Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.1996, Page 45

Læknablaðið - 15.12.1996, Page 45
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 869 Voru börnin þá á öllum aldri, flest þó fyrir skólagöngu. Spurt var hvort þvaglátin hefðu verið að nóttu eða degi og höfðu 56% einnig og sum eingöngu misst þvag að degi til. Mörg voru hætt því en 59% áttu enn við einhvern vanda að stríða við upphaf skólagöngu. Þá var athugað hvort ósjálfráð þvaglát lægju í ættum og spurt um nána ættingja með þekkt- an kvillann. Meðal barna sem aldrei höfðu hætt þvaglátum áttu 58% ættingja með sögu um næturþvaglát og 11% áttu ættingja, með sögu um bæði nætur- og dagþvaglát. Þau börn sem höfðu hætt þvaglátum um tíma áttu í 69% tilfella ættingja með sögu um næturþvaglát og ættingjar 6% höfðu haft nætur- og dagþvag- látavanda. Meðal barna úr viðmiðunarhópi áttu 29% ættingja með sögu um næturþvaglát og 4% ættingja með nætur- og dagþvaglát. Athyglisvert er að 44% sjúklinga áttu for- eldri með sögu um þennan kvilla en aðeins 10% barna úr viðmiðunarhópi. Munurinn reyndist marktækur (p=0,003). Alls 21% sjúklinga áttu eitt eða fleiri systkini, sem höfðu haft kvillann en 14% barna í viðmiðunarhópi. Reyndust 48% sjúklinga en 20% barna úr viðmiðunarhópi eiga aðra ættingja með sögu um þvaglátavanda og er þar líka marktækur munur (p=0,007). Algengast var að það væru systkini foreldra eða börn þeirra. Spurt var hversu mikil áhrif kvillinn hefði haft á börnin og foreldra þeirra. Sögðu 88% foreldra að börn þeirra hefðu verið farin að finna fyrir kvillanum við sex ára aldur og fund- ist þetta leiðinlegt. Voru það 89% barna sem höfðu alltaf haft vandann en 87% þeirra sem hætt höfðu um tíma. Aðeins tveimur börnum var strítt vegna þessa svo vitað sé en um 29% skömmuðust sín vegna kvillans. Margir foreldrar höfðu áhyggjur af ástand- inu við upphaf skólagöngu, 67% þeirra sem áttu börn með kvillann frá upphafi en 81% þeirra barna sem höfðu hætt um tíma. Höfðu foreldrar 58% sjúklinga leitað ráða áður en skólaganga hófst, ýmist hjá barna- eða heimil- islæknum. Kannað var hvort hugsanlegt væri að aðrir sjúkdómar gætu á einhvern hátt verið hluti af orsök þvaglátavanda. Fyrst spurðum við um tíðni þvagfærasýkinga. Reyndust 15% allra að- spurðra hafa sögu um sýkingu. Voru það 21% sjúklinga, 17% þeirra sem alltaf höfðu haft kvillann en 31% þeirra sem höfðu hætt um Fig. 1. Number of children with diseases other than enuresis. tíma. Flestir sjúklinganna höfðu sögu um bæði nætur- og dagþvaglát. Aðeins 8% barna úr viðmiðunarhópi höfðu fengið sýkingu eða fjög- ur börn. Reyndist munurinn ekki marktækur (p=0,12). Spurt var hvort börnin væru haldin öðrum sjúkdómum. Reyndist svo vera hjá 35% sjúk- linga og 29% barna úr viðmiðunarhópi. Voru þetta ýmiss konar sjúkdómar. Langalgengastir voru ofnæmissjúkdómar, astmi og exem, sem 50% barnanna höfðu, jafnt sjúklingar sem börn úr viðmiðunarhópi. Fjögur börn eða 12% höfðu önnur þvagfæravandamál, tveir sjúk- lingar (einn með bakflæði, annar með fjöl- blöðrubólgu (cystitis bullosa)) og tvö börn úr viðmiðunarhópi (eitt með bakflæði, annað með prótínmigu). Einnig höfðu fjögur börn einhver einkenni frá miðtaugakerfi, tveir sjúk- lingar, báðir með hegðunartruflanir og tvö börn úr viðmiðunarhópi, annað með svip- vöðvakippi (Tourette heilkenni) og hitt með heilakveisu (mynd I). Spurt var hvort barnið hefði verið rannsakað vegna vanda síns. Reyndist svo vera hjá 19,5% þeirra sem ávallt höfðu haft kvillann en hjá 75% barna, sem náð höfðu stjórn á þvaglátum um tíma. Algengast var að barnalæknar hefðu haft umsjón með þeirri rannsókn, ýmist á Ak- ureyri eða í Reykjavík. Hafði meðferð verið reynd hjá 54% sjúk- linga, 50% barna sem höfðu alltaf misst þvag en 69% hinna. Hjá 52% hafði verið reynd lyfjagjöf en 55% höfðu reynt að nota ýlutæki. Hjá 41% barna hafði önnur aðferð verið reynd. í helmingi tilfella fólst það í að takmarka drykkju á kvöldin og setja börnin á salerni fyrir svefn eða um nótt. Fjögur börn höfðu farið í

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.