Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 48

Læknablaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 48
872 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 Vaxandi reykingar, Umræoa og fréttir verkefni fyrir lækna? Á undanförnum áratugum hefur mikið áunnist í tóbaks- vörnum hér á landi og reykingar stöðugt minnkað. Hins vegar hafa þær ekki minnkað síðustu þrjú árin og nú sýna kannanir í fyrsta sinn að reykingar aukast milli ára. Heilbrigðisstéttir, þar á meðal læknar, eiga sinn þátt í því hvað áunnist hefur í tóbaks- vörnum. Þegar við blasir að reykingar aukast verður ágeng sú spurning hvernig stöðva megi undanhaldið og snúa vörn í sókn. Hvað getum við læknar gert til að herða tökin á tóbaks- bölinu, sem án efa er eitt brýn- asta verkefni í heilsuvernd? Er ekki kominn tími til virkilegrar róttækni gagnvart tóbaksnotk- un og eru nokkrir betur til þess fallnir að leiða þá byltingu en læknar og samtök þeirra? Engir vita betur, hve þýðingarmikið það er fyrir heilsu einstaklinga og þjóðar ef draga tækist veru- lega úr reykingum. Með rót- tækni meina ég að innleiða þá grundvallarstefnu gagnvart reykingum, að þær séu óeðlileg- ar og almennt ólíðandi. Ég er að tala um reykingar, en ekki reyk- ingafólk. Núverandi tóbaksvarnalög eru áfangi í þessa átt, en vinna þarf að enn róttækari lögum. Andi núgildandi laga er því miður víða sá að gengið er út frá reykingum sem hinu eðlilega. Dæmi um það er eftirfarandi til- vitnun í 9. grein laganna: „Á þeim veitingastöðum þar sem megináhersla er lögð á kaffiveit- ingar og matsölu skulu þó ávallt vera reyklaus svœði, ekki síðri en þau svœði þar sem reykingar eru leyfðar, og tryggja skal að aðgangur að þeim liggi ekki um reykingasvœði. “ Þetta er óeðlilegt af tveimur ástæðum. Annars vegar af því að reykingar byggjast á nikótín- fíkn, sem er sjúkdómur og oft undanfari annarra jafnvel ban- vænna sjúkdóma. Hins vegar í ljósi þess að einungis 30% landsmanna eru reykingamenn, en 70% ekki og þetta því and- stætt öllum markaðslögmálum. Hvað kemur þetta læknum við, þetta er jú lögfræði kann einhver að spyrja. Því er til að svara að einhvers staðar verður að byrja. Áður en rétturinn til reykleysis fæst tryggður með lögum þarf að skapa almenn- ingsálit í þá veru að slíkur réttur sé eðlilegur. Þar geta heilbrigð- isstéttir, ekki síst læknar lagt mikið að mörkum. Verður hér tæpt á nokkrum þáttum, þar sem ég tel að læknar geti skipt sköpum í þessu sambandi. Menntun lækna Það er í raun ekki ásættanlegt að læknar reyki. Læknadeild Háskóla íslands þarf að marka sér stefnu í tóbaksmálum. Eðli- legt væri að deildin setti sér það mark að kennarar hennar noti ekki tóbak og enginn sá er út- skrifast úr deildinni noti tóbak. Leið að því marki þarf að skil- greina. Endurskipuleggja þarf kennslu um tóbak, tóbaks- tengda sjúkdóma og tóbaks- varnir. í þeirri kennslu þarf að ganga út frá tóbakinu sjálfu og tryggja að verðandi læknar fái heilsteypta mynd af umfangi tó- baksfarsóttarinnar. Sú mynd þarf að taka til heilsufarslegra þátta og einnig félags-, um- hverfis- og efnahagslegra afleið- inga þessarar farsóttar. Einnig þarf þar að kenna ákveðinn grunn varðandi það að hjálpa fólki til að hætta tóbaksnotkun. Skráning tóbaksfíknar Tóbaksfíkn er viðurkennd sem sjúkdómur og hefur númer- ið 305.1 í ICD 9. í hinu væntan- lega ICD 10 verður númerið annað. Mjög mikil vanhöld eru á að skrá tóbaksfíkn sem sjúk- dóm í sjúkraskrár. Gildir það bæði um skráningu á sjúkrahús- um og utan þeirra. Það er ekki algengt að í læknabréfi reyk-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.