Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 49

Læknablaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 49
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 873 ingamanns sé að finna þessa greiningu, ekki heldur þó hann sé að útskrifast eftir hjartaáfall. Sjaldan gleymum við hins vegar að setja greiningar eins og Gil- berts sjúkdóm, sem hefur þó harla lítið gildi fyrir sjúklinginn nema þá til ills, að hann telji sig veikan. Samkvæmt upplýsing- um frá Hagstofu íslands eru reykingar eða tóbaksnotkun nær aldrei tilgreind á dánarvott- orðum sem undanfarandi orsök eiginlegs dánarmeins. Petta stangast á við þá staðreynd að talið er að að minnsta kosti 300 manns látist árlega vegna tó- bakstengdra sjúkdóma. Þessu þurfum við að breyta. Skráning- in er mikilvæg til upplýsinga og það að skrá eða skrá ekki er líka hluti af viðhorfi læknis til tó- baksins. Viðtalið Reykingamenn á að umgang- ast af nærgætni og tillitssemi eins og annað fólk. Sú tillitssemi má ekki verða til þess að við ræðum ekki, eða ræðum bara í hálfkæringi, um tóbaksfíknina. Engu viðtali læknis við sjúkling ætti að ljúka án þess að læknir- inn hafi aflað sér vitneskju um hvort sjúklingurinn notar tó- bak. Þetta gildir um allar sér- greinar, bæði á sjúkrahúsum og utan þeirra. Sjúkdóminn nikó- tínfíkn þarf að nálgast sam- kvæmt lögmálum læknisfræð- innar, rétt eins og aðra sjúk- dóma. Þar þarf að viðhafa fagleg vinnubrögð. Það er mín tilfinning að miðað við umfang tóbaksvandans, fái tóbaksfíkn ekki jafn vandaða faglega nálg- un eins og til dæmis hækkaðar blóðfitur. Rannsóknir sýna að það eitt að læknir taki upp tó- baksspurninguna við sjúkling sem reykir eykur líkur á að hann hætti að reykja. Og geri læknir- inn það á skipulegan hátt og markvisst, verður árangurinn enn betri. Stefnumörkun heilbrigöisstofnana Heilbrigðisstofnanir ættu að leitast við að vera skrefinu á undan gildandi tóbaksvarnalög- um. Það er ekki ásættanlegt að starfsmenn heilbrigðisstofnana reyki í vinnutíma sínum. Enn er þó algengt að starfsmenn sem vilja reykja, fullnægi þeirri þörf í reykkompum eða úti undir vegg. Það er ófögur ásjóna stofnunar sem hyggst vinna að tóbaksvörnum og gerir starf- semina ekki trúverðuga. Heil- brigðisstarfsmenn, þar á meðal læknar, þurfa í ríkari mæli að flétta tóbaksvarnir inn í sín dag- legu störf. Læknasamtök Aðalfundur og að ég held aðrir fundir á vegum LI hafa ár- um saman verið reyklausir og er það vel. Tími er kominn til að ganga lengra og ryðja reykleys- inu nýjar brautir. Allt húsnæði í eigu læknasamtaka ætti að vera reyklaust, þar með taldar svalir og lóðir, einnig þegar það er leigt öðrum til afnota. Vonandi er það þannig með stoltið okkar stóra að Hlíðasmára 8. Útrýming óbeinna reykinga Það verður æ ljósara hve óbeinar reykingar eru hættuleg- ar heilsu. Ekki síst gildir þetta um börn. í gildandi tóbaks- varnalögum eru ákvæði til að vernda þá sem ekki reykja fyrir þessum áhrifum. Þar vantar þó mikið á að rétturinn til reykleys- is sé tryggður. íbúar á Austur- landi eru um samgöngur við höfuðstaðinn verulega háðir flugi. Upphaf og endir slíkra ferðalaga eru í flugstöðvum á Egilsstöðum og í Reykjavík. Fá- ir staðir bjóða viðskiptavinum sínum óheilnæmara loft og er það vegna mikilla reykinga sem þar viðgangast. Mikil er mót- sögnin við reyklausa flugið sem tengir þessi tvö reykhús í rekstri flugmálastjórnar. Foreldrar með börn velja sumir hverjir að bíða flugs á hlaði þessara flug- stöðva, fremur en inni. Við læknar getum sem hægast gert þetta og hliðstæð dæmi að okkar málum. Sem einstakling- ar getum við kvartað í hvert sinn sem við förum um slíka staði og sem faghópur þrýst á um laga- breytingu, með sterkum heil- brigðisrökum gegn óbeinum reykingum ekki síst í þágu barna. Tóbaksvarnalög Læknar þurfa mjög að láta sig það varða að tóbaksvarnalög séu haldin. Það má gera með því að hver og einn óski réttar síns svo sem til reykleysis á veitinga- húsi. Við getum einnig aðstoð- að og veitt aðhald heilbrigðis- nefndum, sem eru eftirlitsaðilar með lögunum. Læknar og sam- tök þeirra ættu að vinna mark- visst að því að tóbaksverð verði hækkað verulega. Fátt myndi trúlega draga meir úr reyking- um unglinga. Læknar ættu líka að hvetja til þess að nikótín verði flokkað sem fíkniefni í lagalegum skilningi, sem og að það verði sett á bannlista al- þjóðlegu ólympíunefndarinnar. Læknadeild, einstakir læknar og samtök lækna sem setja sjálf- um sér strangari reglur varðandi tóbak en kveðið er á um í tó- baksvarnarlögum hverju sinni, vinna mikið forvarnarstarf. Slíkt er til þess fallið að skapa skoðun í átt til tóbaksleysis og þegar vaxandi fjöldi fólks gerir hana að sinni þá auðveldar það setningu strangari laga. Tökum höndum saman og nýtum kunn- áttu okkar og aðstöðu enn betur til tóbaksvarna. Það væri í þágu einstaklinga og þjóðar, fæli í sér betri nýtingu fjármagns og myndi ekki skerða, heldur auka frelsi bæði sjúklinga og lækna. Pétur Heimisson Egilsstöðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.