Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 54

Læknablaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 54
242 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 E-52. Endursköpun brjósta við brott- nám er valkostur. Aðgerðir á Borgar- spítala á fímm ára tímabili, 1992-1997 Sigurður E. Þorvaldsson, Rafn Ragnarsson, Þor- valdur Jónsson Endursköpun brjósta hjá konum sem misst hafa brjóstið vegna krabbameins hefur oftast verið framkvæmd einhverjum mánuðum eða ár- um eftir brottnám, en í vaxandi mæli eru slíkar endursköpunaraðgerðir nú gerðar í sömu svæf- ingu og brottnámsaðgerðin. Á fimm ára tímabili, 1992-1997, voru á Borgar- spítalanum gerðar 63 aðgerðir til endursköpunar brjósta, þar af 33 með fríum TRAM-flipa, fimm þessara flipaaðgerða voru gerðar í sömu svæfingu og brottnámsaðgerðin. Pegar brjóst er endur- skapað við brottnám höfum við unnið í tveimur teinrum samtímis. Almennur skurðlæknir stjórn- ar brottnámi brjósts og lýtalæknar gerð flipa úr húð og fitu frá nafla að lífbeini. Tímalega hefur nokkurn veginn passað að þegar brottnámi brjósts er lokið er flipinn tilbúinn Teimi skipta nú um vinnusvæði, skurðlæknir lokar gjafarsvæði flipans á kviðvegg en lýtalæknar taka til við tengingu æða í holhönd með aðstoð smásjár. Það er í raun auðveldara að móta brjóst- ið við brottnám því engum getum þarf að leiða að „hvað þarf að fylla“, sárið er þarna. Þeir fimm sjúklingar sem við höfum reynslu af hafa ekki þurft lyfjameðferð eða geislun eftir brjóstnám (mastectomy), en reynsla erlendis hefur sýnt að slík meðferð getur hafist á venjulegum tíma sé hennar þörf. Það er í takt við nútímann að ræða um valkosti til endursköpunar brjósts um leið og rætt er við sjúkling um meðferð við nýgreindu krabbameini. Fyrir margar konur getur það verið léttir að vita af slíkum möguleikum hvort sem hún velur þá eður ekki. Tekist hefur góð samvinna lýtalækna og almennra skurðlækna á Borgarspítalanum hvað þennan þátt varðar. E-53. ísetning gerviliða í mjöðm á Sjúkrahúsi Akraness Guðrún Guðmundsdóttir, Brynjólfur Y. Jónsson, Arnbjörn Arnbjörnsson, Ari H. Ólafsson, Magn- ús E. Kolbeinsson Frá Sjúkrahúsi Akraness Á skurðdeild Sjúkrahúss Akraness eru meðal annars framkvæmdar gerviliðaísetningar á mjöðm og hné. Gerð var afturvirk rannsókn á framkvæmd og árangri (results) ísetninga gervi- liða í mjöðm á Sjúkrahúsi Akraness frá ársbyrjun 1991 til ársbyrjunar 1996. Gerð var úttekt á meða- laldri sjúklinga við aðgerð, blóðmissi í aðgerð, fjölda gefinna eininga blóðs, legudaga og úttekt á fylgikvillum aðgerðar. Á þessum tíma voru gerðar 50 aðgerðir á 45 sjúklingum. Af þessum 45 er 41 enn á lífi, tveir létust vegna fylgikvilla aðgerðar en tveir af óskyldum orsökum. Fimm gengust undir ðgerð á báðum mjaðmarliðum í tveimur aðskildum að- gerðum og innlögnum Alls reyndust 16 sjúklingar hafa fengið einhvern fylgikvilla (complication) en í fæstum tilfellum höfðu þeir áhrif á útkomu að- gerðar eða heilsu sjúklings þegar heim var komið. Miðgildi legudaga reyndist vera 19 dagar og eru innlagnardagar fyrir aðgerð þá meðtaldir (pre- op). Þessar upplýsingar voru fengnar úr sjúkra- skýrslum, aðgerðarlýsingum og öðrum sjúkra- gögnum. Ennfremur var haft samband við eftirlif- andi sjúklinga símleiðis og þeir beðnir um að gefa mat á árangri aðgerðar og spurðir um hreyfifærni. Einnig var spurt um líkamlega heilsu nú og hvort aðrir kvillar hömluðu hreyfingu. Spyrill gaf síðan stig samkvmt Charnleys stigun fyrir göngugetu og sársauka. Spurt var um búsetu viðkomandi nú, eigið húsnæði, dvalarheimili eða langlegudeild. Niðurstaðan sýnir að ísetningar á gerviliðum í mjaðmir á Sjúkrahúsi Akraness á fullan rétt á sér, alvarlegir fylgikvillar reyndust fátíðir og heildarútkoma góð. Fjöldi legudaga er í hæsta lagi og skýrist að einhverju leyti af legu sjúkrahússins og þjónustuhlutverki þess en færð hamlar að vetri og stoðdeildir þurfa oft lengri undirbúningstíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.