Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 54

Læknablaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 54
878 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 Frá Félagi ungra lækna Kæru félagar, nú er aðalfundur FUL liðinn og ný stjórn tekin til starfa. Hér á eftir mun fráfarandi formaður tíunda helstu störf stjórnar á síðastliðnu ári. Síðan verður fjallað um aðalund FUL, stjórnar- skipti, lagabreytingar, helstu verkefni framundan og tilkynningar til unglækna. Mjög mikilvægt er að allir unglæknar lesi þetta yfir og kynni sér þannig lauslega þau hagsmuna- og kjaramál sem stjórn FUL hefur barist fyrir undanfarin ár, með ágætum árangri. Skýrsla stjórnar FUL 1995-1996 Starfsárið sem er að baki hef- ur síður en svo verið tíðinda- laust. Hæst ber baráttuna fyrir því að hnekkja aðgengistak- mörkunarákvæðinu í samningi stofusérfræðinga og Trygginga- stofnunar ríkisins. Annað er barátta fyrir bættri stöðu FUL innan LÍ, mál sem þokaðist nokkuð á árinu - ekki síst vegna vikulegra „Perlufunda“ í sum- ar, þar sem stjórnin og fleiri hittust og skipulögðu stefnu FUL fyrir aðalfund LI í septem- ber. Annað mikilvægt mál hefur verið baráttan við LIN sem virðist engan endi ætla að taka. Kjaradeilur hefur okkur ekki með öllu tekist að forðast, þó hefur verið rólegra á þeim víg- stöðvum en oft áður. Tíminn hefur í staðinn verið nýttur í það að setja niður á blað kröfur fyrir næstu baráttu. Fræðsluvika LI var með hefðbundnum hætti og kom félagið nokkuð að skipu- lagningu hennar ásamt öðrum. Einkamál einstakra unglækna hafa líka tekið töluvert á. Lítill tími hefur því gefist til að sinna öðrum hlutum eins og uppbygg- ingu safns með upplýsingum um nám erlendis, almennum fræðslu- og menntunarmálum og svo framvegis. Þó var á árinu haldið námskeið á vegum fé- lagsins um ákvarðanatöku varð- andi sérnám. Mæltist það vel fyrir og er vonandi að framhald verði á slíku. Barátta gegn aðgengis- takmörkunum i samningi LR og TR Hvers vegna viljum við ekki samning af þessu tagi? Fyrir það fyrsta teljum við samninginn stríða gegn sam- keppnislögum (nr. 8/1993 m.br. nr. 24/1994). í öðru lagi veltum við því fyrir okkur hvort óeðli- lega hafi verið staðið að sam- þykkt samningsins og í þriðja lagi veltum við því fyrir okkur hvort sérfræðingar er sam- þykktu samninginn hafi gerst brotlegir við 29. grein siða- reglna lækna. Hvað höfum við gert ? Stjórn félagsins hófst þegar handa við að kanna möguleika á úrsögn úr LÍ samkvæmt sam- þykktri ályktun almenns félags- fundar FUL þann 14. mars 1996. Að lokum ákváðum við að láta slíkt ógert að sinni, enda von okkar að fleira sameini lækna en sundri. Nýafstaðinn aðal- fundur LÍ, þar sem friðar- og sáttavilji ríkti. styrkti okkur í þeirri von um samstöðu meðal lækna. Við ákváðum einnig að höfða ekki mál fyrir dómstólum út af formlegri gerð samningsins og kæru til siðanefndar létum við einnig eiga sig. Frá upphafi töldum við hins vegar að okkar mikilvægasti mótleikur yrði að fá aðgengisákvæðinu hnekkt út frá samkeppnislögum. Lög- fræðingar voru því sammála, bæði Ágúst Sindri Karlsson sem rekur málið og Arnmundur Bachmann. FUL sendi kæru til Samkeppnisstofnunar í nóv- ember 1995. Búið er að taka málið til fyrri afgreiðslu í Sam- keppnisráði. Samkvæmt heim- ildum okkar fengu sjónarmið unglækna þar góðan hljóm- grunn og er endanlegs svars Samkeppnisráðs að vænta í nóv- ember eða desember. Við settum svo mikla orku í áframhaldandi baráttu innan LI fyrir því að samningur af þessu tagi verði ekki gerður aftur. Það var ljóst að það yrði helst með því að fá samþykkta ályktun á aðalfundi LÍ sem myndi binda hendur samninganefndar LI. a) Því studdum við á auka- aðalfundi LI sem haldinn var um skipulag heilbrigðismála 4. september síðastliðinn, ályktun frá sérfræðilæknum! sem fjallaði um að einn hópur lækna geti ekki gert samninga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.