Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.1996, Page 22

Læknablaðið - 15.12.1996, Page 22
846 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 greindur ef slagbilsþrýstingur var yfir 140mmHg og/eða hlébilsþrýstingur var yfir 90 mmHg (miðað við staðla WHO). Þeim sem voru yfir viðmiðunarmörkum var síðan fylgt eftir með mælingum á stofu í tvö skipti og sex heimamælingum. Við tölfræðiútreikning var notað parað t-próf og niðurstöður birtast sem meðaltal. Niðurstöður: Alls létu 125 manns mæla blóð- þrýstinginn. Af þeim greindust 64 (51,2%) með háþrýsting við hópmælinguna. Niðurstöð- ur sýna að einungis fimmtungur þeirra reyndist hafa háþrýsting og fjórir fimmtu voru með eðli- legan blóðþrýsting samkvæmt heimamæling- um. Meðallækkun frá hópmælingu miðað við heimamælingu var 29,3 nuuHg (C.I: 24,7- 33,9) í slagbilsþrýstingi en 10,1 mmHg (C.1:7,2-13,0) í hlébilsþrýstingi. Þegar bornar voru saman stofumælingar og heimamælingar var meðallækkun á slagbilsþrýstingi 12,9 mmHg (C.I:10,1-15,7) og hlébilsþrýstingi 5,0 mmHg (C.I: 3,4-6,6). Meðallækkun frá hóp- mælingu miðað við stofumælingu var 17,1 mmHg (C.1:12,8-21,4) í slagbilsþrýstingi og 5,2 mmHg (C.I: 2,7-7,7) í hlébilsþrýstingi. Ályktun: Óhefðbundnar blóðþrýstingsmæl- ingar eru hvort tveggja ódýrar og aðgengilegar fyrir almenning. Slíkar mælingar er hins vegar vafasamt að bera saman við þau viðmiðunar- gildi sem gefin eru upp af WHO og líta ber á að þær endurspegli það ástand sem ríkir á hverj- um tíma fyrir sig. Umhverfi virðist því hafa mikil áhrif á blóðþrýstinginn. Samband sjúk- lings og læknis er einnig stór þáttur í mismuni milli blóðþrýstings sem mældur er á stofu og heima, svokölluð hvítsloppaáhrif (white coat effect). Hins vegar verður að leita eftir öðrum skýringum á samanburði blóðþrýstingsmæl- inga á verslunarstöðum og heima fyrir. Taka verður tillit til ólíkra aðstæðna og áhrifa þeirra á viðmiðunargildi þegar boðið er upp á slíkar mælingar og hafa þetta í huga þegar háþrýst- ingur er greindur. Inngangur Fjöldi faraldsfræðilegra rannsókna hefur sýnt fram á samband hækkaðs blóðþrýstings og aukinna sjúkdóma og dánartíðni (1). Það hefur verið þekkt lengi að staðsetning blóðþrýstings- mælingar hefur áhrif á útkomuna. Fyrir nálega 60 árum birtu þeir Ayman og Goldshine niður- stöður frá 34 sjúklingum sem hafði verið kennt að mæla sig sjálfa heima. Þar kom fram að næstum án undantekningar voru heimamæl- ingarnar mun lægri en mælingar á stofu (2). Þessar niðurstöður hlutu litla athygli á þeim tíma en síðar hefur mönnum betur og betur orðið ljóst gildi þessa atriðis. I dag eru mæliað- ferðir á blóðþrýstingi á stofu staðlaðar en sennilega koma heimamælingar til með að gegna stærra hlutverki á komandi árum. Með stofuháþrýstingi er átt við það þegar blóðþrýst- ingur á stofu mælist hærri en síritamælingar (ambulatory monitoring) yfir daginn, en í nýbirtri ritsjórnargrein í Journal of Hyperten- sion er varað við mistúlkun á þessu fyrirbrigði og talið að margir orsakaþættir liggi að baki (3) . Með því að gera sér grein fyrir þessu er dregið úr hættu á ofgreiningu háþrýstings sem í vissum rannsóknum hefur reynst vera 10-20% (4) - A sjöunda áratugnum sýndu rannsóknir að háþrýstingur var bæði illa greindur og með- höndlaður (5,6). Á þessum tíma var helming- unarreglan sett fram þar sem sagði meðal ann- ars að helmingur sjúklinga með háþrýsting væri ógreindur. Þetta var staðfest í nokkrum rann- sóknum (7,8). Þessar niðurstöður urðu til þess að farið var að beita kembileit í meira mæli. Á síðustu árum hefur orðið æ vinsælla að bjóða upp á mælingar á óhefðbundnum stöðum, svo sem í apótekum og stórverslunum. Árið 1995 var haldin fyrirtækjasýningin Drekinn á Egils- stöðum. Þar bauð Heilsugæslustöðin á Egils- stöðum meðal annars upp á blóðþrýstingsmæl- ingar. Tilfinning þeirra, sem um þessar mæl- ingar sáu, var að óvenju stór hluti þátttakenda væri með of háan blóðþrýsting. Tilgangurinn með rannsókn okkar nú var að kanna áhrif mismunandi aðstæðna á blóðþrýsting og hvort með mælingum í stórverslun sé unnt að greina áður ógreinda háþrýstingssjúklinga. Efniviður og aðferðir Farið var í Kaupfélag Héraðsbúa á Egils- stöðum tvo föstudagseftirmiðdaga milli klukk- an 17 og 19 og var viðskiptavinum boðið að taka þátt í blóðþrýstingsrannsókn. Þetta var gert þegar fólkið var á leið út úr kjörbúðinni. Notaður var sjálfvirkur blóðþrýstingsmælir, AND UA-767. Mælingar voru gerðar með ein- stakling í sitjandi stöðu. Alls voru 125 mældir í kjörbúðinni og þeim hluta þeirra sem mældust með of háan blóðþrýsting var síðan fylgt eftir. Á næstu þremur mánuðum var hringt í þá og þeim boðið á heilsugæslustöðina þar sem blóð-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.