sín vegna kvillans. Margir foreldrar höfðu áhyggjur af ástand- inu við upphaf skólagöngu, 67% þeirra sem áttu börn með kvillann frá upphafi en 81% þeirra barna sem höfðu hætt um tíma. Höfðu foreldrar 58% sjúklinga leitað ráða áður en skólaganga hófst, ýmist hjá barna- eða heimil- islæknum. Kannað var hvort hugsanlegt væri að aðrir sjúkdómar gætu á einhvern hátt verið hluti af orsök þvaglátavanda. Fyrst spurðum við um tíðni þvagfærasýkinga. Reyndust 15% allra að- spurðra hafa sögu um sýkingu. Voru það 21% sjúklinga, 17% þeirra sem alltaf höfðu haft kvillann en 31% þeirra sem höfðu hætt um Fig. 1. Number of children with diseases other than enuresis. tíma. Flestir sjúklinganna höfðu sögu um bæði nætur- og dagþvaglát. Aðeins 8% barna úr viðmiðunarhópi höfðu fengið sýkingu eða fjög- ur börn. Reyndist munurinn ekki marktækur (p=0,12). Spurt var hvort börnin væru haldin öðrum sjúkdómum. Reyndist svo vera hjá 35% sjúk- linga og 29% barna úr viðmiðunarhópi. Voru þetta ýmiss konar sjúkdómar. Langalgengastir voru ofnæmissjúkdómar, astmi og exem, sem 50% barnanna höfðu, jafnt sjúklingar sem börn úr viðmiðunarhópi. Fjögur börn eða 12% höfðu önnur þvagfæravandamál, tveir sjúk- lingar (einn með bakflæði, annar með fjöl- blöðrubólgu (cystitis bullosa)) og tvö börn úr viðmiðunarhópi (eitt með bakflæði, annað með prótínmigu). Einnig höfðu fjögur börn einhver einkenni frá miðtaugakerfi, tveir sjúk- lingar, báðir með hegðunartruflanir og tvö börn úr viðmiðunarhópi, annað með svip- vöðvakippi (Tourette heilkenni) og hitt með heilakveisu (mynd I). Spurt var hvort barnið hefði verið rannsakað vegna vanda síns. Reyndist svo vera hjá 19,5% þeirra sem ávallt höfðu haft kvillann en hjá 75% barna, sem náð höfðu stjórn á þvaglátum um tíma. Algengast var að barnalæknar hefðu haft umsjón með þeirri rannsókn, ýmist á Ak- ureyri eða í Reykjavík. Hafði meðferð verið reynd hjá 54% sjúk- linga, 50% barna sem höfðu alltaf misst þvag en 69% hinna. Hjá 52% hafði verið reynd lyfjagjöf en 55% höfðu reynt að nota ýlutæki. Hjá 41% barna hafði önnur aðferð verið reynd. í helmingi tilfella fólst það í að takmarka drykkju á kvöldin og setja börnin á salerni fyrir svefn eða um nótt. Fjögur börn höfðu farið í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.