Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 36

Læknablaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 36
228 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 E-18. Papillary cystic and solid tumor of pancreas. Frantz æxli Kristinn Eiríksson*, Tómas Jónsson*, Sigurður V. Sigurjónsson**, Bjarki Magnússon***, Jónas Magnússon* Frá *handlœkningadeild Landspítalans, **rönt- gendeild Landspítalans, ***Rannsóknastofu HÍ í vefjameinafrœði Sjúkrasaga: Tuttugu og fjögurra ára kona var lögð inn á Landspítalann vegna sex vikna vaxandi ógleði og klígju. Hún hafði einnig haft liðverki, slappleika og útbrot á fótum, með kláða. Lið- verkir og útbrot höfðu horfið þremur dögum fyrir komu. Ógleði var verst fyrst eftir máltíð. Sjúk- lingur hafði eingöngu neytt soðins grænmetis daga á undan innlögn. Höfuðverkur var til staðar þegar einkenni byrjuðu. Sjúklingur hafði fengið hjartsláttarköst við áreynslu og þjáðist af svima- köstum á kvöldin. Konan var heilsuhraust utan að hafa legið á spítala 1992 vegna vírussýkingar. Óm- skoðun af lifur, gallvegum og brisi var gerð 10 dögum fyrir innlögn vegna fyrrnefndra meltingar- einkenna. Þá kom í ljós cystísk, vel afmörkuð fyrirferð í brishöfði, annað reyndist eðlilegt. í framhaldinu var sjúklingur sendur í TS rannsókn af kviði, með tilliti til briss. Niðurstaða samrýmd- ist niðurstöðu ómskoðunar. Upphleðsla á skuggaefni var væg miðsvæðis í æxlinu. Utlit gat samrýmst míkrócytísku bólóttu kirtilæxli (cysta- denoma). Gerðar voru margvíslegar rannsóknir til að sýna fram á að ekki væri um virkt innrænt (endogen) æxli að ræða. Engin truflun var á lifrar- starfsemi. Ómun var gerð í aðgerð sem sýndi engin merki um dreifingu æxlis til eitla né lifrar. Einnig var lega fyrirferðarinnar skoðuð með tilliti til bris- gangs og æða og kom í ljós að mögulegt væri að fjarlægja fyrirferðina án þess að skadda gang og æðar. Æxlið var síðan skrælt út úr beði sínum. Fyrirferðin reyndist vera Papillary Cystic and Solid Tumor of Pancreas. Fyrirferðir í brisi hjá ungu fólki eru sjaldgæfar. í byrjun árs 1995 hafði verið lýst 292 tilfellum af Papillary Cystic and Solid Tumor of Pancreas (PCSTP), frá því að Frantz lýsti þessu æxli 1959. Þessi æxli eru sjaldgæf og koma í flestum tilvikum fyrir hjá ungum konum, á tvítugs- og þrítugsaldri. Hluti þeirra reynast vera illkynja. Möguleikinn að geta ómskoðað í aðgerð gerði kleift að meta umhverfi fyrirferðarinnar, þannig að hægt var að fjarlægja æxlið án vandkvæða. E-19. Kviðarklofí á íslandi 1970-1994 Drífa Freysdóttir, Guðmundur Bjarnason, Jóhann Heiðar Jóhannsson Frá Barnaspítala Hringsins, Rannsóknastofu HÍ í meinafrœði Landspítalanum Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna tíðni kviðarklofa á íslandi á árunum 1970-1994, árang- ur meðferðar, lifun, hvort einhver munur væri á mismunandi aðgerðum til að gera við kviðvegg- inn, legutíma, greiningu, einkenni meðgöngu og fæðingu barnanna. Rannsóknin var afturvirk og náði yfir árin 1970- 1994 að báðum árum meðtöldum. Athugaðar voru sjúkraskrár allra barna sem lögðust inn á Landspítalann með greininguna kviðarklofi. Ald- ur móður, fjöldi meðgangna/fæðinga, meðgöngu- lengd, eðli fæðingar, hvenær greining var gerð, fæðingarþyngd, lýsing á ástandi barns, tegund og fjöldi aðgerða, fylgikvillar, dánartíðni og legutími voru skráð. Tuttugu og átta börn fæddust, 16 drengir og 12 stúlkur, þar af 18 seinna tímabilið (1983-1994). Meðalaldur mæðra var 21,5 ár (miðtala 21, bil 16-33 ára), þar af voru 13 (46,3%) 20 ára og yngri. Tuttugu og þrjár (82%) voru frumbyrjur, fjórar gengu með annað barn sitt. Meðgöngulengd var 30-40 vikur, meðaltal 37 vikur (miðtala 37,5). Sextán börn komu í heiminn með vaginal fæð- ingu, en 12 börn með keisaraskurði. Þar af voru sex bráðakeisarar. Greining var gerð við fæðingu hjá 18 börnum, við ómskoðun á 19. viku hjá níu börnum og við ómskoðun skömmu fyrir fæðingu hjá einu barni. Fæðingarþyngd var á bilinu 1500- 3720 g. Meðalþyngd var 2650 g (miðtala 2670 g). Tvær mismunandi aðgerðir voru gerðar, annars vegar prímer lokun hjá 15 börnum og hins vegar 13 aðgerðir að hætti Schusters. Þrjú börn létust (10,7%) í kjölfar aðgerðar, á 17. og 351. degi eftir fæðingu. Meðallegutími var 55 dagar (miðtala 26 dagar, bil 14-351 dagur). Fylgikvillar voru fáir. Ellefu börn þurftu að gangast undir fleiri aðgerðir en gert var ráð fyrir. Það má því álykta að ungar frumbyrjur séu í mestri hættu að fæða barn með kviðarklofa. Hin síðari ár hefur greining oftast verið með ómun á 19. viku. Árangur meðferðar hér á landi er síst verri en gengur og gerist annars staðar. Tegund aðgerðar virðist ekki skipta máli. Langtímafylgi- kvillar eru fáir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.