Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 55

Læknablaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 55
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 879 sem hafa áhrif á kjör annarra lækna nema með samþykki stjórnar LI og/eða aðalfund- ar. Sú ályktun var samþykkt. b) Við settum fram harðorða ályktun á aðalfundi LÍ nú 20. og 21. september. Að lokum náðist sátt um endurbætta út- gáfu þeirrar tillögu, (Sam- þykkt nr.7, Læknablaðið 1996; 82: 720), frá FUL, FÍ- LÍN, FÍLÍS og FÍLÍNA. Þar eru aðgengishömlur for- dæmdar mjög einhart. í baráttu sérfræðilækna að undanförnu gegn „stefnu Heil- brigðisráðuneytis í heilsugæslu" hafa þeir notað meira og minna öll okkar rök - þau sömu og við beittum gegn þeim í vor. Þeir hafa því tekið upp okkar sjónar- mið - og höfðu þau trúlega margir hverjir áður. Samningur með aðgengistakmörkunum er hins vegar staðreynd. Það verð- ur erfitt að ná þessu ákvæði í burtu. Sérfræðingarsegjast vilja losna við það líka og því er rétt að snúa bökum saman og skil- greina sameiginlegan óvin í þessu máli, sem eru heilbrigðis- yfirvöld. Staða unglækna innan LÍ Óánægja unglækna með Læknafélag íslands er ekki ný af nálinni. Fyrir þremur árum hug- leiddi FUL alvarlega úrsögn úr LI eftir mikla umræðu meðal fé- lagsmanna. Þá varð hins vegar úr að doka við, enda vonir bundnar við nefnd er endur- skipuleggja átti LI, auk þess sem loforð voru gefin um betri þjónustu skrifstofu félagsins og bætta aðstöðu í nýju húsnæði. Nefnd þessi (undir forystu Magnúsar R. Jónassonar) gerði mikilvægar en minniháttar breytingar á LI og það er enn óbreytt að FUL er i raun vart til sem félag innan LI samkvæmt lögum og hefur miklu minni áhrif en vera ætti ef litið er á fjölda félagsmanna. Þjónusta skrifstofunnar hefur batnað, en enn hafa unglæknar enga að- stöðu þar á bæ. Slíkt er óviðun- andi. FUL hefur í ár margítrek- að kröfur sínar um húsnæði og hefur góðar vonir um að fljót- lega rætist úr þeim málum. Hvað varðar lagalega stöðu FUL innan LÍ þá er það flókið mál. Okkar krafa hefur verið sú að LÍ verði algerlega endur- skipulagt - ný lög verði gerð. Við fengum í gegn á aðalfundi LI nú í september að nefnd um endurskipulagningu félagsins (sem Jón Snædal stýrir) vinni kröftuglega í vetur og ný lög verði samþykkt á aukaaðal- fundi í vor eða á aðalfundi næsta haust. Þetta er mikilvægt atriði. Nú seinni part sumars og í haust höfum við unglæknar tal- að máli friðar og einingar meðal lækna - um leið og við höfum krafist þess að grundvallar- mannasiðir og tillitssemi sé í há- vegum höfð á meðal lækna. Staðreyndin er sú að læknar standa nú höllum fæti á mörgum vettvangi. Ef við ætlum að halda okkar hlut og viðhalda virðingu og áhrifum læknastétt- arinnar, þá verðum við að standa saman. Stefnumótun í heilbrigðismálum er það sem helst hefur verið ágreiningur um, þótt fleira komi til. Við höf- um krafist þess að reynt verði að tryggja í lögum félagsins að einn hópur lækna geti ekki gengið á hlut annarra lækna - og fengum í því máli stuðning sérfræðinga undir haustið. Að auki óskuð- um við á aðalfundi LÍ eftir því ásamt öðrum að mikil vinna yrði sett í það að móta heil- brigðisstefnu læknasamtak- anna. Mikið nefndastarf (undir forystu Pálma Jónssonar) og síðan málþing um málið er fyrir höndum í vetur. Lánasjóðsmálið Þetta er málið endalausa. Allt frá 1991 hefur FUL verið að berjast við að fá framhaldsnám lækna erlendis metið lánshæft. Ekki endilega af því að við mun- um fá svo miklar greiðslur úr sjóðum LÍN, heldur af því að lánshæfið mun fresta endur- greiðslum fyrri námslána - sem oft eru þungur baggi á launalág- um læknum í námi erlendis. Úrskurður umboðsmanns Al- þingis féll loks í vor í prófmáli tveggja lækna sem voru eitt sinn í námi í lyflækningum í Madison í Bandaríkjunum. Sá úrskurður var okkur unglæknum í hag. LÍN þrjóskast hins vegar við - formaður FUL fór tvisvar á fund menntamálaráðherra og einu sinni á fund formanns stjórnar LIN út af þessu máli. Niðurstaðan er sú að nýtt próf- mál frá tveimur læknum í Madi- son (Sigurði Böðvarssyni og Þorbirni Guðjónssyni) er nú fyrir stjórn sjóðsins. Verði úr- skurður þar óvilhallur er næsta skref að kæra til menntamála- ráðherra. Ef það dugar ekki verður að fara fyrir dómstóla - sem hefði kannski verið rétt að gera strax fyrir fimm árum. Kjaramál Inga S. Þráinsdóttir var for- maður kjaramálanefndar fram í september þegar Viðar Magn- ússon tók við. Helgi Kj. Sig- urðsson er fulltrúi Sjúkrahúss Reykjavíkur. Þetta var frekar tíðindalítið ár á þessu sviði, en grunnurinn að næstu samning- um byggður með markvissum hætti. Aðalmál ársins var „8 - 10 málið“ á Ríkisspítulum. Mál sem gekk út á það að Ríkisspít- alar hugðust með þriggja mán- aða fyrirvara breyta kjörum lækna á bundnum vöktum með því að hætta að greiða þeim á milli kl. 8 og 10 morguninn eftir næturvakt. Þarna ætlaði spítal- inn að túlka grein í kjarasamn- ingi á nýjan hátt. Unglæknar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.