Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 44

Læknablaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 44
868 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 þriggja ára (1). Þvagmissir að nóttu er talinn vera hjá börnum yfir fimm ára aldri, sem missa þvag að minnsta kosti tvisvar sinnum í mánuði og einu sinni í mánuði eldri en sex ára (2). Ósjálfráðum þvaglátum má skipta í frum- og áunninn kvilla og er sá síðarnefndi til staðar ef barn hefur hætt að missa þvag í að minnsta kosti sex mánuði samfleytt (2). Næturþvaglát hafa verið þekkt frá ómunatíð og var meðferð fyrst lýst 1550 fyrir Krist. Var notuð blanda af einiberjum, kýprusviði og bjór. Á 18. og 19. öld voru reynd ýmis lyf, svo sem striknín, atrópín og klórhýdrat (3). Ymsar rannsóknir hafa verið gerðar á ósjálf- ráðum þvaglátum, hvað varðar algengi, orsak- ir, meðferð og fylgikvilla. Þær hafa ekki alltaf gefið sambærilegar niðurstöður og því ljóst að ýmis atriði varðandi kvillann þarfnast frekari athugunar. Markmið rannsóknar okkar var að kanna tíðni þessa kvilla meðal skólabarna á Akureyri, hugsanlega sjúkdóma sem að baki kunna að liggja og áhrif kvillans á líf barna og foreldra þeirra. Einnig vildum við athuga hversu oft væri leitað úrlausna, hverjar þessar úrlausnir væru og árangur þeirra. Efniviður og aðferðir Farið var í alla grunnskóla á Akureyri og skoðaðar heilsufarsskrár barna sem fædd voru 1986-1988. Fundin voru þau börn sem talin voru eiga við ósjálfráð þvaglát að stríða við upphaf skólagöngu. Þau reyndust vera 62 tals- ins. Viðmiðunarhópur var valinn eftir fyrir- fram ákveðinni aðferð, þannig að úr bekkjar- listanum var fundið barn af sama kyni, sem ekki var sagt haldið kvillanum. Fengið var leyfi Tölvunefndar og samþykki Siðanefnda Fjórð- ungssjúkrahússins og Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri. Saminn var spurningalisti sem sendur var til foreldra sjúklinga og barna í viðmiðunarhópi, samtals 124 barna. Miðuðu spurningarnar að eftirfarandi atriðum: 1) Að finna algengi ósjálf- ráðra þvagláta meðal skólabarna á Akureyri, 2) að athuga fylgni kvillans innan fjölskyldna, 3) að athuga hve þungt kvillinn leggst á börnin, 4) að athuga hve oft væri leitað úrlausna, 5) að finna hugsanlega sjúkdóma sem að baki kunna að liggja, 6) að kanna aðferðir til úrlausna og árangur þeirra. Þurftu foreldrar barna úr við- miðunarhópi aðeins að svara hluta þessara spurninga. Flestir sendu listana útfyllta til baka en hringt var í þá, sem ekki svöruðu. Af þeim óskuðu 11 foreldrar eftir því að börn þeirra væru undanskilin rannsókninni, voru það átta sjúklingar og þrjú börn úr viðmiðunarhópi. Ekki náðist í foreldra fimm barna í síma, eins sjúklings og fjögurra barna úr viðmiðunarhópi. Þegar farið var yfir listana kom í ljós að sex börn úr viðmiðunarhópi höfðu þvaglátavanda við upphaf skólagöngu þótt það hafi ekki kom- ið fram í heilsufarsskrá og eitt barn úr sjúk- lingahópi var laust við kvillann er skólaganga hófst. Voru þessi sjö börn því tekin út úr rann- sókninni. Alls tók því 101 barn þátt í rannsókninni. Heildarfjöldi sjúklinga var 52 en í viðmiðunar- hópi voru 49. Var hverju barni gefið þriggja stafa rannsóknarnúmer sem notað var við úr- vinnslu upplýsinga. Fór sú úrvinnsla fram í Microsoft access forriti. Við tölfræðiútreikn- inga var notað kí-kvaðratspróf með Yates leið- réttingu. Niðurstöður Samkvæmt heilsufarsskrám og spurninga- listum voru 52 börn fædd á árunum 1986-1988, með ósjálfráð þvaglát við upphaf skólagöngu. Ef kannaður er hver árgangur fyrir sig, kemur í ljós að meðal barna sem fædd voru 1986 voru 8,4% með kvillann, meðal barna sem fædd voru 1987 voru það 7,3% og 7,7% meðal barna fæddra 1988 (tafla I). Kynjaskipting var ólík milli ára. Meðal barna sem fædd voru 1986 voru drengir 53% sjúklinga en stúlkur 47%. Drengir fæddir 1987 voru 82% sjúklinga en stúlkur 18% og drengir fæddir 1988 voru 56% en stúlkur 44% sjúk- linga. I rannsókninni voru drengir því 64% en stúlkur 36%. Fyrsta spurningin miðaði að því að kanna hvort kvillinn hefði verið til staðar frá upphafi eða hvort barnið hefði hætt ósjálfráðum þvag- látum um tíma en síðan byrjað aftur. Kom í ljós að 36 sjúklingar af 52 höfðu alltaf haft kvillann eða 69% en 31% höfðu hætt um tíma. Var sá tími mislangur, algengast sex til 12 mánuðir. Table I. Number ofboys and girls in eacli agegroup. Age in years Number of boys Number of girls Children total Number in class (%) 7 9 7 16 227 (7.7) 8 14 3 17 233 (7.3) 9 10 9 19 225 (8.4) Total: 33 19 52 685 (7.8)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.