Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 69

Læknablaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 69
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 257 að þjónustan uppfylli þær kröf- ur sem gerðar eru til nútíma heilbrigðisþjónustu og kemur þá ýmislegt til greina. Hægt er að halda endur- menntunar- eða upprifjunar- námskeið fyrir aldraða lækna, þar sem kynntar verði helstu nýjungar í þeim greinum sem nefndar voru hér að framan. Slík námskeið gætu verið á veg- um Fræðslunefndar læknafélag- anna í samvinnu við landlæknis- embættið eða eingöngu á veg- um annars hvors þessara aðila. Það er svo matsatriði hve löng og ítarleg þessi námskeið þyrftu að vera. Hugsanlegt er að tveir lækn- ar, sinn úr hvorri sérgrein, sinntu héraði eða heilsugæslu- umdæmi saman og skiptu með sér laununum. Slík tilhögun mundi auka öryggi þeirra sjálfra og tryggja betri þjónustu. Þá hefur sú hugmynd komið fram að heilsugæslustöðvar í þéttbýli tækju minni héruð „í fóstur“ og sendu frá sér lækna, þangað sem þeirra væri þörf. Aldraðir læknar gætu þá hugs- anlega farið út á land á vegum heilsugæslustöðvanna eða gerst staðgenglar fyrir þá heilsu- gæslulækna sem sendir væru út á land. Fleiri lausnir kæmu að sjálf- sögðu til greina en þetta verður látið nægja að sinni. Niðurstaða Verulegar líkur eru á að skortur verði á heilsugæslu- læknum á landsbyggðinni í nán- ustu framtíð. Ástæður eru margþættar en helstar þó, lítil nýliðun í stéttinni, léleg launa- kjör, einangrun og svo það að ungir læknar eru aldir upp á stofnunum og hallast því frekar að stofnanalæknisfræði, þegar kemur að vali á sérnámi. Tíma- bundin lausn á þessum vanda gæti verið að nýta starfskrafta aldraðra lækna, sem eins og aðrir þegnar þjóðfélagsins verða eldri og eldri með lítt skerta líkams- og sálarkrafta, en til þess að þeir megi nýtast, og þjónusta þeirra vera í samræmi við breyttar kröfur til heilbrigð- isþjónustunnar, þarf að endur- mennta þá og skipuleggja störf þeirra svo þau megi vera í takt við breytta tíma. Árni Björnsson Frá Læknafélagi Norðvesturlands: Niðurskurði mótmælt Félagsfundur í Læknafélagi Norðvesturlands haldinn 19. febrúar síðastliðinn í Varmahlíð mótmælir eindregið þeim nið- urskurði á fjárveitingum sem boðaður hefur verið á sjúkra- stofnunum svæðisins. Fundur- inn bendir á, að á undanförnum árum hefur átt sér stað niður- skurður og hagræðing og er nú svo komið að ekki er hægt að spara meira án þess að það komi niður á læknis- og hjúkrunar- þjónustu. Segja má að ekki sé vinnu- friður fyrir starfsfólk vegna stöðugra frétta af niðurskurði og þarf það sífellt að eyða kröft- um í varnarbaráttu fyrir núver- andi starfsemi. Einnig leiðir þessi neikvæða umræða af sér verulegan ugg hjá íbúum hér- aðsins og heilbrigðisstarfsfólki og erfiðara er en áður að fá fag- fólk til starfa. Fundurinn varar mjög við hugmyndum um að sameina heilsugæslustöðvar og sjúkra- hús á hverjum stað í eina stofn- un. Sjúkrahús- og heilsugæslu- þjónusta eru faglega ólíkir hlut- ir sem ekki á að blanda saman. Með því að gera heilsugæslu- stöðvarnar að deildum innan sjúkrahúsa er fótunum kippt undan faglegu og fjárhagslegu sjálfstæði stöðvanna. Með þessu væri verið að stíga stórt skref aftur á við í heilsugæslu- þjónustu og hætt við að enn erf- iðara verði að fá lækna til starfa í heilsugæslu á þessum stofnun- um en nú er. Er vandinn þó ær- inn við núverandi aðstæður. Fundurinn telur að hafa eigi samráð við lækna og annað fag- fólk við stofnanirnar þegar um svo viðkvæm og mikilvæg mál er að ræða. Jafnframt telur fund- urinn nauðsynlegt að byrja á því að skilgreina umfang þeirrar þjónustu sem hver stofnun á að veita, reikna síðan út kostnað við hana og ákveða fjárveitingar út frá því. Telur fundurinn rangt að farið að skera fyrst niður fjár- veitingar og reikna síðan út eftir á eins og virðist hafa verið gert nú samanber upphafskafla í „Tillögum um hagræðingu í rekstri landsbyggðarsjúkra- húsa“ frá desember 1996. Að lokum telur fundurinn rétt að gerð verði úttekt á kostn- aði við sjúkraflutninga milli landshluta en hér er um háar upphæðir að ræða. Er gefið mál að þessum flutningum muni fjölga talsvert ef föst viðvera sérfræðinga í skurðlækningum hættir í kjördæminu með aukn- um niðurskurði. Komur sér- fræðinga frá Reykjavík í stuttan tíma geta aldrei leyst þennan vanda því að fólk veikist og slas- ast á öllum tímum óháð ferðum þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.