Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 6

Læknablaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 6
202 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83: 202-3 Ritstjórnargrein Hættulaus hormónameðferð Það er óumdeilt að östrógenmeðferð bætir líðan fjölda kvenna um og eftir tíðahvörf. Jafn- framt er talið sannað að östrógengjöf í nægjan- legu magni komi í veg fyrir og lækni beinþynn- ingu og dragi verulega úr hjarta- og æðasjúk- dómum með beinum jákvæðum áhrifum á fitu-sykur efnaskiptin, blóðstorkukerfið og jafnvel blóðþrýsting. Kostirnir eru í raun marg- faldir og áhættan af meðferðinni sáralítil ef henni er rétt beitt. Staðreyndir sýna hins vegar að það er talsverður misbrestur á því að rétt sé að hormónameðferðinni staðið. Afleiðingarn- ar eru oft hvimleiðar blæðingatruflanir og stundum krabbamein í legbol sem í flestum tilfellum hefði verið hægt að fyrirbyggja með réttri meðferð og eftirliti. Hormónameðferð er gefin kringum tíða- hvörf til að bæta andlega og líkamlega líðan. Meðferðin kemur reglu á blæðingar. Slær á hita, svita og kuldaköst. Minnkar óþægindi í vöðvum og stoðkerfi. Bætir svefn og slær á slen og geðlægð. Dregur úr slímhúðarþurrki í leg- göngum og þvagrás, bætir þannig kynlífið og kemur í veg fyrir endurteknar sýkingar í þvag- rás og leggöngum. Séu konur með leg og hrjái eitthvert ofantalinna vandamála þær er oftast gefin kaflaskipt hormónameðferð þannig að prógesteróni er bætt við östrógenið síðustu 10 til 12 dagana í tíðahringnum þannig að blæð- ingarnar verða reglulegar sem flestum konum finnst ásættanlegt þar sem hinum endanlega tímapunkti er enn ekki náð! Kaflaskipt með- ferð er til í stöðluðu töflu- og plástraformi eða velja má saman plástra og töflur að þörfum hverrar konu. Öðru máli gegnir þegar um eldri konur er að ræða sem hajda áfram hormónameðferð eða eru settar á östrógen til að lækna eða fyrir- byggja beinþynningu og draga úr áhættu á hjarta- og æðasjúkdómum. Til að ná viðunandi árangri hjá þeim þarf meðferðin helst að standa í fimm ár eða lengur. Þær þurfa að fá góða fræðslu og undirbúning áður en meðferð- in hefst. Eins og gefur að skilja eru þær lítið hrifnar að vera á reglulegum blæðingum og því virðast sumir læknar freistast til þess að gefa þeim samfellda östrógenmeðferð án prógester- ónviðbótar með ófyrirséðum afleiðingum. Slík samfelld östrógenmeðferð stuðlar að ofvexti á legbolsslímhúð og er talin auka tíðni legbols- krabbameins fjór- til sjöfalt. Þessa áhættu má að fullu fyrirbyggja ef samtímis er gefið lág- skammta prógesterón eða það gefið í 10 til 14 daga á þriggja til fjögurra mánaða fresti en þá er að vísu hætta á smá brottfallsblæðingum sem flestar konur sætta sig við. Til er á markaðnum töfluform með samsettu östrógen-prógesteróni (Kliogest) sem tekið er samfellt. Einnig má setja upp hjá þessum konum hormónalykkju (Levo-nova) sem gefur frá sér smáskammta prógesterón og hemur þannig áhrif östrógens- ins á legbolsslímhúðina. Östrógenið má gefa eitt sér samfellt í töflum eða plástrum. Það verður að vera í nægjanlegum styrkleika til að viðunandi árangur náist. í töfluformi 2mg af östradíóli á dag eða í plástraformi 50pg tvisvar í viku. Ef prógesterónið er ekki gefið samfellt með östrógeninu má bæla legbolsslímhúðina með prógesteróntöflugjöf til dæmis medroxý- prógesterón (Perlutex) 5mg x 1 eða noretíste- rón (Primolut) l-5mg x 1 í um það bil hálfan mánuð minnst þrisvar á ári. Sé þessari grundvallarreglu fylgt er árangur meðferðarinnar ótvíræður og áhættan nánast engin. Það er þó talið að mjög langvinn östró- genmeðferð auki nýgengi brjóstakrabbameins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.