Læknablaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 29
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83
221
Þing Skurðlæknafélags íslands
11.-12. apríl 1997
Scandic Hótel Loftleiðum
Ágrip erinda og veggspjalda
E-l. Launeistaaðgerðir á Landspítalan-
um 1970-1980
Drífa Freysdóttir, Guðmundur Bjarnason
Frá Barnaspítala Hringsins Landspítalanum
Tilgangur: Að kanna hvað einkennir drengi
sem greinast með launeistu og árangur aðgerða á
launeistum á Landspítalanum 1970-1980.
Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var aftur-
skyggn. Sjúkraskrár drengja/karla sem gengust
undir aðgerð vegna launeista voru yfirfarnar. Þrjú
hundruð og áttatíu drengir/karlar fundust, fæddir
1924-1978. Athuguð voru aldur við greiningu,
fæðingarþyngd, hvorum megin eistað var uppi,
staðsetning eistans á leið niður í pung, tegund
aðgerðar, fylgikvilla, enduraðgerðartíðni og
meðfylgjandi galla.
Niðurstöður: Meðalþyngd við fæðingu var
3506 g (staðalfrávik 734 g). Aldur við greiningu
var 3,9 ár (staðalfrávik 3,2). Aldur við aðgerð var
8,35 ár (staðalfrávik 2,96). Eitt hundrað tuttugu
og þrír drengir höfðu launeista vinstra megin, 187
höfðu launeista hægra megin og 70 höfðu laun-
eistu báðum megin. Eistað/eistun voru færð niður
hjá 364, eistað fjarlægt hjá sjö og fannst ekki hjá
fjórum. Staðsetning eistans var í náraganginum
hjá 195, uppi í kviðarholi hjá 36 en ektópískt hjá
120. Fylgikvillar voru fáir og einungis átta þörfn-
uðust enduraðgerðar. Helmingur drengja/karla
með launeista hafa einnig nárakviðslit, ýmist
sömu megin eða hinum megin við launeistað.
Aðrir kvillar voru sjaldgæfari.
Ályktun: Töf á greiningu launeista hjá drengj-
um er töluverð (í dag er ráðlögð aðgerð við
tveggja til þriggja ára aldur) og greinast þeir 3,9
ára. Aðgerð er að meðaltali þó ekki gerð fyrr en
rúmum fjórum árum eftir greiningu. Aðgerðin er
einföld og örugg, fylgikvillar eru fáir og engir
alvarlegir. Tíðni nárakviðslits hjá þessum hópi er
mjög há og því nauðsynlegt að missa ekki af því
við fyrstu aðgerð.
E-2. Speglun þvagleiðara með mínískópi
Arsœll Krístjánsson
Frá Domus Medica
Inngangur: Með tilkomu mínískópa á síðari
árum hefur speglun þvagleiðarans (ureter) orðið
mun auðveldari. Lítið þvermál mínískópsins (7F,
2,3 mm) hefur gert útvíkkun (orfice) þvagleiðar-
ans nánast óþarfa. Hér verður gerð grein fyrir
notkun mínískóps (Candela, Wolf) til greiningar
og meðferðar.
Efniviður og aðferðir: Hjá 40 sjúklingum var
speglun á þvagleiðara gerð og reyndust 34 hafa
stein. í fjórum tilvikum var steinn losaður, ýtt upp
til nýrna oj> meðhöndlaður með höggbylgjutækni
(ESWL). I 30 tilvikum var litarefnisleysir (Cand-
ela MDL-2000) notaður við sundrun steina. Nítj-
án steinar voru í neðsta hluta þvagleiðarans og 11 í
miðhluta. Stærð steina vareftirfarandi: 0,5-l,0cm
hjá 15 sjúklingum, 1,0-1,5 cm hjá 14 sjúklingum og
yfir 1,5 cm hjá einum sjúklingi. Fimm sjúklingar
höfðu tvo eða fleiri steina. Hjá þremur sjúkling-
um var æxli greint og vefjasýni tekið. Hjá þremur
sjúklingum var JJ-leggur sem hafði færst úr stað
fjarlægður með hjálp mínískópsins.
Niðurstöður: Meðallegutími á sjúkrahúsi var