Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 52

Læknablaðið - 15.04.1997, Blaðsíða 52
240 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 og leysa jafnvel fyrri aðferðir/aðgerðir af hólmi. Lýst er tveimur „vopnum“ sem við reyndum á síðastliðnu ári. Aðferðir: Sett var gerviloka (AMS-800 sphinct- er) í karlmann sem skaðaði þvagloku við grindar- hols- og þvagrásaráverka og bjó við nær stöðugan þvagleka. Þá fóru þrír sjúklingar í aðgerð vegna þrengsla á nýrnaskjóðu-þvagleiðaramótum (congenit uretero-pelvic obstruction) og notaður var skurðarbelgur (acucise endopyelotomy cat- heter) sem settur var um þvagleiðara að nýrna- skjóðuþrengslunum. Hefðbundið er að fram- kvæma slíkar aðgerðir um síðuskurð. Niðurstöður: Ári eftir ísetningu á gerviþvag- loku er viðkomandi með fullkomna stjórn á þvag- látum. Tveir af þeim sem fóru í acucise-meðferð- ina eru án einkenna fjórum og sex mánuðum eftir aðgerðina og nýrnamyndir sýna betri nýrnatæm- ingu. Hjá þeim þriðja er ekki komin reynsla á meðferðina. Vandamál skapaðist vegna nýrna- stíflu og þvagleka hjá einum sjúklinganna. Sýndar verða myndir til nánari útskýringar á þessum að- gerðum. Ályktun: Mikilvægt er að geta boðið upp á nýj- ungar í meðferð til þess að bæta líðan og minnka umfang aðgerða. Þó ber að fara varlega í að kasta frá sér aðgerðum sem staðist hafa tímans tönn fyrr en nægjanleg reynsla er fyrirliggjandi á nýjum aðferðum. E-46. Brottnám blöðruhálskirtils vegna staðbundins krabbameins í blöðruháls- kirtli Eiríkur Jónsson, Guðmundur Geirsson, Geir Ólafsson, Hafsteinn Guðjónsson Frá þvagfœraskurðdeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, handlœkningadeild Sjúkrahúss Akraness Inngangur: Finnist staðbundið krabbamein í blöðruhálskirtli kemur aðallega þrennt til greina: eftirlit, geislameðferð eða brottnám kirtilsins (ra- dical retropubic prostatectomy). Brottnám þessa líffæris er tæknilega erfitt og getur haft í för með sér alvarlega fylgikvilla, svo sem miklar blæðing- ar, áverka á endaþarm, þvagleka og getuleysi. Aðferðir: Á síðustu tveimur árum hafa 17 karl- menn á okkar vegum farið í aðgerð á Sjúkrahúsi Reykjavíkur í þeim tilgangi að láta fjarlægja blöðruhalskirtilinn, en fjórir reyndust hafa niein- vörp í grindarholseitlum í byrjun aðgerðar og var því látið staðar numið. Lýst er nánar afdrifum þeirra 13 sem gengust undir brottnám. Leitast var við að hlífa errectile taugum og æðum. Niðurstöður: Fjöldi 13 Aldur 61 (49-66) Pre-op PSA 12,3 (3,7-35) Pre-op Gleason 5,3 (4-7) Blóðtap (ml) 730 (200-800) Áverkar á endaþarm 0 Blóðgjöf 0 Blóðsegar 0 Legudagar 7,5 (6-10) Eftirlitstími (mán.) 11,8 (1-48) Getuleysi lengur en eitt ár eftir aðgerð 2/4 (50%) Þvagleki lengur en þrjá mán. eftir aðgerð 1/10 (10%) Blöðruhálsþröng 1/10 (10%) Tveir legudagar fóru í aðgerðarundirbúning (meðal annars úthreinsun). Allir eru án klínískra eða lífefnafræðilegra (PSA) sjúkdómsmerkja. Sýndar verða aðgerðarmyndir til að leggja áherslu á tæknileg atriði aðgerðarinnar. Ályktun: Brottnám blöðruhálskirtils er fram- kvæmanlegt hérlendis með sambærilegri tíðni fylgikvilla við það sem best gerist erlendis. Hugs- anlega mætti stytta legudaga um tvo með undir- búningi aðgerðar utan sjúkrahúss og fella út eða minnka úthreinsun. Mun lengri eftirlitstíma (yfir 10 ár) þarf til að meta árangur aðgerðarinnar á krabbameinið. E-47. Ómun í aðgerð til stigunar á æxlis- vexti í kviði Pétur Hannesson*, Margrét Oddsdóttir**, Jónas Magnússon** Frá *röntgen- og **handlœkningadeild Landspít- alans Ómun í aðgerð getur verið mikilvægt hjálpar- tæki við stigun á æxlum í kviðarholi. Hægt er að nota ómtæknina bæði við opnar aðgerðir og kög- unaraðgerðir. Með ómrannsóknum í aðgerð er unnt að greina meinvörp og ífarandi vöxt sem ekki hafa sést við rannsóknir fyrir aðgerð, enn- fremur breytingar sem ekki þreifast í sjálfri að- gerðinni. Meta má eðli þessara breytinga og stað- setja þær fyrir sýnatöku. Niðurstöður ómrannsóknarinnar geta haft af- gerandi áhrif á ákvarðanatöku í aðgerð. E-48. Stigun á æxlisvexti í kviði Margrét Oddsdóttir, Pétur Hannesson, Jónas Magnússon Frá handlœkninga- og röntgendeild Landspítalans Nákvæm stigun á æxlum fyrir aðgerð er mikil-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.