Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 32
224 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 barn með þessa sjúkdóma. Samspil erfðaþátta er greinilega mikilvægt í þessum ferli og nota má aðhvarfsgreiningarlíkön til að sundurgreina og meta mikilvægi hinna ýmsu þátta í samspili við aðra eiginleika eða utanaðkomandi áhrif. E-7. Þriggja lyfja svæðisbundin innan- bastsverkjameðferð eftir aðgerðir. Að- ferðarfræði og gæðaeftirlit Gísli Vigfússon, Oddur Fjalldal, Þorsteinn .SV. Stefánsson Frá svœfingadeild Landspítalans Inngangur: Mikilvægi bættrar verkjameðferð- arþjónustu eftir aðgerðir hefur orðið ljósari með bættri menntun heilbrigðisstarfsfólks. Aukin þekking á tilurð og eðli verkja kallar á nýjar að- ferðir og endurmat gamalla leiða til bættrar verkjameðferðar. Á síðustu árum hefur ný aðferð við innanbasts (epidural) verkjameðferð rutt sér til rúms. Hún byggir á bættri þekkingu á lyfjafræði verkjalyfja og verkunarmynstri þeirra í líkaman- um. í árslok 1995 var hafinn undirbúningur á svæfingadeild Landspítalans að því að bæta árangur verkjameðferðar eftir aðgerðir með þriggja lyfja svæðisbundinni (segmental) innan- bastsverkjameðferð. Meðferð þessi kallaði á fræðslu, samvinnu og gæðaeftirlit á deildum. Aðferð: Hjúkrunarstarfsfólki og læknum á handlækningadeildum spítalans var kynnt hin væntanlega verkjameðferð. Kynntar voru reglur við meðferð verkja eftir aðgerð með innanbasts- sídreypi og parasetamóli og áhætta samfara inn- anbastsverkjameðferð, verkun og aukaverkun lyfjanna. Kennd var greining og meðhöndlun aukaverkana innanbastsdeyfinga. Haldið var námskeið í notkun sérstakra verkjadæla. Haft var samráð við lyfjafræðinga spítalans um lyfja- íblöndun og sérfræðinga sýkladeilda um fyrning- artíma lyfjablöndunnar. Lögð var sérstök áhersla á eftirlit og skráningu. Hverjum sjúklingi fylgdi á deild sérstakt eftirlitsblað, þar sem skráð voru á fjögurra klukkustunda fresti lífsmörk sjúklings, fylgikvillar, lyfjagjafir, hreyfimat og verkjamat í hvfld og hreyfingu. Hjúkrunarfræðingar fengu kennslu í verkjamati samkvæmt VAS skema. Svæfingalæknir á vakt fylgdi meðferðinni eftir, heimsótti sjúklinga tvisvar á sólarhring og var tengiliður við starfsfólk legudeilda. Ályktanir: Eins árs reynsla af þriggja lyfja inn- anbastsverkjameðferð og parasetamóls eftir að- gerðir sýnir verulega bættan árangur verkjameð- ferðar á deildum svo og bætta andlega og líkam- lega líðan sjúklinga. Samvinna svæfingadeildar og legudeilda hefur aukist og batnað. Góð skráning og eftirlit auðveldar mat á árangri og fylgikvillum og um leið reglulegt endurmat á meðferðaráætlun til bættrar þjónustu. Svæðisbundin innanbasts- verkjameðferð er áhrifarík aðferð til að minnka slæma verki eftir aðgerðir. Aðferð þessi er þó ekki án áhættu, sem getur jafnvel í einstökum tilfellum verið lífshættuleg. Pví er stöðug fræðsla heilbrigðisstarfsfólks, gott eftirlit og skráning for- senda góðs árangurs. E-8. PCA. Sjúklingastýrð verkjameð- ferð á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri Girisli Hirlekar, Sigríður Tryggvadóttir Frá svœfinga- og gjörgœsludeild Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri PCA er að ryðja sér til rúms á Islandi sem ein aðaltæknin í verkjameðferð. Svæfingalæknar á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri hafa notað PCA í eitt ár og vilja segja frá reynslu sinni af því. Eitt hundrað þrjátíu og þrír sjúklingar fengu PCA frá mars 1996 til febrúar 1997. Deildaskipt- ing var eftirfarandi. Deild Fjöldi sjúklinga (%) Kvensjúkdómadeild 92 (69) Bæklunardeild 32 (24) Barnadeild 5 (4) Handlæknisdeild 4 (3) Samtals 133 (100) Reynslan af meðferðinni hefur verið afar góð. Sjúklingar voru spurðir álits á PCA. Niður- staðan var eftirfarandi. Álit Fjöldi sjúklinga (%) Mjög góð 37 (40) Góð 44 (47) Sæmileg 11 (12) Léleg 1 (1) Samtals 133 (100) Notkun PCA mun greinilega fara vaxandi á næstu árum á FSA. E-9. Líðan ferlisjúklinga heima eftir hnéliðspeglanir Girish Hirlekar Frá svœfingadeild og vöknun Fjórðungsjúkra- hússins á Akureyri Inngangur: Talsverð aukning hefur orðið á ferliaðgerðum á undanförnum árum. Speglanir á hnélið eru oftast gerðar sem ferliaðgerðir. Verkir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.