Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 51

Læknablaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 51
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 239 Gerð var æðalögn utan alfaraleiðar, -axillo bi- femoral graft- ósæðagræðlingur var fjarlægður, lokað fyrir ósæð neðan nýrnaæða og iliaca æðar hnýttar. Græðlingur var umflotinn grænleitri slefju og voru kerar lagðir í beðinn. Sýking var þungbær. Sjúklingur útskrifaðist sex vikum síðar. Við eftirlit í febrúar 1997 var sjúklingur ein- kennalaus. E-43. Aðgerðir vegna lungnaþembu bullousum og diffusum Kristinn B. Jóhannsson*, Hörður Alfreðsson*, Björn Magnússon**, Grétar Ólafsson* Frá *hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítalans, **endurhœfingardeildinni á Reykjalundi Inngangur: Lungnaþemba (emphysema) bul- lousum og diffusum er algengur sjúkdómur, með vaxandi öndunarerfiðleikum. Lokastigið er að sjúklingar geta ekki gert einfalda hluti svo sem að þvo sér. Árið 1992 hófum við að framkvæma að- gerðir á sjúklingum með lungnaþembu bullousum á lokastigi og hafa fjórir sjúklingar gengist undir slíkar aðgerðir. Á síðasta ári byrjuðum við að gera lungnasmækkun á sjúklingum með lungna- þembu diffusum og höfum við gert aðgerðir á sjö sjúklingum. Markmiðið með aðgerðunum er að 1. minnka þrýsting á lungnavef, 2. fjarlægja of þanda og ónýta hluta lungans, 3. auka fjaður- magn lungnavefs og leiðrétta stöðu öndunar- vöðva. Skilyrði fyrir þessum aðgerðum er: 1. lungna- þemba á háu stigi, FEVl=20-30% af áætluðu gildi, 2. misdreifðir sjúkdómar í lungum, 3. þan- inn brjóstkassi og lág þindarstaða, 4. Pa C02 < 50 mmHg, 5) stöðugt andlegt ástand, 6. reykleysi í meira en þrjá mánuði, 7. endurhæfing fyrir og eftir aðgerð. Aðferðir og efniviður: Fjórir sjúklingar fóru í bilateral bullectomia og sjö sjúklingar fóru í lungnasmækkun. Fjórir þeirra hafa lokið endur- hæfingu á Reykjalundi. Hjá báðum hópunum voru gerðar almennar blóðrannsóknir, teknar röntgenmyndir og sneiðmyndir af lungum og gert þolpróf. Sneiðmyndir af lungum voru notaðar til þess að sjá hvað sjúkdómurinn væri útbreiddur og einnig athuguð gæði þess lungnavefs sem ekki voru blöðrur í. Hjá sjúklingum með lungnaþembu diffusum voru engar stórar blöðrur, aðeins mis- dreifð lungnaþemba. Skurðaðgerðir á þessum sjúklingum voru fram- kvæmdar með bringubeinsskurði (sternotomy). Stórar blöðrur voru fjarlægðar og samanpressað- ur lungnavefur gat þanist út. Hjá sjúklingum, sem gerð var á lungnaminnkun, var tekið 20-30% af lungnatoppum báðum megin, eða 75 g af lungna- vef báðum megin. Skurðurinn á lungum var hafð- ur með öfugu U-lagi til þess að lungað fyllti betur upp í lungnatoppinn. Lungað var samfallið með- an heft var yfir það. Hjá síðustu sjúklingum höf- um við notað vef úr gollurshúsi nautgripa á hefti- byssu áður en við heftum. Aðgerðartími hefur verið 45-60 mínútur. Strax á skurðstofu voru sjúklingar teknir úr öndunarvél. Niðurstaða: Öndunarmælingar og afköst sjúk- linga, bæði eftir bilateral bullectomiu og lungna- smækkun, sýndi mun betra ástand eftir endurhæf- ingu. Ályktun: 1. Bringubeinsskurður þolist vel og utanbasts- (epidural-) leggur hjálpar mikið. 2. Brjóstkassi varð eðlilegri að lögun og þindarstaða kúptari. 3. Með því að hafa ströng skilyrði fyrir aðgerð og undirbúa sjúklinga vel er hægt að gera þessa aðgerð með lítilli áhættu og bæta ástand sjúklinga mikið. E-44. Orsök endurtekins loftbrjósts hjá fímmtugri konu. Lymphangiomyoma- tosis. Sjúkratilfelli Gunnar Auðólfsson*, Kristrún Benediktsdótt- ;>**,***, Jónas Magnússon*,***, Bjarni Torfa- SOfi* 4-4--i- Frá *handlœkningadeild Landspítalans, **Rann- sóknastofu HÍ í meinafrœði, ***lœknadeild HÍ Lymphangiomyomatosis er sjaldgæfur ólækn- andi sjúkdómur og orsökin er óþekkt. Hann leggst nánast eingöngu á konur á frjósemisskeiði og einkennist af auknum vexti blóðríks sléttvöðva í sogæðum, æðum og loftvegum. Fimmtug kona með sögu um loftbrjóst í þrígang á stuttum tíma leitaði læknis vegna verkjaseyð- ings í brjóstkassa, mæði, hósta og blóðhósta. Hún reyndist með loftbrjóst hægra megin. Lagður var inn brjóstholskeri og næsta dag gerð fleiðruspegl- un þar sem sást torkennileg hvítleit arða í hægri lungnatoppi. Þegar reynt var að fella lungað féll súrefnismettun verulega og varð að hverfa frá þeirri ætlan. Tekið var vefjasýni þar sem arðan var og gerð pleurodesis. PAD: Lymphangiomy- omatosis. Gerð verður grein fyrir lymphangiomyomatos- is og tilgangurinn að benda á þessa sjaldgæfu or- sök loftbrjósts. E-45. Ný vopn í safnið, gerviþvagloka og nýrnaskjóðuskurðarbelgur Eiríkur Jónsson, Guðmundur Geirsson, Geir Ólafsson Frá þvagfœraskurðdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur Inngangur: Sífellt bætast ný vopn í safnið. Sum þeirra bíta illa þegar á reynir en önnur nýtast vel
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.