Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.1996, Side 55

Læknablaðið - 15.12.1996, Side 55
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 879 sem hafa áhrif á kjör annarra lækna nema með samþykki stjórnar LI og/eða aðalfund- ar. Sú ályktun var samþykkt. b) Við settum fram harðorða ályktun á aðalfundi LÍ nú 20. og 21. september. Að lokum náðist sátt um endurbætta út- gáfu þeirrar tillögu, (Sam- þykkt nr.7, Læknablaðið 1996; 82: 720), frá FUL, FÍ- LÍN, FÍLÍS og FÍLÍNA. Þar eru aðgengishömlur for- dæmdar mjög einhart. í baráttu sérfræðilækna að undanförnu gegn „stefnu Heil- brigðisráðuneytis í heilsugæslu" hafa þeir notað meira og minna öll okkar rök - þau sömu og við beittum gegn þeim í vor. Þeir hafa því tekið upp okkar sjónar- mið - og höfðu þau trúlega margir hverjir áður. Samningur með aðgengistakmörkunum er hins vegar staðreynd. Það verð- ur erfitt að ná þessu ákvæði í burtu. Sérfræðingarsegjast vilja losna við það líka og því er rétt að snúa bökum saman og skil- greina sameiginlegan óvin í þessu máli, sem eru heilbrigðis- yfirvöld. Staða unglækna innan LÍ Óánægja unglækna með Læknafélag íslands er ekki ný af nálinni. Fyrir þremur árum hug- leiddi FUL alvarlega úrsögn úr LI eftir mikla umræðu meðal fé- lagsmanna. Þá varð hins vegar úr að doka við, enda vonir bundnar við nefnd er endur- skipuleggja átti LI, auk þess sem loforð voru gefin um betri þjónustu skrifstofu félagsins og bætta aðstöðu í nýju húsnæði. Nefnd þessi (undir forystu Magnúsar R. Jónassonar) gerði mikilvægar en minniháttar breytingar á LI og það er enn óbreytt að FUL er i raun vart til sem félag innan LI samkvæmt lögum og hefur miklu minni áhrif en vera ætti ef litið er á fjölda félagsmanna. Þjónusta skrifstofunnar hefur batnað, en enn hafa unglæknar enga að- stöðu þar á bæ. Slíkt er óviðun- andi. FUL hefur í ár margítrek- að kröfur sínar um húsnæði og hefur góðar vonir um að fljót- lega rætist úr þeim málum. Hvað varðar lagalega stöðu FUL innan LÍ þá er það flókið mál. Okkar krafa hefur verið sú að LÍ verði algerlega endur- skipulagt - ný lög verði gerð. Við fengum í gegn á aðalfundi LI nú í september að nefnd um endurskipulagningu félagsins (sem Jón Snædal stýrir) vinni kröftuglega í vetur og ný lög verði samþykkt á aukaaðal- fundi í vor eða á aðalfundi næsta haust. Þetta er mikilvægt atriði. Nú seinni part sumars og í haust höfum við unglæknar tal- að máli friðar og einingar meðal lækna - um leið og við höfum krafist þess að grundvallar- mannasiðir og tillitssemi sé í há- vegum höfð á meðal lækna. Staðreyndin er sú að læknar standa nú höllum fæti á mörgum vettvangi. Ef við ætlum að halda okkar hlut og viðhalda virðingu og áhrifum læknastétt- arinnar, þá verðum við að standa saman. Stefnumótun í heilbrigðismálum er það sem helst hefur verið ágreiningur um, þótt fleira komi til. Við höf- um krafist þess að reynt verði að tryggja í lögum félagsins að einn hópur lækna geti ekki gengið á hlut annarra lækna - og fengum í því máli stuðning sérfræðinga undir haustið. Að auki óskuð- um við á aðalfundi LÍ eftir því ásamt öðrum að mikil vinna yrði sett í það að móta heil- brigðisstefnu læknasamtak- anna. Mikið nefndastarf (undir forystu Pálma Jónssonar) og síðan málþing um málið er fyrir höndum í vetur. Lánasjóðsmálið Þetta er málið endalausa. Allt frá 1991 hefur FUL verið að berjast við að fá framhaldsnám lækna erlendis metið lánshæft. Ekki endilega af því að við mun- um fá svo miklar greiðslur úr sjóðum LÍN, heldur af því að lánshæfið mun fresta endur- greiðslum fyrri námslána - sem oft eru þungur baggi á launalág- um læknum í námi erlendis. Úrskurður umboðsmanns Al- þingis féll loks í vor í prófmáli tveggja lækna sem voru eitt sinn í námi í lyflækningum í Madison í Bandaríkjunum. Sá úrskurður var okkur unglæknum í hag. LÍN þrjóskast hins vegar við - formaður FUL fór tvisvar á fund menntamálaráðherra og einu sinni á fund formanns stjórnar LIN út af þessu máli. Niðurstaðan er sú að nýtt próf- mál frá tveimur læknum í Madi- son (Sigurði Böðvarssyni og Þorbirni Guðjónssyni) er nú fyrir stjórn sjóðsins. Verði úr- skurður þar óvilhallur er næsta skref að kæra til menntamála- ráðherra. Ef það dugar ekki verður að fara fyrir dómstóla - sem hefði kannski verið rétt að gera strax fyrir fimm árum. Kjaramál Inga S. Þráinsdóttir var for- maður kjaramálanefndar fram í september þegar Viðar Magn- ússon tók við. Helgi Kj. Sig- urðsson er fulltrúi Sjúkrahúss Reykjavíkur. Þetta var frekar tíðindalítið ár á þessu sviði, en grunnurinn að næstu samning- um byggður með markvissum hætti. Aðalmál ársins var „8 - 10 málið“ á Ríkisspítulum. Mál sem gekk út á það að Ríkisspít- alar hugðust með þriggja mán- aða fyrirvara breyta kjörum lækna á bundnum vöktum með því að hætta að greiða þeim á milli kl. 8 og 10 morguninn eftir næturvakt. Þarna ætlaði spítal- inn að túlka grein í kjarasamn- ingi á nýjan hátt. Unglæknar

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.