Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 15.12.1996, Blaðsíða 22
846 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 greindur ef slagbilsþrýstingur var yfir 140mmHg og/eða hlébilsþrýstingur var yfir 90 mmHg (miðað við staðla WHO). Þeim sem voru yfir viðmiðunarmörkum var síðan fylgt eftir með mælingum á stofu í tvö skipti og sex heimamælingum. Við tölfræðiútreikning var notað parað t-próf og niðurstöður birtast sem meðaltal. Niðurstöður: Alls létu 125 manns mæla blóð- þrýstinginn. Af þeim greindust 64 (51,2%) með háþrýsting við hópmælinguna. Niðurstöð- ur sýna að einungis fimmtungur þeirra reyndist hafa háþrýsting og fjórir fimmtu voru með eðli- legan blóðþrýsting samkvæmt heimamæling- um. Meðallækkun frá hópmælingu miðað við heimamælingu var 29,3 nuuHg (C.I: 24,7- 33,9) í slagbilsþrýstingi en 10,1 mmHg (C.1:7,2-13,0) í hlébilsþrýstingi. Þegar bornar voru saman stofumælingar og heimamælingar var meðallækkun á slagbilsþrýstingi 12,9 mmHg (C.I:10,1-15,7) og hlébilsþrýstingi 5,0 mmHg (C.I: 3,4-6,6). Meðallækkun frá hóp- mælingu miðað við stofumælingu var 17,1 mmHg (C.1:12,8-21,4) í slagbilsþrýstingi og 5,2 mmHg (C.I: 2,7-7,7) í hlébilsþrýstingi. Ályktun: Óhefðbundnar blóðþrýstingsmæl- ingar eru hvort tveggja ódýrar og aðgengilegar fyrir almenning. Slíkar mælingar er hins vegar vafasamt að bera saman við þau viðmiðunar- gildi sem gefin eru upp af WHO og líta ber á að þær endurspegli það ástand sem ríkir á hverj- um tíma fyrir sig. Umhverfi virðist því hafa mikil áhrif á blóðþrýstinginn. Samband sjúk- lings og læknis er einnig stór þáttur í mismuni milli blóðþrýstings sem mældur er á stofu og heima, svokölluð hvítsloppaáhrif (white coat effect). Hins vegar verður að leita eftir öðrum skýringum á samanburði blóðþrýstingsmæl- inga á verslunarstöðum og heima fyrir. Taka verður tillit til ólíkra aðstæðna og áhrifa þeirra á viðmiðunargildi þegar boðið er upp á slíkar mælingar og hafa þetta í huga þegar háþrýst- ingur er greindur. Inngangur Fjöldi faraldsfræðilegra rannsókna hefur sýnt fram á samband hækkaðs blóðþrýstings og aukinna sjúkdóma og dánartíðni (1). Það hefur verið þekkt lengi að staðsetning blóðþrýstings- mælingar hefur áhrif á útkomuna. Fyrir nálega 60 árum birtu þeir Ayman og Goldshine niður- stöður frá 34 sjúklingum sem hafði verið kennt að mæla sig sjálfa heima. Þar kom fram að næstum án undantekningar voru heimamæl- ingarnar mun lægri en mælingar á stofu (2). Þessar niðurstöður hlutu litla athygli á þeim tíma en síðar hefur mönnum betur og betur orðið ljóst gildi þessa atriðis. I dag eru mæliað- ferðir á blóðþrýstingi á stofu staðlaðar en sennilega koma heimamælingar til með að gegna stærra hlutverki á komandi árum. Með stofuháþrýstingi er átt við það þegar blóðþrýst- ingur á stofu mælist hærri en síritamælingar (ambulatory monitoring) yfir daginn, en í nýbirtri ritsjórnargrein í Journal of Hyperten- sion er varað við mistúlkun á þessu fyrirbrigði og talið að margir orsakaþættir liggi að baki (3) . Með því að gera sér grein fyrir þessu er dregið úr hættu á ofgreiningu háþrýstings sem í vissum rannsóknum hefur reynst vera 10-20% (4) - A sjöunda áratugnum sýndu rannsóknir að háþrýstingur var bæði illa greindur og með- höndlaður (5,6). Á þessum tíma var helming- unarreglan sett fram þar sem sagði meðal ann- ars að helmingur sjúklinga með háþrýsting væri ógreindur. Þetta var staðfest í nokkrum rann- sóknum (7,8). Þessar niðurstöður urðu til þess að farið var að beita kembileit í meira mæli. Á síðustu árum hefur orðið æ vinsælla að bjóða upp á mælingar á óhefðbundnum stöðum, svo sem í apótekum og stórverslunum. Árið 1995 var haldin fyrirtækjasýningin Drekinn á Egils- stöðum. Þar bauð Heilsugæslustöðin á Egils- stöðum meðal annars upp á blóðþrýstingsmæl- ingar. Tilfinning þeirra, sem um þessar mæl- ingar sáu, var að óvenju stór hluti þátttakenda væri með of háan blóðþrýsting. Tilgangurinn með rannsókn okkar nú var að kanna áhrif mismunandi aðstæðna á blóðþrýsting og hvort með mælingum í stórverslun sé unnt að greina áður ógreinda háþrýstingssjúklinga. Efniviður og aðferðir Farið var í Kaupfélag Héraðsbúa á Egils- stöðum tvo föstudagseftirmiðdaga milli klukk- an 17 og 19 og var viðskiptavinum boðið að taka þátt í blóðþrýstingsrannsókn. Þetta var gert þegar fólkið var á leið út úr kjörbúðinni. Notaður var sjálfvirkur blóðþrýstingsmælir, AND UA-767. Mælingar voru gerðar með ein- stakling í sitjandi stöðu. Alls voru 125 mældir í kjörbúðinni og þeim hluta þeirra sem mældust með of háan blóðþrýsting var síðan fylgt eftir. Á næstu þremur mánuðum var hringt í þá og þeim boðið á heilsugæslustöðina þar sem blóð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.