Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 66

Læknablaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 66
254 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 Pálmi V. Jónsson um stefnumótunarumræðu innan Læknafélags íslands: Nauðsyn fyrir lækna að láta heilbrigðismál til sín taka Læknafélag íslands hrinti á liðnu hausti af stað vinnu við stefnumótun í heilbrigðismálum í framhaldi af samþykkt á aðal- fundi. Pálmi V. Jónsson var fenginn til að annast undirbún- ing og stjórna framkvæmd verksins ásamt vinnuhópi. Læknablaðið leitaði fregna hjá Pálma um stöðu mála og var hann fyrst spurður hvernig verkefnið hefði farið af stað: „Það hefur gengið nokkuð vel en vinnuhópurinn ákvað strax að brjóta verkið niður í smærri einingar og biðja ein- staklinga að leiða hópa er fjöll- uðu um afmarkað efni. Nú hafa þessir undirhópar allir tekið til starfa og 18. og 19. apríl er ætl- unin að kynna afraksturinn og fá viðbrögð lækna á opnum fundi,“ segir Pálmi. Áður en hann heldur lengra er rétt að rifja upp ályktun aðalfundar þar sem segir svo: „Aðalfutidur Lœknafélags ís- lands haldinn dagana 20. og 21. september 1996 að Hlíðasmára 8 í Kópavogi telur afar brýnt að lœknar komi sér saman um stefnu í heilbrigðismálum. í því skyni stofni stjórn LÍ starfshóp sem undirbúi læknaþing, sem haldið verði innan sex mánaða ogfjalli um skipulag og stefnu í heilbrigðismálum. Starfshópur- inn starfi síðan áfram eftir lœknaþing og skili áfanga- skýrslu á formannaráðstefnu með fullnaðarafgreiðslu á nœsta aðalfundi. “ í vinnuhópnum sem var skip- aður í upphafi eru einn fulltrúi stjórnar LÍ, tveir frá svæðafé- lögum LÍ, það er LR og Lækna- félagi Suðurlands, og síðan tveir fulltrúar frá hverju eftirtöldu fé- lagi: Félagi íslenskra heimilis- lækna, Félagi ungra lækna og Sérfræðingafélagi íslenskra lækna. Hópinn skipa þessir læknar: Sverrir Bergmann, Sig- urður Ólafsson, Árni Jón Geirs- son, Ásmundur Jónasson, Sig- urður Björnsson, Páll Torfi Ön- undarson, Lúðvík Ólafsson, Vilhjálmur Ari Arason, Ólafur Már Björnsson og Steingerður Anna Gunnarsdóttir. Eins og fyrr segir ákvað vinnuhópurinn að skipta verk- efninu niður í smærri einingar og voru fengnir nokkir læknar til að stjórna hópum um af- mörkuð efni. í hverjum hópi eru fjórir til sjö einstaklingar og eru hér talin upp efni hvers hóps og leiðtogar þeirra: Rannsóknir og kennsla: Árni Jón Geirsson Læknar sem stjórnendur: Lúðvík Ólafsson Launaþróun, nýliðun, starfs- lok: Vilhjálmur Ari Arason Hlutverk læknisins. Læknar sem leiðtogar. Almannatengsl: Sverrir Bergmann Þróun læknisþjónustu í þétt- býli og dreifbýli: Sigurður Ólafsson og Ásmundur Jónas- son Rekstrarform og fjármögn- un: Páll Torfi Önundarson Forgangsröðun í heilbrigðis- kerfinu:Guðmundur Björnsson Siðfræði og réttindi sjúk- linga: Tómas Zoéga Upplýsinga- og gæðaþróun: Ólafur Steingrímsson Opinn fundur í aprfl Pálmi segir að allir hóparnir hafi tekið til starfa: „Þeir munu kynna sér stefnu félagsins eins og hún liggur fyrir í ályktunum þess og jafnframt gera tillögur að breyttum áherslum eins og þeim þykir þurfa. Við ráðgerum að halda síðan opinn fund fyrir alla lækna í aprfl, nánar tiltekið dagana 18. og 19. aprfl að Hlíða- smára 8 og þar er einmitt kjörið tækifæri fyrir lækna að hafa bein áhrif á stefnumótun félags síns. Vil ég því eindregið hvetja sem flesta lækna til að sitja þessa ráðstefnu." Hvað gerist svo í framhaldi af henni? „Þá munu hóparnir starfa áfram og ræða málin strax á for- mannaráðstefnunni í maí og skila álitsgerðum fyrir lækna- þing á næsta hausti. Oft var þörf en nú er nauðsyn fyrir lækna að láta heilbrigðismál í víðasta skilningi til sín taka því þegar öllu er á botninn hvolft þá hafa engir meira innsæi í heilbrigðis- kerfið en einmitt læknar,“ sagði Pálmi V. Jónsson að lokum. -jt-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.