Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 41

Læknablaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 41
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 233 E-28. Aðgerðir á Sjúkrahúsi Reykjavík- ur vegna flysjandi bein- og brjóskbólgu í hné 1984-1996 SverrirÞ. Hilmarsson*, Stefán Carlsson*, Kristján Sigurjónsson** Frá *bœklunarlœkningadeild og **röntgendeild Sjúkrahúss Reykjavíkur Inngangur: Flysjandi bein og brjóskbólga í hné er fremur sjaldgæfur sjúkdómur. Ymsum aðgerð- um hefur verið beitt. Hér á landi hafa verið gerðar aðgerðir með liðspeglunartækni frá 1984. Til- gangur þessarar rannsóknar var að kanna árangur þessara aðgerða. Efniviður: Farið var yfir sjúkraskrár og sjúk- lingar síðan kallaðir í viðtal, skoðun og röntgen- myndatöku. Niðurstöður: Nítján sjúklingar höfðu farið í 21 aðgerð á umræddu tímabili, 16 karlar o| þrjár konur. Aldursmeðaltal var 20 ár (10-43). 116 til- fellum var sjúkdómurinn í miðlæga lærleggshnúa en í þremur tilfellum í hliðlæga lærleggshnúa. Hjá einum sjúklingi var um að ræða sjúkdóm í báðum hnjám. Einn sjúklingur fór í þrjár aðgerðir. Umræða: í þeim rannsóknum sem hafa verið birtar erlendis er árangur af uppborun á skemmd- inni með aðstoð liðspeglunartækni góður. Niður- stöður röntgenmynda og skoðunar verða kynnt- ar. E-29. Hásköflungsbeinskurður með ytri ramma Stefán Carlsson, Brynjólfur Mogensen Frá bœklunarlœkningadeild Sjúkrahúss Reykja- víkur Inngangur: Ytri rammi til réttingar og festingar á brotum og meðferðar á ýmsum stoðkerfiskvill- um er vel þekktur. Svokallaður hásköflungsbein- skurður (osteotomy) við sliti í hné hefur átt miklu fylgi að fagna vegna góðs langtímaárangurs. Ný- lega er farið að nota ytri ramma í meðferð sjúk- linga með slit í hné. Efniviður og aðferðir: Tveir 48 ára gamlir karl- menn með slit í innanverðu hné með 10 og 11° álagsöxla fóru í hásköflungsbeinskurð með ytri ramma á bæklunarlækningadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur í október 1996. Aðgerðirnar voru gerðar í mænudeyfingu. Tvær skrúfur voru festar í hnúann (condylus) sitt hvorum megin við hné- skeljarbandið (ligamentum patella) og tvær skrúf- ur í sköflunginn nokkru neðan við sköflungs- hrjóna (tuberositas tibia). í gegnum 3 cm skurð var síðan gerður skábeinskurður í gegnum neðri hluta sköflungshrjóna en beinbrú látin haldast utanvert. Beinskurðinum var læst með ytri Ort- hofix® ramma. Báðir sjúklingarnir fóru heim daginn eftir að- gerð og var leyft að stíga í fótinn eins og sársauki leyfði. Að viku liðinni var farið að rétta álagsöxul- inn með því að skrúfa upp beinskurðinn um 1 mm á dag þar til búið var að ná 4° valgus yfirréttingu á álagsöxlinum. Báðir fengu yfirborðssýkingu í kringum einn pinna sem er alþekkt vandamál með þessari tækni en réðst vel við með sýklalyfj- um. Báðir greru á um þremur mánuðum og rétt- ingin hélst eftir að búið var að taka rammana. Sjúklingarnir sneru báðir til vinnu innan þriggja vikna frá aðgerð. Umræða: Hásköflungsbeinskurður með því að nota ytri ramma er einföld aðgerð. Nákvæmnin er meiri. Legutíminn styttist og sjúklingarnir snúa fyrr til vinnu. Ókosturinn er þéttara eftirlit og að yfirborðssýking með skrúfu er algeng. Það er talið að þessi aðferðafræði komi að mjög góðum not- um hjá sjúklingum sem eiga við slitvandamál í hné að stríða en það þarf að velja sjúklingana vel. E-30. Bankabeinsbrot á hægri upphand- •egg Brynjólfur Mogensen, Magnús Páll Albertsson Frá bœklunarlcekningadeild Sjúkrahúss Reykja- víkur Inngangur: Bankabein sem aflað er úr lifandi og látnu fólki er notað í vaxandi mæli til að auka beingróanda, auðvelda endurteknar gerviliðaað- gerðir og sem beinfyllingu eftir brottnám vegna illkynja æxlisvaxtar. Ef mikið bein úr látnum er notað eru allnokkrar líkur á aukaverkunum eins og sýkingu, ógróanda og broti á bankabeini. Flestar aukaverkanir koma í ljós innan þriggja ára. Sjúkratilfelli: Prjátíu sex ára gömul kona greindist með illkynja æxli neðarlega í hægri upp- handlegg árið 1977. Prófessor Mankin fjarlægði neðri hluta upphandleggsins og setti í staðinn mótsvarandi bein úr látnum einstaklingi. Var bankabeinið fest með spöng og skrúfum. Konan fékk tímabundna lömun á sveifartauginni. Hún náði með þrautseigju upp góðri hreyfifærni í hægri olnboga. Að 19 árum liðnum hafði hún nokkur slitóþægindi frá hægri olnboga en að öðru leyti góða getu í hægri handlegg og hendi. Engin teikn um illkynja sjúkdóm. I maí 1996 fór sjúklingur að finna til meiri óþæg- inda í hægri upphandlegg án þess að hafa orðið fyrir áverka. Röntgenmyndir greindu í upphafi ekki neinn beináverka en slit í olnbogaliðnum. Óþægindin fóru vaxandi og nýjar myndir leiddu í ljós brot í bankabeininu. Beinaskann leiddi í ljós
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.